Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2018, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.03.2018, Qupperneq 24
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RÍsLeNsKuR stRANdBúNAÐuR Ásthildur sturlu- dóttir, bæjar- stjóri Vestur- byggðar. Gísli H. Hall- dórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðar- bæjar.Ásthildur Sturludóttir, bæjar-stjóri Vesturbyggðar, segir atvinnulífið í Vesturbyggð byggja á land- og sjávargæðum. Sjávarútvegur hafi alla tíð verið mjög öflugur þar og sé það raunar enn í dag. „Hins vegar er laxeldi orðinn stærsti atvinnuvegur sveitarfélagsins og er í mikilli sókn um þessar mundir. Fyrir vikið sé ég helstu tækifærin fyrir okkur felast í enn frekari stoðþjónustu við fisk- eldið og þau eru fjölmörg.“ Hún segir hið opinbera geta gert ýmislegt til að liðka fyrir vexti á þessu sviði á næstu árum. „Það getur t.d. skipulagt lóðir fyrir fyrirtæki og stutt við uppbyggingu þeirra með ýmsum öðrum hætti, s.s. með afslætti af byggingarleyfum og gatnagerðarleyfum, talað máli þeirra út á við og stutt við og barist fyrir innviðauppbyggingu.“ Hún ætlar að sækja ráðstefnuna Strandbúnaður 2018, sem haldin verður dagana 19.-20. mars á Grand Hótel Reykjavík. „Það verður margt athyglisvert í boði þar. Mig langar sérstaklega til að fylgjast með mál- stofunni um laxalús sem mér finnst mjög spennandi. Annars finnst mér Þörf er á skýrari stefnu Horfur atvinnugreina sem nýta land- og sjávargæði eru að mörgu leyti góðar hér á landi. Fiskeldi skiptir þar miklu máli en ríkisvaldið þarf að setja skýra og einfalda stefnu sem grunn til að byggja á. úrvinnsluleysi. Leikreglur í leyfis- veitingum virðast ekki skýrar og jafnvel síbreytilegar. Við þetta bætast svo endalausar kærur andstæðinga fiskeldis sem litlar hömlur virðast á.“ Helstu tækifærin á næstu árum snúa að laxeldi og jafnvel bleikju- og regnbogaeldi að sögn Gísla. „Bleikju- eða regnbogaeldið gæti orðið mikilvægt í Ísafjarðardjúpi ef möguleikum til laxeldis verður áfram haldið í heljargreipum áhættumatslíkans Hafrannsókna- stofnunar. Við höfum hins vegar einnig lent í óvæntum hindrunum á sviði regnbogaeldis og vitum ekki hvernig þeim málum mun reiða af.“ Hann segir hið opinbera hafa það í hendi sér að vöxtur geti orðið í fiskeldinu. „Til þess þarf að setja skýra og einfalda stefnu sem grunn til að byggja á. Stefnu sem hefur heilbrigð samfélög og heilbrigt umhverfi að leiðarljósi – raun- verulega sjálfbærni samfélags og náttúru. Tjónið sem „hangandi hendi“ ríkisins veldur er gífurlegt, þjóðhagslega og fyrir þau samfélög sem um ræðir.“ Þægilegri bankaþjónusta fyrir fyrirtæki Nú geta fyrirtæki komið í viðskipti til okkar á netinu. Ferlið er einfalt og algerlega pappírs- laust. Eitt skref fyrir lítil fyrirtæki, örfá fyrir þau stærri. Kynntu þér málið á arionbanki.is félag eins og Strandbúnaður skipta umtalsverðu máli því þannig geta þessir hagsmunaaðilar átt samtal um sameiginleg málefni.“ Ýmis tækifæri framundan Frá sjónarhóli Ísafjarðarbæjar eru horfur atvinnugreina sem nýta land- og sjávargæði góðar. Heimild er komin fyrir 10.000 tonna laxeldi í Dýrafirði og hefur leyfishafinn, Arctic Fish, verið að fjölga starfs- fólki í sveitarfélaginu segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar. „Störf í fiskeldi eru því nú þegar þáttur sem skiptir miklu máli og þeim á eftir að fjölga þegar eldið í Dýra- firði kemst í fullan gang.“ Gísli segir atvinnugreinarnar sjálfar og fyrirtækin hins vegar glíma við stöðugan mótbyr sem fylgir mikill kostnaður og óvissa. „Fyrirtæki sem hafa verið með leyfisumsóknir í vinnslu, jafnvel árum saman, eru að lenda í endurteknum töfum og hindrunum vegna stefnuleysis stjórnvalda sem birtist í úrvinnslu stofnana ríkisins – eða öllu heldur 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -B 0 2 0 1 F 3 6 -A E E 4 1 F 3 6 -A D A 8 1 F 3 6 -A C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.