Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2018, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.03.2018, Qupperneq 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem Seðla- bankastjóri vísar til sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola marg- þætta mis- munun og ofbeldi. Ég er stoltur femínisti. Allir karlmenn eiga að beita sér fyrir kynjajafnrétti,“ sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni við setningu 62. Kvennanefndarfundar Sam- einuðu þjóðanna í New York fyrr í vikunni þar sem ég er stödd í hringiðu jafnréttismála. Það er óhætt að segja að sá andi sem hér svífur yfir vötnum tengist #metoo-byltingunni sem hefur haft áhrif í hverju einasta landi. Umræðan hér tengist mjög stöðu karlmanna og hvernig hægt er að endur- skoða staðlaðar hugmyndir okkar um karlmennsku. Eins og Emma Holten, aktívisti og femínisti, sagði á einum fundinum: „Við þurfum að elska karlmenn, en elska þá án þess að tengja þá við vald.“ Á fundinum í ár er sjónum þó sérstaklega beint að stöðu og valdeflingu kvenna í dreifbýli; hvernig tryggja megi þeim aukin réttindi, atvinnutækifæri, fæðuöryggi, aðgang að ræktunarlöndum, tækni, menntun, heilsu og hvernig uppræta megi ofbeldi gegn konum og stúlkum í dreifbýli. Róhingjakonur eru án efa berskjaldaðasti slíki hópur kvenna í dag, en þær hafa flúið Mjanmar til Bangladess undan ofsóknum, hópnauðgunum og linnulausu ofbeldi undanfarinna áratuga. Við hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi höfum hafið sms-neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur. Ég vil því hvetja landsmenn til að lýsa upp myrkur Róhingja kvenna og senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) og styrkja neyðarathvarf UN Women þar sem konur hljóta vernd, áfallahjálp, atvinnutækifæri og sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að mæta á dans- byltingu UN Women og Sónar Reykjavík – Milljarður rís sem haldin er í dag kl. 12-13 í Hörpu og víðsvegar um landið. Í ár tileinkum við Milljarður rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Ég hvet ykkur til að mæta, dansa gegn kynbundnu ofbeldi með gleði að vopni og hlusta á þeirra raddir. Tíminn er núna! Dönsum gegn ofbeldi! Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfir-lýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skulda- bréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxta farveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undan- farin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðis- höftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbend- ingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar inn- viðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfa- fjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lán- veitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðla- bankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Í vörn Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning í Gallerí Fold alla helgina föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold mánudaginn 19. mars, kl. 18 Jóhannes S. Kjarval Örvum glaður klerkur Stálin stinn skella þessa dagana saman með ógurlegum glæringum þar sem Arnþrúður Karlsdóttir og Davíð Þór Jóns- son sóknarprestur takast á. Bitbeinið er pönktexti sem sérann setti saman um Arnþrúði og Útvarp Sögu. Fréttablaðið. is, nýr fréttavefur þessa blaðs, hefur fjallað ítarlega um málið og í gær stökk Morgunútvarp Rásar 2 á vagninn með viðtali við Davíð Þór sem mun líklega kalla á enn harðari viðbrögð úr herbúðum Arnþrúðar en sést hafa hingað til og þó hafa hvöss orðspjótin hvergi verið spöruð. Æruleysisbænin Meintur skopmyndateiknari Morgunblaðsins gerði tilraun til þess að kjarna málið í gær. Þar sýnir hann Davíð Þór, með horn og hala, syngja „Útvarp Saga er Satan! Arnþrúður er full.“ Við hlið hans situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup og bendir séranum á að „Arnþrúður drekkur víst ekki“ og býðst svo til þess að fara yfir æðruleysis- bænina með honum. Davíð Þór er yfirlýstur óvirkur alkóhólisti en slíkum er tamt að ríghalda í þá annars ágætu bæn. Þar sem bæði telja þau sig, Arnþrúður og Davíð, geta stefnt hinu fyrir meiðyrði er spurning hvort biskup ætti ekki frekar að fara með æruleysisbænina fyrir þau. thorarinn@frettabladid.is 1 6 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -A 6 4 0 1 F 3 6 -A 5 0 4 1 F 3 6 -A 3 C 8 1 F 3 6 -A 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.