Fréttablaðið - 16.03.2018, Side 16

Fréttablaðið - 16.03.2018, Side 16
ÍR - Stjarnan 79-73 ÍR: Ryan Taylor 32/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 19, Danero Thomas 8, Sveinbjörn Claessen 5, Sigurkarl Róbert Jó- hannesson 5, Kristinn Marinósson 4, Trausti Eiríksson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 2. Stjarnan: Hlynur Bæringsson 15/22 fráköst, Collin Pryor 12, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Darrell Combs 11, Róbert Sigurðarson 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4. ÍR leiðir einvígið 1-0. KR - Njarðvík 89-74 KR: Jón Arnór Stefánsson 21, Kristófer Acox 19/13 fráköst, Kendall Pollard 17, Björn Kristjánsson 12, Darri Hilmarsson 9, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst/8 stoðs., Vil- hjálmur Jensson 3, Sigurður Þorvaldsson 2. Njarðvík: Logi Gunnarsson 16, Terrell Vinson 13, Snjólfur Marel Stefánsson 11, Ragnar Nathanaelsson 10, Kristinn Pálsson 9, Maciek Baginski 8, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3, Brynjar Þór Guðnason 2, Oddur Rúnar Kristjánsson 2. KR leiðir einvígið 1-0. Nýjast Domino’s-deild karla, 8-liða úrslit Viðurkennt jurtalyf gegn vægum gigtarverkjum Fullorðnir: 2 hylki tvisvar á dag. Ekki nota Harpatinum ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða ert með sár í maga eða þörmum. Ef þú hefur gallsteina eða liðverki samhliða bólgum, roða eða hita, skaltu hafa samband við lækni áður en þú notar Harpatinum. Leitaðu til læknis ef þú finnur fyrir aukaverkunum eða ef einkenni eru viðvarandi eða hafa versnað (2 vikur við vægum meltingartruflunum, 4 vikur við vægum gigtarverkjum). Hvorki ætlað börnum yngri en 18 ára né þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils florealis.is/harpatinum Ólafía Þórunn þarf að spila betur í dag. NoRDicphotoS/Getty golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders mótinu í Arizona á tveim- ur höggum yfir pari. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía var á pari þegar kom að átj- ándu og síðustu holunni. Þar fatað- ist henni flugið, hún fékk skramba og endaði hringinn á tveimur höggum yfir pari sem breytir stöðu hennar talsvert fyrir annan hring- inn. Ólafía fékk þrjá fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum. Hún var í 119. sæti mótsins þegar blaðið fór í prentun. – iþs Skrambi á lokaholunni 1 6 . m a r s 2 0 1 8 f Ö s T U D a g U r16 s p o r T ∙ f r É T T a B l a ð i ð sport Rauði liturinn eyði- leggur heildarbraginn „Persónulega er ég hrifin af því að röndin er horfin en ég er ekki hrifin af því að hafa rauða litinn á erminni. Að mínu mati eyðileggur rauði liturinn heildarbrag búningsins,“ segir Álfrún Páls- dóttir, ritstjóri Glam our. „Við fyrstu sýn gef ég búningnum tvær stjörnur af fimm.“ fóTBolTi KSÍ frumsýndi í gær nýju landsliðstreyjuna sem íslenska karla- og kvennalandsliðið mun nota næstu árin en ný treyja var framleidd í ljósi þess að Ísland tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sumar. Mikil eftirvænting hefur verið eftir frumsýningu treyj- unnar en stuttbuxurnar og sokk- arnir verða kynnt á næstu vikum. Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hannaði treyjuna en áhersla er lögð á á einkenni landsins, eld- inn, ísinn, vatnið og hraunið. Sala treyjunnar hófst í gær og hefur KSÍ þegar fengið fyrirspurnir frá löndum á borð við Spán og Ástralíu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var afar sáttur við útkomuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Heilt yfir er ég ánægður, þetta er falleg treyja og hönnuðunum tókst vel upp. Þeir héldu í litina en brutu þetta aðeins upp með því að færa rendurnar út á axlir. Þótt blái liturinn sé fallegur er flott að fá hina fánalitina inn í þetta. Svo er treyjan afar þægileg, gott efni til að spila í og sniðið hentar vel þannig að við gætum ekki verið ánægðari.“ Guðni sagði að nokkrir leikmenn hefðu verið með í ráðum en ekki hefði verið hægt að leyfa öllum að hafa rödd. „Þeir voru búnir að sjá nokkrar pælingar en þetta tók langan tíma og vandvirknin var mikil. Þeir vissu allir í hvaða farveg þetta var að fara en ef of margir hefðu verið með hefði eitthvað farið að spyrjast út. Það voru nokkrir með í ráðum. Þeir eru allir með mikið tískuvit og það var gaman að heyra margar og ólíkar skoðanir,“ sagði Guðni. Stefnt er að því að frumsýna bún- inginn í æfingaleikjum Íslands gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hópurinn fyrir leikina tvo verður tilkynntur í dag. kristinnpall@frettabladid.is Fánalitirnir fá að njóta sín betur KSÍ kynnti í gær treyjurnar sem íslenska landsliðið kemur til með að klæðast á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Formaður KSÍ var sáttur við niðurstöðuna en álitsgjafi Fréttablaðsins er ekki á sama máli. Nokkrir leikmenn voru með í ráðum. Þeir eru allir með mikið tískuvit. Guðni Bergsson, formaður KSÍ Fjöldi fólks var mættur í Jóa Útherja þegar íslenska landsliðstreyjan fór í sölu þar í gær. Þessi stuðningsmaður var ánægður með gripinn. FRéttablaðið/SteFáN 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -C 8 D 0 1 F 3 6 -C 7 9 4 1 F 3 6 -C 6 5 8 1 F 3 6 -C 5 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.