Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 40
Dagskrá til minn-ingar um Þorstein frá Hamri verður í Iðnó sunnudaginn 18. mars. Dagskráin er á vegum Forlagsins
og á meðal þeirra sem þar koma fram
er sonur skáldsins, Kolbeinn Þor-
steinsson, sem les kafla úr óbirtu verki
föður síns, Tímar takast í hendur.
„Þetta eru minningabrot pabba
og í þeim lýsir hann meðal annars
bernskuheimili sínu á Hamri, sveit-
inni og fólkinu sem hana byggði
og einnig birtist manni mynd af
drengnum Þorsteini. Eins og búast
má við er þetta hófstillt frásögn, til-
Ekki orðamergðin sem skiptir máli í ljóðum pabba
Kolbeinn Þorsteins-
son les úr óbirtum
minningabrotum
Þorsteins frá Hamri
á minningarhátíð í
Iðnó á sunnudaginn.
gerðarlaus og hlýleg,“ segir Kolbeinn.
„Það er skemmtilegt fyrir mig að lesa
þetta upp því ég á enga tengingu
við Hamar en kynnist þeim heimi í
gegnum þessi skrif pabba.“
Tímar takast í hendur er að sögn
Kolbeins fullbúið verk. „Pabbi lauk
því fyrir tveimur árum en einhverra
hluta vegna ákvað hann að leyfa því
að liggja. Hann gerði þetta oft, sagði
hann mér fyrr meir, geymdi það sem
hann skrifaði í ákveðinn tíma og
skoðaði það síðar.“
Kolbeinn segir að engin ákvörðun
hafi verið tekin um það hvort verkið
verði gefið út. „Tíminn verður að
leiða það í ljós, en mér sýnist á því
sem ég hef séð að það sé full ástæða
til þess.“
Ljóðin finna mann
Spurður um tengingu sína við ljóð
föður síns segir Kolbeinn: „Ég viður-
kenni að ég hef aldrei tekið ljóðabók
eftir hann og lesið frá upphafi til
enda. Hins vegar á ég til ef eitthvað
er að angra mig að opna einhverja
ljóðabók hans handahófskennt.
Þetta hefur alltaf veitt mér ákveðna
hugarfró, annaðhvort leysist hugar-
angrið upp eða ég sé að það er ekki
svo merkilegt að ég þurfi að dvelja
við það. Ég geri slíkt hið sama ef ég
er glaður og þá er það líka yfirleitt
þannig að ég lendi á ljóði sem á erindi
við mig á þeirri stundu. Kannski eiga
ljóð hans það sammerkt að það
breytir engu hvort maður er dapur
eða léttur í lund, þau finna mann.
Ég hef aldrei lært ljóðin hans utan-
bókar, ég vil það ekki. Þegar ég kem
að ljóðum hans vil ég að það sé eins
og ég sé að koma að þeim í fyrsta
skipti. Ljóð sem er í uppáhaldi hjá
mér er Dísin úr Spjótalögum á spegil.
Það snart mig strax og er eina ljóðið
sem ég kann utanbókar eftir hann.“
Einlægur og grandvar
Kolbeinn er eitt af fimm börnum
Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur.
Einhverjum árum eftir skilnað Þor-
steins og Ástu voru börnin send í
fóstur. Kolbeinn er spurður hvort
það hafi reynst honum erfitt að
alast ekki upp hjá foreldrum sínum.
„Ég hef ekki leitt hugann að því eða
krufið. Ég var það ungur þegar þeirra
leiðir skildust að ég þekkti það ekki
í sjálfu sér að vera hjá þeim báðum.
Pabbi heimsótti okkur systkinin og
mér fannst sárt þegar hann fór. Fyrir
einhverjum árum ræddum við pabbi
þessi mál af hreinskilni og þau þurfti
ekki að ræða aftur.“
Spurður um samskipti sín við
föður sinn segir Kolbeinn: „Í bernsk-
unni voru þau eins og þau voru.
Eftir að ég komst til vits og ára og
sérstaklega síðustu þrjátíu árin ein-
kenndust samskiptin af þeirri hlýju
og væntumþykju sem á að ríkja milli
föður og sonar og voru aldrei neinum
vandkvæðum bundin.“
Þegar Kolbeinn er beðinn um að
lýsa föður sínum segir hann: „Eins
og margir vita þá er það ekki orða-
mergðin sem skiptir máli í ljóðum
pabba heldur merking þeirra oft fáu
sem eru sögð. Þannig var hann líka
í persónulegum kynnum. Hann var
einlægur, ærlegur, orðvar og grand-
var. Ég upplifði hann sem lítillátan
mann og minnist þess ekki að hann
hafi tranað sér fram. Hann var afar
hlýr maður.“
„Eins og búast má við er þetta hófstillt frásögn, tilgerðarlaus og hlýleg,“ segir Kolbeinn. fréttabLaðið/stEfán
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Tímar takast í hendur
Minningardagskrá um
Þorstein frá Hamri
verður í iðnó sunnu-
daginn 18. mars
kl. 15. Þar munu
Eiríkur Guð-
mundsson, Elísa-
bet Þorgeirsdóttir,
Guðrún nordal, Lilja
sigurðardóttir, njörður
P. njarðvík og Vésteinn
Ólason fjalla um skáldið
frá ýmsum sjónar-
hornum. Lesið verður
úr ljóðum Þorsteins
og sonur hans, Kol-
beinn, les úr óbirtum
minningabrotum
föður síns, tímar
takast í hendur. Kynnir
verður stella soffía Jó-
hannesdóttir.
Arion banki er einn aðalstyrktaraðili Hönnunarmiðstöðvar
og bíður til hádegisfundar um hönnun og skipulag í dag
kl. 11.30–13.15 í Borgartúni 19 í tilefni af HönnunarMars.
Dagskrá
Big City Life – Erna Björg Sveinsdóttir, greiningardeild Arion banka
Borgir eru að breytast hratt og nútímaheimilið er allt öðruvísi en áður var.
Hvaða áhrif hefur þetta á byggingu nýrra íbúða og útlit borga?
Snabba Hus – Andreas Martin-Löf, Stokkhólmi
Andreas er ungur arkitekt frá Stokkhólmi. Hann hannaði dýrustu íbúð Svíþjóðar
en á líka heiðurinn af margverðlaunaðri hönnun á framúrstefnulegum eininga-
íbúðum fyrir ungt fólk.
Building Stories – Rami Bebawi og Tudor Radulescu, Montreal
Rami og Tudor eru stofnendur arkitektastofunnar Kanva og segja frá nýrri
hugsun um hvernig byggingarsvæði eiga að líta út á framkvæmdatímanum.
Q&A með Kaave Pour
Kaave Pour er einn stofnenda og hönnunarstjóri Space10, sem er meðal annars
nýsköpunarsmiðja IKEA. Kaave er 28 ára og þrátt fyrir ungan aldur er hann marg-
verðlaunaður skapandi menningarfrumkvöðull og eftirsóttur fyrirlesari um allan
heim. Hann mun sitja fyrir svörum hjá Jóni Kaldal, sem jafnframt er fundarstjóri.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð að fundi loknum.
Skráning á arionbanki.is
Skipulag
og arkitektúr
Dísin
Flaug ég um fold og víði,
fögnuði laust í drungað skap;
stafur minn, steinbúasmíði,
stjörnur úr köldum sálum drap
og græddi geðsmunakaunin.
Brotinn er sprotinn blái,
bregðast mér dverganna hamarsgrip;
líka er sem ég sjái
sundruð í naustum þeirra skip –
og sú er mér römmust raunin.
Þorsteinn frá Hamri,
Spjótalög á spegil, frá 1982.
1 6 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r24 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
menning
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
6
-B
E
F
0
1
F
3
6
-B
D
B
4
1
F
3
6
-B
C
7
8
1
F
3
6
-B
B
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K