Fréttablaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
JEEP GRAND CHEROKEE
MEST VERÐLAUNAÐI JEPPI Í HEIMI
®
Staðalbúnaður m.a: Led/BI-Xenon framljós, 8,4” snertiskjár með bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hiti í sætum, lykillaust aðgengi og ræsing,
rafdrifin framsæti, stillanleg aftursæti, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu,
regnskynjari, aðgerðastýri, raddstýrt útvarp o.mfl.
DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
HÁTT OG LÁGT DRIF
VERÐ FRÁ: 8.990.000 KR.
Sý
nd
ur
b
íll
á
m
yn
d
G
ra
nd
C
he
ro
ke
e
Su
m
m
it.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
FERÐAÞJÓNUSTA Kona, sem slasað-
ist í Reynisfjöru í hópferð á vegum
ferðaþjónustufyrirtækis, fær helm-
ing tjóns síns bættan úr ábyrgðar-
tryggingu fyrirtækisins. Þetta er
niðurstaða úrskurðarnefndar í
vátryggingamálum (ÚNVá).
Atvik málsins voru þau að konan
slasaðist þegar hún fauk til í ofsa-
veðri í Reynisfjöru þann 30. októ-
ber 2014. Tókst hún á loft í einni
vindhviðunni og slasaðist meðal
annars illa á hendi. Taldi konan að
glapræði hefði verið af bílstjóra og
leiðsögumanni að halda för áfram í
ljósi þess hvassviðris sem var þann
dag.
Í málinu lá fyrir að vindur var yfir
20 m/s og fór yfir 35 m/s í hviðum á
þeim tíma sem slysið átti sér stað.
Við Skógafoss höfðu fararstjórar
samband við framkvæmdastjóra
fyrirtækisins og var afráðið að
halda för áfram þrátt fyrir veður-
ofsann.
Þegar í Reynisfjöru var komið
fór fararstjórinn úr rútunni. Bar
hún því við að hún hefði þá þegar
séð hve slæmt veður var og reynt
að smala fólki aftur inn í rútuna.
Sönnunargildi þess framburðar
var metið með hliðsjón af því að
vitnisburðurinn var ódagsettur og
löngu eftir að slysið átti sér stað.
Var það mat ÚNVá að skipuleggj-
endur og stjórnendur ferðarinnar
hefðu sýnt af sér gáleysi með því að
hleypa fólki út úr rútunni og niður
í fjöru. Bæru þeir því ábyrgð á tjón-
inu. Konan var hins vegar látin bera
helming tjóns síns sjálf þar sem
hún hefði kosið að taka áhættuna
á að fara niður í fjöru þrátt fyrir
veðurhaminn. – jóe
Fær bætur eftir að hún fauk í ofsaveðri í Reynisfjöru
Úr Reynisfjöru. Fólkið á myndinni
tengist fréttinni ekki.
FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK
TRYGGINGAR Kona sem slegin var af
fyrrverandi unnusta sínum, með þeim
afleiðingum að hljóðhimna rofnaði
og tönn losnaði, á ekki rétt á bótum
úr fjölskyldutryggingu sinni. Þetta er
niðurstaða úrskurðarnefndar í vátrygg-
ingamálum (ÚNVá).
Fólkið hafði deilt um barnapössun
og konan beðið manninn um að víkja
af heimilinu. Hann hreytti þá ítrek-
að ókvæðisorðum í hana og dóttur
hennar. Konan brást við með því að
ýta manninum sem sló hana á móti
með fyrrgreindum afleiðingum.
Í niðurstöðu ÚNVá segir að trygg-
ingin bæti slys sem vátryggður verði
fyrir. Undanþegin bótaskyldu séu slys
sem vátryggður verði fyrir í handalög-
málum. Þar sem ekki þótti sannað að
konan hafi ýtt við manninum til að
verja sig eða ýta honum af heimilinu
var talið að hún hefði staðið í handalög-
málum. Því fékk hún ekki bætur. – jóe
Slegin bótalaust
af fyrrverandi
STJÓRNmál Ákvörðun tveggja þing-
manna VG um að styðja vantraust
á Sigríði Andersen hefur enn ekki
verið rædd innan þingflokks VG og
eru samskipti stirð milli þingflokks-
formanns og þingmannanna tveggja
sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt
er að því að létta á andrúmsloftinu
innan flokksins með því að ræða
málið á þingflokksfundi í næstu
viku þegar allur þingflokkurinn
verður saman kominn í þinginu eftir
nefndarviku.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn
VG, greiddu atkvæði með vantrausti
á dómsmálaráðherra í síðustu viku.
Þau eru nú erlendis í erindagjörðum
á meðan nefndarvika stendur yfir.
„Andrés er á eigin vegum þann-
ig að hann yrði launalaus ef hann
tæki inn varamann. Rósa kaus ein-
hverra hluta vegna að taka ekki inn
varamann þótt hún væri erlendis
á vegum þingsins og á launum á
meðan. Ég óskaði eftir því að þau
bæði tækju inn varamann á þessum
tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir,
þingflokksformaður VG. „Það er
óhætt að segja að samskiptin eru
erfið innan þingflokksins. Það er
ekkert sérstaklega við mig frekar en
aðra en þau eru svolítið erfið og hafa
verið það og það er ekkert nýtt. Það
er óhætt að segja að frá upphafi hefur
þetta verið pínulítið þyngra en við
höfum átt að venjast fram til þessa.“
Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er
einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þing-
maður VG, í erindum erlendis. Hann
er eini þingmaður VG sem kallaði
inn varamann fyrir sig. Þingmönn-
um er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli
inn varamenn. Bjarkey segir að hún
hafi reynt að kalla inn varamann
fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því
staðfestingu né leyfi þingmannsins.
„Já, ég reyndi að gera það, ég hélt
að það væri samkomulag um það
því hún væri úti á vegum þingsins.
En hún afturkallaði það,“ segir Bjark-
ey. „Hún var ósátt og fannst ég taka
fram fyrir hendurnar á sér sem er að
mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar
bara að það væri samkomulag um
annað. Það voru kannski mistök af
minni hálfu.“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er
á fundi framkvæmdastjórnar og
stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins
í París. Hún segir það alfarið hennar
ákvörðun hvort varamaður sé kall-
aður inn eða ekki og ekki í höndum
þingflokksformanns. „Það er undir
hverjum og einum þingmanni
komið að kalla inn varaþingmann
eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn
varaþingmann í þetta sinn þar sem
nefndarvika er í þinginu og ekki nein
risavaxin mál í mínum nefndum,“
segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi
hún ekki tjá sig um málið.
sveinn@frettabladid.is
Reyna að draga úr spennu í VG
á þingflokksfundi í næstu viku
Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé
búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráð-
herra. Þingflokksformaður VG reyndi að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk án þess að spyrja hana um það.
Samskipti innan þingflokks Vinstri grænna eru stirð og fram undan er uppgjör milli þingmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR
Bjarkey Gunnars-
dóttir, þingflokks-
formaður VG.
VINNUmARkAÐUR Tveimur var í
vikunni sagt upp hjá Fríhöfninni
ehf., einkahlutafélagi sem er alfarið
í eigu Isavia ohf. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins var annar
starfsmannanna með þriggja áratuga
starfsreynslu hjá fyrirtækinu.
Að sögn Þorgerðar Þráinsdóttur
framkvæmdastjóra var mönnunum
sagt upp vegna skipulagsbreytinga.
Fækka þurfti um tvo starfsmenn í
sextán manna deild og var það gert
með þessum hætti eftir frammi-
stöðumat. Ekki væri þó
um að ræða uppsagn-
ir í stórum stíl eða
meiriháttar breyt-
ingar á rekstri Frí-
hafnarinnar. – þea
Tveimur sagt upp
hjá Fríhöfninni
Þorgerður
Þráins-
dóttir.
1 6 . m A R S 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A Ð I Ð
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
6
-B
E
F
0
1
F
3
6
-B
D
B
4
1
F
3
6
-B
C
7
8
1
F
3
6
-B
B
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K