Fréttablaðið - 16.03.2018, Side 28

Fréttablaðið - 16.03.2018, Side 28
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RÍsLeNsKuR stRANdBúNAÐuR Í Landssambandi fiskeldisstöðva eru um fimmtán fyrirtæki sem stunda eldi, bæði sjókvía- og landeldi. Tegundir í eldi á Íslandi eru fyrst og fremst lax en einnig bleikja, regnbogasilungur og sen- egalflúra, flatfiskur sem vinsæll er á borðum veitingastaða í Evrópu. Kristján Þ. Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir fiskeldi ennþá tiltölulega litla atvinnu- grein hér á landi sem fari þó vaxandi. Á síðasta ári hafi fiskeldi á Íslandi í fyrsta skipti farið upp fyrir 20.000 tonn. Þar af er laxinn rúmlega helmingur, bleikjan og regnbogasilungurinn þar á eftir og loks senegalflúran. „Vöxturinn í prósentum er mikill, aukning um 34% milli ára eða um 4.000 tonn, þrátt fyrir að sum af félögunum, sem mörg eru enn í uppbyggingarfasa, séu ekki byrjuð að slátra fiski í miklu magni. En þótt prósentan sé há er heildarframleiðslan ekki nema á pari við meðalstórt fjölskyldu- fyrirtæki í hvaða öðru landi sem er,“ segir Kristján. „Leyfisveitingaferli í fiskeldi tekur langan tíma og því hefur uppbygging tafist. Yfirleitt er um að ræða fjárfestingar upp á milljarða króna með til- heyrandi verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið, en menn halda að sér höndum varðandi ákvarðanatöku um fjárfestingar, hvort sem það er í seiðastöðvum, eldisbúnaði eða sláturhúsum og vinnslustöðvum, meðan starfsumhverfið er jafn mikið breytingum háð og það hefur verið á Íslandi. Nú hillir hins vegar undir að starfsum- hverfið verði stöðugra en til stendur að samþykkja breytingar á lögum um laxeldi á Alþingi í vor. Ríkisstjórnin og ráðherrar hennar, bæði sjávar útvegsráðherra og umhverfisráðherra, hafa staðfest stefnu fyrri ríkis stjórna um að stjórnvöld stefni á uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar til framtíðar á Íslandi. Eldið treystir því að staðið verði við þau orð. Ekki síst þar sem fiskeldið hefur sýnt sig að vera mjög vistvæn matvælaframleiðsla og við Ísland eru gerðar mjög strangar kröfur. Það er þegar staðfest af vísindamönnum Hafrannsókna- stofnunar að erfðablöndunar- hætta er mjög lítil og staðbundin. Stór hluti strandlengjunnar er lokaður fyrir eldi, en það er leyft á svæðum þar mjög lítil laxveiði er, sem er einmitt þar sem búseta hefur átt undir högg að sækja, á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. Þar getur eldið orðið og er raunar þegar orðið mikilvæg stoð í atvinnulífinu,“ segir Kristján. Útflutningstekjur fiskeldis eru þegar vel á annan tug milljarða árlega og búist er við áframhaldandi vexti í greininni á næstu árum. „Búið er að úthluta leyfum fyrir rúmlega 40.000 tonnum nú þegar og Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að úthlutað verði leyfum upp á rúm 70.000 tonn og það er án allra svokallaðra mótvægisaðgerða, það er að segja aðgerða sem miða við að koma í veg fyrir að lax í eldi hafi áhrif á villtan lax með erfðablöndun. En varfærið mat Hafrannsóknastofn- unar á mögulegu magni í eldi við Ísland á áðurnefndum svæðum er yfir 130.000 tonn. Við erum ennþá langt frá því.“ Kristján segir sambandið finna fyrir miklum áhuga á fiskeldi. „Það er mikill áhugi á fiskeldi í samfélaginu og mikil umfjöllun í opinberri umræðu. Margir vilja tjá sig en ekki eru allir með fagþekk- ingu til þessa að styðja sitt mál. Landssamband fiskeldisstöðva tekur gjarnan þátt í opinberri umræðu sem er á faglegum og rök- rænum nótum.“ Fiskeldi vaxandi atvinnugrein Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir greinina í örum vexti. Mikill áhugi sé á fiskeldi í þjóðfélaginu. Fiskeldið bindi vonir við stefnu stjórnvalda. Kristján Þ. davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. mYNd/PeR ståLe BuGjeRde Fréttablaðið.is - stendur undir nafni Lifandi fréttamiðill með nýjustu fréttum allan sólarhringinn ásamt ítarlegri umöllun um málefni líðandi stundar. 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 6 -C 8 D 0 1 F 3 6 -C 7 9 4 1 F 3 6 -C 6 5 8 1 F 3 6 -C 5 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.