Fréttablaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 30
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Það þarf að sinna ýmsum húsverkum á hverju einasta heimili, svo það er full ástæða
til þess að allir á heimilinu hjálpist
að. Auðvitað geta mjög ung börn
ekki hjálpað mikið, en krakkar
geta byrjað að hjálpa til við eitt og
annað frekar snemma og það eru
ýmis húsverk sem krakkar geta séð
um, eða í það minnsta aðstoðað
við. Það kennir þeim mikilvæga
hluti sem allir þurfa að læra og
það að bera ábyrgð og leggja sitt af
mörkum getur verið gagnlegt fyrir
þroska barnanna.
Hér eru nokkur dæmi um hús-
verk sem krakkar geta aðstoðað við:
l Uppvask er verkefni sem krakkar
geta sinnt þegar þau komast á
grunnskólaaldurinn. Þau geta
Að fá börn til að
hjálpa við húsverk
Það er mikil vinna að reka heimili og engin ástæða til þess að börn-
in hjálpi ekki til. Það eru alls kyns húsverk sem krakkar geta unnið
sem bæði kenna þeim ýmislegt gagnlegt og geta þroskað þau.
Börn geta hjálpað við húsverkin á ýmsan hátt. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY
Börn geta meðal annars hjálpað til með þvottinn.
Börn geta
hjálpað til við
uppvaskið og
jafnvel séð alveg
um það.
í það minnsta hjálpað við að
þurrka upp og á heimilum sem
hafa uppþvottavélar geta börnin
hjálpað við að fylla þær og tæma.
Þau geta líka lært snemma að
ganga frá eftir sig eftir máltíðir.
l Börn geta aðstoðað við matseld
og bakstur og eldri krakkar geta
jafnvel séð um að elda af og til.
l Það getur verið gott hópverkefni
að þvo bílinn saman.
l Krakkarnir geta hjálpað til við
að skipta á rúmum og þegar þau
eldast geta þau skipt á eigin rúmi
og búið um það.
l Börn geta líka hjálpað mikið til
við að þurrka af.
l Ef það eru gæludýr á heimilinu er
um að gera að láta börnin sjá um
að sinna þeim. Það hjálpar þeim
að læra að bera ábyrgð.
l Börn geta hjálpað við að ganga
frá hreinum þvotti og flokka
óhreinan.
l Börn geta aðstoðað við að vökva
plönturnar og það er jafnvel
hægt gefa þeim smá pláss í garð-
inum eða pott í stofunni til að
rækta sínar eigin plöntur.
l Eldri krakkar geta hjálpað við að
moka snjó frá húsinu.
l Eldri krakkar geta líka séð um
verk eins og að ryksuga og þrífa
baðherbergið.
Alls konar ávinningur
Börn geta lært ýmislegt af því að
vinna húsverk. Í fyrsta lagi læra þau
auðvitað það sem þau þurfa að gera
til að sjá um sig og heimilið, sem
kemur að góðum notum þegar þau
eldast og stofna sitt eigið heimili.
Með því að taka þátt í húsverk-
unum fá börn líka æfingu í ýmiss
konar samskiptum. Þau læra meðal
annars að tjá sig skýrt, semja og að
vinna með öðrum í liði.
Þegar þau leggja sitt af mörkum
til fjölskyldunnar læra börnin
líka að finna að þau hafi hæfni til
að gera ýmislegt og taka ábyrgð.
Þó þeim þyki verkefnin sjálf ekki
skemmtileg hafa þau líka yfirleitt
gaman af því að gera gagn.
Jafnvel mjög ung börn geta
hjálpað ef þau fá verkefni sem
henta þeim, eins og að ganga frá
dótinu sínu. Slík verkefni senda
barninu þau skilaboð að framlag
þess skipti máli.
Með því að deila álaginu af hús-
verkum fær fjölskyldan svo meiri
tíma til að eyða saman í eitthvað
skemmtilegt.
Það sem ber að forðast
Það er mikilvægt að gefa nákvæm
fyrirmæli og að kynna börnin fyrir
húsverkum hægt og rólega. Fyrst að
sýna þeim, svo að gera með þeim,
svo að fylgjast með og loks treysta
þeim til að sjá um verkefnin sjálf.
Það má ekki gera of miklar kröfur
og krefjast fullkomnunar. Börnin
verða að fá að gera mistök til að
læra af þeim.
Það versta sem hægt er að gera
er að gera hluti sem þau áttu að sjá
um fyrir þau, annaðhvort af því að
það var ekki „gert rétt“ eða þau biðu
of lengi með að ganga til verks. Það
sendir þau skilaboð að þau ráði
ekki við þetta, kemur í veg fyrir að
þau læri og kennir þeim um leið að
ef þau gera ekki eitthvað, eða gera
það „rangt“, þá reddi foreldrarnir
málunum.
Sumir nota vasapeninga til að
hvetja börn til að vinna húsverk.
Það getur verið gagnlegt, en það
verður að vera skýrt að þessir hlutir
eru þess virði að gera, hvort sem er
greitt fyrir þá eða ekki.
Síðast en ekki síst er mjög mikil-
vægt að hæla börnunum snemma
og oft og hvetja þau þannig áfram.
#TOMMYXGIGI TOMMY.COM
A SPECIAL COLLECTION BY
GIGI HADID
Tommy Hilfiger úrin fást hjá eftirtöldum verslunum
GÞ. skartgripir & úr, Bankastræti 12 | Michelsen úrsmiðir, Kringlunni 8-12 | Jón & Óskar, Laugavegi 61 | Jón&Óskar, Kringlunni 8-12
Jón&Óskar, Smáralind | Meba Kringlunni 8-12 og Meba Smáralind | Klukkan Hamraborg | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri
Klassík, Egilstöðum | Guðmundur B. Hannah, Akranesi | Tímadjásn, Grímsbæ
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
6
-D
C
9
0
1
F
3
6
-D
B
5
4
1
F
3
6
-D
A
1
8
1
F
3
6
-D
8
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K