Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
JEEP GRAND CHEROKEE
MEST VERÐLAUNAÐI JEPPI Í HEIMI
®
Staðalbúnaður m.a: Led/BI-Xenon framljós, 8,4” snertiskjár með bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hiti í sætum, lykillaust aðgengi og ræsing,
rafdrifin framsæti, stillanleg aftursæti, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu,
regnskynjari, aðgerðastýri, raddstýrt útvarp o.mfl.
DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
HÁTT OG LÁGT DRIF
VERÐ FRÁ: 8.690.000 KR.
Sý
nd
ur
b
íll
á
m
yn
d
G
ra
nd
C
he
ro
ke
e
Su
m
m
it.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.VERÐLÆKKUN
Efnahagsmál Miðstjórn ASÍ ákvað
í gær að Alþýðusambandið myndi
ekki taka sæti í þjóðhagsráði, þrátt
fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið
að útvíkka erindi ráðsins og ræða
félagslegan stöðugleika ásamt efna-
hagslegum stöðugleika.
Það er mat miðstjórnar ASÍ að
fram undan séu átök um grund-
vallarmál eins og fjármögnun vel-
ferðarkerfisins, skattamál, launa-
stefnu og jöfnuð. Umræða um þessi
mál fer ekki fram í þjóðhagsráði, að
mati miðstjórnar, heldur í beinum
tengslum við gerð nýrra kjarasamn-
inga í haust.
Ákvörðun um stofnun þjóðhags-
ráðs var tekin árið 2015, m.a. að
frumkvæði ASÍ. Tæp tvö ár eru síðan
þjóðhagsráð kom fyrst saman en það
hefur hingað til starfað án samtaka
launafólks. – jhh
ASÍ hundsar
þjóðhagsráð
stjórnsýsla Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, hefur undirritað nýja reglu-
gerð um skráningu afla á opinber-
um sjóstangveiðimótum en slík mót
eru haldin víða um land á hverju
sumri á vegum sjóstangveiðifélaga.
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins
segir að með reglugerðinni sé leitast
við að einfalda framkvæmd afla-
skráningar en sjóstangveiðifélög-
unum eru með lögum um stjórn
fiskveiða tryggðar fullnægjandi
aflaheimildir vegna mótanna og
skal tekjum af sölu aflans ráðstafað
til að standa á móti kostnaði við
mótshaldið. . - jhh
Nýjar reglur um
sjóstangveiði
Gylfi
Arnbjörnsson.
mEnntun Verzlunarskóli Íslands
ætlar í apríl að leggja próf fyrir nem-
endur sem eru að ljúka námi eftir
þriggja ára nám og þá sem eru að
ljúka námi eftir fjögurra ára nám.
Prófað verður í íslensku og stærð-
fræði.
„Við tókum ákvörðun og lögðum
mikla vinnu í að stytta námið um
eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti
árgangurinn er kominn í gegnum
allt og við útskrifum núna næstum
helming allra nemenda skólans,
540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson,
skólastjóri Verzlunarskólans.
Ingi segir að skólinn hefði helst
viljað fá utanaðkomandi aðila til að
vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta
á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég
hafði áhyggjur af því að við sæjum
ekki veikleikana sjálf og svo fram-
vegis,“ segir Ingi. Það hafi aftur á
móti ekkert komið frá ráðuneytinu
varðandi þetta. „Menntamálastofn-
un ætlaði að gera það en svo hættu
þeir við. Það sem þeir gera hins vegar
er að þeir láta okkur í té gömul próf.
Við fáum aðgang að prófabanka hjá
þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans
muni þá velja úr þessum banka og
búa til próf fyrir nemendur í íslensku
og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir
báða árgangana og reyna að meta
hvort þau standi jafnfætis í þessu,“
segir Ingi.
Til viðbótar mun skólinn vera
með rýnihópa þar sem talað er við
nemendur sem eru að ljúka þriggja
ára náminu og hugsanlega líka ein-
hverja sem eru að ljúka fjögurra ára
náminu. „Svo verðum við með rýni-
hópa þar sem talað verður við kenn-
ara,“ segir Ingi og bætir við að sér-
fræðingar hjálpi til við verkið. – jhh
Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum
Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.
Ingi
Ólafsson.
kirkjumál Agnes Sigurðardóttir,
biskup Íslands, hefur framlengt
leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknar-
prests í Grensáskirkju, ótímabund-
ið. Hefur hann verið í leyfi nánast
sleitulaust frá því í maí á síðasta ári.
Háttsemi sr. Ólafs í garð tveggja
kvenna var talin ósiðleg af úr-
skurðar nefnd þjóðkirkjunnar og
biskupi gert að ljúka einu málinu.
Biskupsritari segir Agnesi ætla að
vinna málið vandlega. – sa
Séra Ólafur
áfram í leyfi
skipulagsmál Bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar staðfesti á fundi sínum á
þriðjudag ákvörðun umhverfis- og
skipulagsráðs sveitarfélagsins um
deiliskipulag fyrir Framnesveg 9 til
11. Sundhöll Keflavíkur stendur við
Framnesveg 9. Húsið er hannað af
Guðjóni Samúelssyni og hefur Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi
ráðherra, sett á stofn samtök um
varðveislu þess. Ákvörðunin felur í
sér að Sundhöllin verður rifin.
Í fundargerð umhverfis- og skipu-
lagsráðs frá 13. mars segir:
„Deiliskipulagið er í samræmi
við aðalskipulag 2015-2030 en á
þessu svæði er áætluð íbúðabyggð
með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki
friðuð og samræmist ekki notkun
svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi
Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.“
Fyrirhugaðar framkvæmdir á lóð-
unum tveimur hlaupa á nokkrum
milljörðum króna en Sundhöllin
hafði verið til sölu um nokkurra
ára skeið þegar Landsbankinn seldi
hana til eignarhaldsfélags feðganna
fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra.
Ekki var til deiliskipulag fyrir lóð-
ina. Kaupandinn mun hafa keypt
í þeirri von að nýtt deiliskipulag
yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð
fyrir íbúðabyggð á svæðinu.
Fyrir áttu feðgarnir einnig lóðina
að Framnesvegi 11 og óskað var
heimildar hjá umhverfis- og skipu-
lagsráði til deiliskipulagsvinnu fyrir
þá lóð í nóvember 2014.
Una María Unnarsdóttir, bróður-
dóttir eiganda lóðanna, sem á sæti í
umhverfis- og skipulagsráði sat hjá
við afgreiðslu málsins.
Í nóvember 2017 ákvað umhverf-
is- og skipulagsráð að auglýsa deili-
skipulagstillöguna og aftur sat Una
María hjá við afgreiðslu málsins. Í
hvorugu tilvikinu bera fundargerðir
með sér að skiptar skoðanir séu um
afgreiðslu málsins.
Við fyrrgreinda afgreiðslu deili-
skipulags fyrir lóðirnar í síðustu
viku brá hins vegar svo við að Una
María sat ekki hjá líkt og áður
heldur myndaði meirihluta fyrir
tillögunni með tveimur öðrum
fulltrúum ráðsins. Tveir fulltrúar
greiddu hins vegar atkvæði gegn
tillögunni og vísuðu í bókun til
mögulegrar skaðabótaskyldu sem
sveitarfélagið gæti skapað sér færi
svo að Sundhöllin yrði skyndifriðuð
af Minjastofnun.
Minjastofnun hefur þegar skilað
áliti um málið þess efnis að stofn-
unin muni ekki beita sér fyrir frið-
lýsingu hússins og sé það í höndum
sveitarfélagsins að ákvarða framtíð
þess.
Una María vísaði sem fyrr segir
til lögfræðiálits um hæfi sitt og segir
engin tengsl milli sín og eigenda
lóðanna þrátt fyrir skyldleikann.
„Ég átti samtöl líka við minn flokk,
Beina leið, og í þeim samtölum kom
fram að það hefði verið alveg sama
hver hefði setið fundina fyrir flokk-
inn, niðurstaðan hefði alltaf verið sú
sama,“ segir Una.
adalheidur@frettabladid.is
Hafa tekið ákvörðun um að
rífa Sundhöllina í Keflavík
Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrr-
verandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úr-
slitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess.
Sundhöllin er ekki
friðuð og samræmist
ekki notkun svæðisins
samkvæmt Aðalskipulagi.
Úr fundargerð umhverfis- og skipu-
lagsráðs frá 18. mars
2 2 . m a r s 2 0 1 8 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-D
F
A
8
1
F
4
4
-D
E
6
C
1
F
4
4
-D
D
3
0
1
F
4
4
-D
B
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K