Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 10
S TA Ð S E T N I N G : H Ó T E L R E Y K J AV Í K N AT U R A T Í M A S E T N I N G 2 3 . M A R S K L . 12 S K R Á N I N G F E R F R A M Á I S AV I A . I S/ V E I T I N G A R E K S T U R K Y N N I N G A R F U N D U R V E G N A Ú T B O Ð S Á R Ý M I U N D I R V E I T I N G A R E K S T U R Í S U Ð U R - B Y G G I N G U F L U G S T Ö Ð V A R L E I F S E I R Í K S S O N A R Isavia leitar að aðila með góða reynslu af veitingarekstri og hefur yfir að ráða vörumerki sem býður upp á afgreiðslu á mat úr fersku hráefni á innan við tveimur mínútum. Gerð er krafa um að viðkom- andi bjóði upp á pítsur í sneiðum, fersk salöt o.fl. Nánari upplýsingar verða kynntar á fundinum. V I Ð S K I P T A T Æ K I F Æ R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I : G E T U R Þ Ú E L D A Ð F Y R I R M I L L J Ó N I R F A R Þ E G A ? Bandaríkin Tveir hafa fallið og sex særst í röð sprengjuárása í Austin, höfuðborg Texas-ríkis Bandaríkj- anna. Mark Anthony Conditt, sem grunaður er um aðild að málinu, féll í umfangsmikilli lögregluaðgerð í gær. Árásirnar hófust 2. mars síðastlið- inn þegar sprengja sprakk á heimili 29 ára manns í borginni. Maðurinn lét lífið í sprengingunni. Annað fórnar lamb dó svo ellefu dögum síðar en nýjasta árásin var gerð á þriðju- dag. Særðist þá einn lítils háttar. Lögreglan í Austin komst á snoðir um meintan árásarmann á þriðjudaginn þegar farið var yfir myndbandsupptökur úr útibúi póstfyrirtækisins FedEx í úthverfi í suðurhluta borgarinnar. Þar hafði sprengja þriðjudags sprungið. Um póstsprengju var að ræða sem átti að senda inn í borgina. Eftir að hafa skoðað vafrasögu hins grunaða, sem innihélt leitir að fyrirtækjum sem sæju um pakka- sendingar, náði lögregla að finna bifreið hans. Í gærmorgun tóku lögregla og alríkislögregla sér svo stöðu í kringum bílastæði við hótel í bænum Round Rock. Hinn grunaði keyrði á brott á meðan lögregla beið eftir liðsstyrk Hinn grunaði féll fyrir eigin hendi í Texas-ríki Mark Anthony Conditt, grunaður um að standa að sex sprengjuárásum í Texas, féll fyrir eigin hendi þegar lögregla veitti honum eftirför í gær. Tveir fórust í árás- unum sex. Bandaríkjaforseti segir lögreglu hafa unnið mikið þrekvirki. afganistan Þótt hryðjuverkasam- tökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst nærri allt það landsvæði sem þau sölsuðu undir sig á undan- förnum árum eru þau enn fær um að valda gífurlegu tjóni. ISIS-liðar lýstu yfir ábyrgð á tveimur árásum sem gerðar voru í gær. Önnur þeirra var gerð í norðurhluta Íraks og hin í afgönsku höfuðborginni Kabúl. ISIS-liðinn Talha al-Bish- awri sprengdi sig í loft upp í Kabúl þar sem sjíamúslimar voru að fagna nowruz, íranska nýárinu. Íslamska ríkið, sem og önnur hryðjuverka- samtök, telja að íranska nýárið stangist á við íslam.  Í ábyrgðar- yfirlýsingu samtakanna segir að um hundrað hafi farist en afganskir miðlar segja að 26 hafi fallið hið minnsta. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina harðlega í gær. Sagði hana glæp gegn mannkyninu. „Forsetinn hefur skipað viðeigandi aðilum að gera allt sem hægt er til að græða sár þeirra særðu og vottar aðstandendum fórnarlamba samúð sína,“ sagði í yfirlýsingu.  Samtökin réðust einnig á sjíamúsl ima í Írak, nánar tiltekið á veginum á milli Bagdad og Kirkuk í norðurhluta landsins. ISIS-miðill- inn Amaq greindi frá því að skotið hafi verið á fórnarlömbin með sjálf- virkum rifflum á meðan þau voru um borð í rútu sinni og dóu 35 eða særðust í árásinni. – þea ISIS felldi tugi í tveimur árásum í Írak og Kabúl Baráttunni gegn ISIS er ekki lokið þótt samtökin hafi misst höfuðvígi „Kalífa­ dæmisins“. Myndin er úr safni. NordIcphotoS/AFp Lögregla safnar gögnum í útibúi FedEx sem varð fyrir árás. NordIcphotoS/AFp og ákváðu lögreglumennirnir að elta hinn grunaða. Þegar bíll hans stoppaði loks gengu vopnaðir lög- reglumenn að bílnum. Hinn grunaði sprengdi hins vegar sprengju sína og svipti sig þannig lífi með þeim afleiðingum að einn lögreglumaður særðist. Lögregla beindi þeim tilmælum til borgarbúa að vera vel á varð- bergi og gera yfirvöldum viðvart ef þeir fyndu grunsamlega pakka. „Við vitum ekki hvar hinn grunaði hefur verið undanfarinn sólarhring. Það er mögulegt að fleiri sprengjur séu í dreifingu,“ sagði Brian Manley lög- reglustjóri. „GRUNAÐI ÁRÁSARMAÐURINN Í AUSTIN ER DÁINN. Lögregla vann frábært starf !“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, um málið. thorgnyr@frettabladid.is 2 2 . m a r s 2 0 1 8 f i m m t U d a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 5 -0 2 3 8 1 F 4 5 -0 0 F C 1 F 4 4 -F F C 0 1 F 4 4 -F E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.