Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 22
Á þessum degi fyrir 70 árum kom út
skáldsagan Atómstöðin eftir Halldór
Laxness. Hún seldist upp hjá forlaginu
samdægurs. Bókin, sem er ein af 14
skáldsögum sem Halldór gaf út, segir
frá bóndadótturinni Uglu að norðan
sem kemur til Reykjavíkur til að læra á
orgel. Hún ræður sig í vist hjá þing-
manninum og heildsalanum Búa
Árland og lærir hjá Organistanum.
Atómstöðin var mjög umdeild við
útgáfu enda snerti hún á mörgum hita-
málum samfélagsins. Halldór sjálfur
lýsti Atómstöðinni sem innleggi „inn í
pólitískt hitamál“.
Þann 7. ágúst árið 1949 var skrifað
um bókina í Alþýðublaðið. Þar sagði
meðal annars: „Atómstöðin er
misheppnaðasta skáldsaga Hall-
dórs Kiljans Laxness. Eina persóna
bókarinnar, sem höfundurinn leggur
sig fram við að lýsa og metur einhvers
er burgeisinn og „landsölumaðurinn“
Búi Árland. Kristinn E. Andrésson
og „bókmenntafræðingarnir“ Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi og Magnús
Kjartansson myndu áreiðanlega for-
dæma jafn borgaralega skáldsögu og
Atómstöðina, ef höfundurinn væri
ekki kjósandi kommúnistaflokksins
og einlægur aðdáandi rússnesku
kúgunarinnar.“
Árið 1984 var gefin út kvikmynd eftir
Atómstöðinni. Leikstjóri var Þorsteinn
Jónsson og með aðalhlutverk fóru
þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar
Eyjólfsson. Kvikmyndin Atómstöðin
var sýnd á fjölmörgum kvikmyndahá-
tíðum erlendis, meðal annars Cannes
Internation Film Festival.
Þ etta g e r ð i st 2 2 . m a r s , 1 9 4 8
Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út og seldist upp
1867 Borgarnes við Brákarpoll verður löggiltur verslunar-
staður. Borgarnes hlýtur kaupstaðarréttindi 24. október
1987.
1924 Ríkisstjórn Jóns Magnússonar, sú þriðja undir forsæti
hans, tekur við völdum. Hún situr þar til í júlí 1926.
1972 Í ljós kemur að Geirfugladrangur, vestur af Eldey,
hafði hrunið eða sokkið í sæ. Drangurinn, sem er grunnlínu-
punktur landhelginnar, var áður um tíu metra hár en kemur
nú aðeins upp úr sjó á fjöru.
1982 Geimskutlan Columbia heldur í sína þriðju geimferð.
1986 Kvikmyndin Eins og skepnan deyr frumsýnd í Reykja-
vík.
1993 Intel setur fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.
1995 Valeríj Poljakov snýr aftur til jarðar eftir að hafa dvalið
438 daga í geimnum.
1996 Fyrsti tölvuleikurinn í leikjaröðinni Resident Evil
kemur út í Japan.
Merkisatburðir
skemmtikrafturinn og uppi-standarinn rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda
upp á stórafmælið.
„Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég
ætla frekar að reyna að gleyma því að ég
sé orðinn svona gamall,“ segir rökkvi og
hlær þegar hann er spurður út í hvort
hann ætli ekki að halda afmælisveislu í
tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi
keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt
um að maður á fimmtugsaldri hefði lát-
ist. Hugsaðu þér.“
rökkvi ætlar þó að halda uppistand
undir yfirskriftinni Fertugur gamall
fauskur reynir að vera fyndinn á laugar-
daginn sem hann segir vera hálfgert
afmælisuppistand. Í uppistandinu mun
hann koma inn á hræðslu sína við aldur-
inn. „Ég verð með uppistand á akranesi
á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það
má segja að ég sé pínu að halda upp á
hvað ég er orðinn gamall með því. Ég
ætla meðal annars að segja frá því þegar
manni fór að finnast maður gamall fyrst.
Það var þegar maður fór að horfa á eftir
einhverjum sætum gellum en þær voru
allar að ýta á undan sér barnavögnum.
Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður
alltaf verra og verra,“ segir rökkvi og
hlær.
„svo eru núna að koma til mín ein-
hverjir fullorðnir menn og segjast hafa
verið aðdáendur einhvers sem ég gerði
þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf
verið að minna mann á aldurinn.“
spurður út í hvort hann hafi alltaf
verið svona hræddur við aldurinn segir
rökkvi: „Ég held að maður reyni bara
að hugsa sem minnst út í það. en þegar
maður er fertugur grínisti þá fer maður
að hugsa með sér hvort maður ætti ekki
að fara að hegða sér eins og maður.“
rökkvi er minna spenntur fyrir þess-
um tímamótum sem hann stendur á og
meira spenntur fyrir helginni. „akranes
er í miklu uppáhaldi hjá mér, skaga-
menn hlæja nefnilega bara að öllu, líka
hlutum sem flestir myndu bara hneyksl-
ast á,“ segir hann kíminn.
gudnyhronn@frettabladid.is
Alltaf verið að minna hann
á hækkandi aldurinn
Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á afmælið
í dag enda er hann ekki mikið afmælisbarn. Hann ætlar þó að halda uppistand um helg-
ina í staðinn þar sem hann mun meðal annars fjalla um tímamótin sem hann stendur á.
Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag en er ekki beint hoppandi kátur með þennan merkilega áfanga.
Ég ætla frekar að reyna
að gleyma því að ég sé
orðinn svona gamall.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Betu Einarsdóttur
Langholtsvegi 39.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar á
Skjóli fyrir góða umönnun og hlýju.
Fjalarr Sigurjónsson
Anna Fjalarsdóttir Gísli Skúlason
Máni Fjalarsson Anna Einarsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir og hlýhugur til
allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Önnu Hjörleifsdóttur
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Grund fyrir alveg
sérstaklega faglega og kærleiksríka umönnun.
Sigdís Sigmundsdóttir
Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð
Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir
Lárus Sigmundsson
Þóra Arnheiður Sigmundsd. Jóhannes Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Hermannsson
fyrrverandi tollstjóri,
Hlíðarhúsum 3-5,
áður Álftamýri 39,
lést þriðjudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 27. mars kl. 13.00.
Ragna Þorleifsdóttir
Þóra Björnsdóttir Jón H.B. Snorrason
Gústaf Adolf Björnsson Guðrún Gunnarsdóttir
Hermann Björnsson Eiríka Ásgrímsdóttir
Jónas Björnsson María Markúsdóttir
Hlín Brynjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
Skúli Sveinsson
frá Hvannstóði,
er lést 4. mars að heimili sínu, Borg,
Borgarfirði eystra, verður jarðsunginn
frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn
24. mars kl. 14.00.
Systkinin frá Hvannstóði.
2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r22 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð
tímamót
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-F
D
4
8
1
F
4
4
-F
C
0
C
1
F
4
4
-F
A
D
0
1
F
4
4
-F
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K