Fréttablaðið - 22.03.2018, Page 30
Úr sýningunni
LoveStar
eftir Andra Snæ
Magnason.
Þarna er Edda í
hlutverki sínu.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429
Edda Sól Jakobsdóttir er frá Grindavík en ákvað að ganga menntaveginn á Akureyri og er mjög ánægð með þá ákvörðun.
Leikfélagið vakti mikla athygli í fyrra fyrir uppfærslu sína á söngleiknum Anný en Edda
Sól lék einnig í því verki. LoveStar
er söngleikjagerð vísindaskáld-
sögu eftir Andra Snæ sem Einar
Aðalsteinsson leikstýrir. Edda er
á lokaári í Menntaskólanum á
Akureyri og útskrifast í vor. „Stjórn
leikfélagsins ákvað að setja þetta
verk upp í samráði við leikstjórann.
Við breyttum handritinu töluvert
og gerðum verkið að söngleik.
Andri Snær var mjög opinn fyrir því
að við gerðum það sem við vildum
með verkið, breyttum til dæmis
karlahlutverkum í kvenhlutverk og
öfugt. Við frumsýndum 9. mars við
mjög góðar undirtektir gesta í Hofi.
Þetta er búið að vera frábært ferli
og æðislegt tækifæri fyrir okkur í
menntaskólanum að koma fram í
Hofi sem er meiriháttar salur. Auk
þess er leikritið skemmtilegt og við
leikendur höfum skemmt okkur
vel,“ segir Edda Sól.
Andri Snær kom á frumsýningu
verksins og Edda segir að hann hafi
verið mjög sáttur. „Það var æðislegt
að hitta Andra og rabba við hann.
Það var líka gaman hvað hann var
ánægður með sýninguna,“ segir
Edda.
Um fimmtán manns koma fram
í sýningunni, leikarar, dansarar og
kór. „Það er mikill áhugi á leik-
listarfélaginu í skólanum. Margir
nemendur koma í prufur. Ég er
búin að vera í leikfélaginu öll árin
mín hér og þar sem þetta er síðasta
árið mitt er ekki leiðinlegt að
enda á svona flottri sýningu,“ segir
Edda sem stefnir á fjölmiðlafræði í
Háskólanum á Akureyri næsta ár.
„Þrátt fyrir leiklistaráhugann langar
mig meira í fjölmiðlafræði,“ segir
hún. „Ég hef líka mikinn áhuga á
framkomu og hef lært margt um
hana í leiklistinni. Leiklistin kemur
alltaf að góðum notum og ég vonast
til að halda áfram í áhugamanna-
leikhúsi.“
Nemendur útskriftarbekkjar fóru
í útskriftarferð til Króatíu á síðasta
Frábær tækifæri
hjá MA á Akureyri
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri verður með síðustu
sýningu á LoveStar eftir Andra Snæ Magnason í Hofi í
kvöld. Edda Sól Jakobsdóttir leikur eitt aðalhlutverkið.
ári. „Hefð er fyrir því að fara í ferða-
lag á þriðja ári en það mun væntan-
lega breytast þegar menntaskólinn
styttist í þrjú ár. Þetta eru búin að
vera fjögur góð ár á Akureyri og
margt að gerast. Ég hef eignast fullt
af vinum og líður vel hérna.“
Edda Sól er Grindvíkingur
en ákvað að fara til Akureyrar í
menntaskóla. „Heimavistin gerði
mér kleift að vera hér í námi. Ég sé
alls ekki eftir að hafa valið þennan
skóla. Ég hef fengið fullt af góðum
tækifærum í leiklistinni, ég er rit-
stjóri skólablaðsins og hef verið í
skemmtinefnd. Það hefur því verið
nóg að gera og mjög skemmtilegur
tími. Mér finnst góð tilbreyting að
prófa að búa annars staðar á land-
inu. Ég sé líka betur hvað foreldrar
mínir gera mikið fyrir mig.“
AKUREYRI
THERMAL POOL
Enjoy the Water World Every Icelander Loves
SUNDLAUG
AKUREYRAR
Va t n a v e r ö l d f j ö l s k y l d u n n a r
www.visitakureyri.isSími: 461 4455
Opið á skírdag, föstudaginn langa,
laugardag og páskadag 9.00-19.00.
Annar í páskum opið 9.00-18.30.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R NoRÐuRLANd
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-E
4
9
8
1
F
4
4
-E
3
5
C
1
F
4
4
-E
2
2
0
1
F
4
4
-E
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K