Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 34
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . m A R s 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R NoRÐuRLANd Eimskips gámastökkið er stærsti viðburður hátíðarinnar. mYNd/ERLENduR ÞÓR mAGNÚssoN Það er fjör í sjallanum þegar AK Extreme fer fram. mYNd/HREGGVIÐuR ÁRsÆLssoN Eimskips gámastökkið er stærsti viðburðurinn. mYNd/ERLENduRÞÓRmAGNÚssoN AK Extreme er snjóbretta- og tónlistarhátíð sem fer fram 5.-.8 apríl næstkomandi og hefur verið haldin næstum árlega síðan 2002, með örfáum hléum,“ segir Hreggviður Ársælsson, einn af aðstandendum AK Extreme. „Þetta byrjaði sem veisla, en hefur aldeilis undið upp á sig og notið aukinna vinsælda, bæði sem skemmtun á svæðinu og afþreying fyrir fólk fyrir norðan almennt.“ Alls kyns vetraríþróttavið- burðir „Hátíðin byrjar á fimmtudagskvöld- inu með brunkeppni í boði Origo sem endar svo í grillveislu í Hlíðar- fjalli,“ segir Hreggviður. „Það mega allir taka þátt í brunkeppninni og renna sér á skíðum, snjóþotu, bretti eða hverju sem er sem kemst niður brekkuna. Svo höldum við grill- veislu með tónlist, gleði og góðri stemningu. Á föstudagskvöld er svo mót í Gilinu á Akureyri, sem heitir Burn jib keppni,“ segir Hreggviður. „Það er keppni sem er svolítið skyld hjólabrettakeppni. Við setjum upp handrið til að renna sér á og það er stokkið yfir bíla og annað slíkt, þannig að þetta er svona göturennsli, sem er orðið mjög vin- sælt um allan heim. Allir sem hafa reynslu af að taka þátt í jib mótum eru velkomnir, án þess að skrá sig eða neitt, en eftir um klukkutíma rennsli velur dómnefnd, sem fylgist vel með því sem fer fram á svæðinu, nokkra aðila til að keppa til úrslita. Á laugardagskvöld er svo stærsti viðburðurinn, Eimskips gáma- stökkið, þar sem keppt er bæði á snjósleða, skíðum og snjóbrettum,“ segir Hreggviður. „Það fær enginn að taka þátt í því nema hafa verið boðið sérstaklega af dómnefndinni okkar. Ástæðan er sú að við viljum ekki senda neinn upp á gámana nema þeir hafi reynslu. Þannig að bara þau færustu fá að taka þátt. Fjöldi keppenda kemur til Akureyrar til að taka þátt í íþrótta- viðburðunum, bæði íslenskir og erlendir,“ segir Hreggviður. „Í ár verðum við með þó nokkra erlenda keppendur, meðal annars AK Ex- treme kónginn, Zoltan Strcula frá Slóvakíu, sem vann í fyrra á snjó- bretti. Við fáum líka þrjá erlenda skíðakeppendur sem ætla að taka þátt í gámastökkinu. Sunnudagurinn er svona rólegi dagurinn okkar, sem flestir gestir nota til að skemmta sér í Hlíðar- fjalli, og þá heldur Fimleikafélag Akureyrar líka AK Extreme Parkour-mót sem fer ört stækk- andi,“ segir Hreggviður. Öflug tónlistardagskrá Auk íþróttaviðburðanna verður öflugt skemmtanalíf í bænum á meðan hátíðin stendur yfir. „Í ár ætlum við aftur að hefja hátíðina Einstök snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri Dagana 5.-8. apríl verður snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme haldin á Akureyri. Hátíðin er reglu- legur gestur sem býður upp á frábæra skemmtun fyrir alla aldurshópa og setur fjörlegan brag á bæinn. á Græna hattinum með tónleikum og partíi á fimmtudagskvöldinu. Þar ætla Une Misère og Dr. Spock að bomba í nokkur desíbel,“ segir Hreggviður. „Þannig að eftir gott hlé verður hið ógleymanlega byrjunar- partí AK Extreme haldið aftur. Þetta hafa verið epísk kvöld eins og elstu menn muna. Það hefur líka aldrei verið eins ódýrt inn á Græna hatt- inn eins og þetta kvöld, það kostar bara 1.500 kall. Yfir helgina spilar svo rjóminn af íslensku hipphoppsenunni á tveggja daga hátíð í Sjallanum. Þar má nefna Jóa Pé og Króla, Aron Can, Birni, Flona, Young Karin, Emmsjé Gauta og fleiri,“ segir Hreggviður. Í ár lofar Burn svo að bjóða upp á kraftmikla og glæsilega eldvörpu- sýningu á föstudags- og laugar- dagskvöld,“ segir Hreggviður. „Þeir sem þekkja til vita að Burn hefur verið með glæsilegar eldvörpur á svæðinu hingað til, en í ár er lofað stærra og skemmtilegra kerfi en hefur nokkru sinni verið sýnt áður í Gilinu.“ Einstök stemning „Það sem gerir AK Extreme einstaka hátíð er samstarfsvilji allra fyrir- tækja og vina okkar sem vinna að þessu með okkur,“ segir Hreggviður. „Þetta er einstakt snjóbrettamót út af þessari fjölskyldustemningu sem er ráðandi. Menn eru allir af vilja gerðir að hjálpa og við fáum gríðar- legan stuðning. Við viljum endilega þakka öllum sem koma að þessu innilega fyrir allt. Það eru allir svo glaðir og það gengur allt svo vel að við gætum ekki verið ánægðari með hvernig þetta hefur gengið. Við höfum líka fengið mikið hrós fyrir og ég held að Akureyringar í heild sinni séu bara nokkuð ánægðir með okkur,“ segir Hreggviður að lokum. Hægt er að fylgjast með AK Ex- treme á facebook.com/akextreme- iceland/. 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -D 5 C 8 1 F 4 4 -D 4 8 C 1 F 4 4 -D 3 5 0 1 F 4 4 -D 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.