Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 36

Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 36
Norðurland á sér afar merkilega sögu og þar eru fjölmörg söfn og fræða- setur sem áhugavert er að skoða. Síldarminjasafnið á Siglufirði er eitt þeirra og þeir sem leggja leið sína norður ættu ekki að láta safnið fram hjá sér fara. Síldarminja- safnið er eitt af stærstu söfnum landsins. Sýningar þess eru í fimm húsum, sem samtals eru 2.500 fermetrar. Safnið hefur frá því það var opnað hlotið margvísleg verð- laun og viðurkenningar, svo sem Nýsköpunarverðlaun Ferðamála- ráðs, Íslensku safnaverðlaunin og Umhverfisverðlaun Ferðamála- stofu. Á safninu fá gestir tækifæri til að kynnast síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins en sú saga er samofin sögu Siglufjarðar. Síldarminjasafn- ið er opið alla daga frá maí og fram í september en eftir samkomulagi frá október og fram í apríl. Verðlaunasafn á Siglufirði Síldarminjasafnið er heimsóknar- innar virði. MYND/AUÐUNN NíelSSoN Með sveigjanlegu vali dagsetninga getur þú tryggt þér lægra verð hjá Air Iceland Connect. Enda hafa Íslendingar alltaf kunnað að haga seglum eftir vindi. Finndu rétta daginn fyrir þitt flug á airicelandconnect.is Nú er lag Ásbyrgi er stórkostleg náttúrusmíð með allt að 100 m háum hamraþiljum, sem hækka eftir því, sem innar kemur í gljúfrið. Innst er Botnstjörn með mikilli grósku allt um kring. Ásbyrgi er 3,5 km langt og um 1,1 km breitt. Í miðju þess er standberg, Eyjan, sem er allt að 250 m breitt. Byrgið er skógi vaxið, einkum birki og víði auk reynis. Nokkur þúsund barrtré voru gróðursett þar og dafna vel. Fýllinn verpir í þverhníptum hömrunum en aðrir fuglar í trjáreitum og móum. Talið er að Ásbyrgi hafi myndast við að minnsta kosti tvö hamfarahlaup úr Vatnajökli, annað fyrir 8-10 þúsund árum en hið síðara fyrir u.þ.b. þrjú þúsund árum. Síðan hefur Jökulsá fært sig til austurs. Þjóðsagan segir að hinn áttfætti hestur Óðins, Sleipnir, hafi stigið þar niður fæti þegar goðið var á yfirreið. Ásbyrgi er í eigu Skógræktar ríkisins, en er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og í umsjá hans. Nánar um Ásbyrgi og Vatnajökulsþjóðgarð, www.vatnajokulsthjodgardur.is/ Merkileg náttúrusmíð 8 KYNNINGARBlAÐ 2 2 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R NoRÐURlAND Síldin hefur lengi fylgt Norður-landi og mátti m.a. finna eina af aðalstöðvum síldveiða landsins, snemma á 20. öldinni, á Hjalteyri. Hér er einföld uppskrift að heitreyktri síld. Fyrir fjóra 4 stykki heil síld, slógdregin, hreinsuð og hreistruð Saltpækill: 2 lítrar vatn 400 g sjávarsalt 200 g púðursykur 2 hvítlauksgeirar, marðir 1 lárviðarlauf 1 teskeið svört piparkorn 1 stjörnuanís Fyrir saltpækilinn: Blandið öllu saman í potti og náið upp suðu. Kælið pækil alveg niður og setjið síldina í pottinn. Látið hana marinerast í 5 klst. Takið síldina úr pæklinum og látið þorna. Fyrir reykingu: Raðið kolum í hálfhring í botninn á kúlulaga kolagrilli. Hafið röðina tvo kolamola á breidd og tvo á hæð. Raðið viðarbútum ofan á kolin. Kveikið í fimm öðrum kolamolum og þegar þeir eru orðnir gráir og heitir, setjið þá þétt upp við annan endann á kolaröð- inni. Setjið álform með vatni í hinn hluta grillsins og leggið grindina ofan á. Raðið fiskunum með magann niður, þannig að þeir snúi uppréttir, á þann hluta grillsins þar sem kolin eru ekki. Lokið grillinu og heitreykið síldina í um 4-6 tíma. Berið fram með t.d. kartöflusalati og ofnsteiktu grænmeti. Heimild: www.hidblomlegabu. Heitreykt síld 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -E 9 8 8 1 F 4 4 -E 8 4 C 1 F 4 4 -E 7 1 0 1 F 4 4 -E 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.