Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 58
Nemendur Herdísar Egilsdóttur kennara í Ísaksskóla 1953 - 1999 ATHUGIÐ! Laugardaginn 7. apríl næstkomandi frá kl. 14.00 - 17.00 ætla nemendur, foreldrar og Herdís að hittast og rifja upp gamlar minningar, gleðjast saman og njóta kaffiveitinga í Ísaksskóla. Herdís kenndi í 45 ár og verður 84 ára í sumar - það segir sig sjálft að fjölmargir nemendur hafa notið x leiðsagnar hennar og þess vegna þurfum við að vera vel undir það búin að margir hafi hug á að koma. Nemendur/foreldrar eru því beðnir að senda SKILABOÐ á netfangið nemendurherdisar@gmail.com eða hringja í Halldóru (dóttur Herdísar og nemanda) í síma 772 2408 til að tilkynna þátttöku eða senda kveðju.x Þau sem vilja aðstoða við undirbúning eða eiga myndir eða minjagripi mega endilega láta vita af sér. nemendurherdisar@gmail.com - s: 772 2408 Undirbúningsnefndin Heilsan okkar Vísindarannsóknin Áfallasaga kvenna Edda Björk Þórðardóttir doktor í lýð- heilsuvísindum ErlEndar rann- sóknir bEnda til að mEiriHluti kVEnna VErði fyrir alVarlEgu Áfalli. Nú stendur yfir ein stærsta vísindarannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi og ein sú umfangsmesta á þessu sviði á heimsvísu: Áfallasaga kvenna – Vísindarannsókn Háskóla Íslands. Markmið henn- ar er að kortleggja algengi áfalla meðal kvenna hér á landi og skoða áhrif áfalla á heilsu þeirra. Væntingar standa til þess að sem flestar fullorðnar konur á Íslandi muni taka þátt í rannsókninni, en allar konur 18-69 ára fá boð um þátttöku með SMS-skilaboð- um eða póstkorti. Þátttaka felst í svörun á rafrænum spurninga- lista sem nálgast má á vefsíðunni www.afallasaga.is. Heilsan okkar vill hvetja konur til að leggja sitt af mörkum til að auka þekkingarsköpun á þessu sviði. Til þess að geta metið algengi áfalla og áhrif þeirra á heilsu er einnig nauðsynlegt að hafa til viðmiðunar upplýsingar frá konum sem ekki hafa upp- lifað áföll. Því er mikilvægt að sem flestar konur taki þátt, óháð því hvort þær hafa orðið fyrir áföllum eða ekki. Ábyrgðarmaður rannsókn- arinnar er Unnur Valdimars- dóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hún hlaut styrk frá Evrópska rannsóknar- ráðinu til að framkvæma Áfalla- sögu kvenna og má geta þess að hann er stærsti mögulegi styrkur sem ráðið veitir afreksvísinda- mönnum. Erlendar rannsóknir benda til að meirihluti kvenna verði fyrir alvarlegu áfalli einhvern tímann á lífsleiðinni, svo sem ofbeldi, slysi eða ástvinamissi. Hingað til hafa fáar rannsóknir skoðað áföll meðal íslenskra kvenna og þá með takmarkaðan fjölda þátttakenda. Rannsókn af þess- ari stærðargráðu veitir dýrmætt tækifæri til að skoða tengsl áfalla við margvísleg heilsufarsvanda- mál. Niðurstöðurnar munu nýt- ast til stefnumótunar og þróunar skilvirkra forvarna gegn áföllum svo sem ofbeldi. Auk þess munu þær vonandi nýtast við þróun nýrra meðferðarúrræða og skil- virkari þjónustu fyrir þolendur áfalla. Fatahönnunarnemar á öðru ári í Listaháskóla Íslands hafa undanfarið varið tíma sínum í að vinna verkefni sem er eins konar andsvar við vestrænni neyslumenningu. Verk- efnið, sem ber heitið Misbrigði III: Utangarðs, er unnið í samstarfið við Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Nemendur fá þar fatnað og textíl sem hefur af einhverjum ástæðum ekki þótt hæfur til sölu. Með verkefninu vilja nemendur vekja fólk til umhugsunar um meðal annars textílsóun, neysluhegðun og framleiðsluferli textíls undir leið- sögn Katrínar Maríu Káradóttur, aðjúnkts við hönnunar- og arki- tektúrdeild. Níu nemendur eru á öðru ári í fatahönnun í LHÍ og öll hafa þau velt vöngum yfir þeirri neyslu- menningu sem einkennir vestrænan heim. „Það er farið mikið inn á þetta í náminu. Það er meðal annars á okkar ábyrgð sem fatahönnuðir að bæta neyslumenningu og viðhorf fólks til fatnaðar. Fyrsta verkefnið í áfanganum var að telja fötin í fata- skápnum okkar og fjöldinn kom stundum á óvart, það er eitthvað sem allir hefðu gott af að gera,“ segir Sigmundur Páll Freysteinsson, einn nemandi úr hópnum. Meðvituð um vistvænar lausnir „Almennt eru nemendur í fata- hönnun mjög meðvitaðir um endurvinnslu og vistvænar lausnir og hafa mikinn áhuga á þessu og sú meðvitund eykst með frekari þekkingu og reynslu. LHÍ hefur lagt áherslu á að kenna nemendum um umhverfisáhrif og hvernig má minnka þau innan hönnunargeir- ans,“ segir fatahönnunarneminn Þ. Sunneva Elfarsdóttir. Spurð út í vinnuferlið segir Sig- mundur: „Við byrjum á rannsóknar- vinnu þar sem við fáum hugmynd um í hvaða átt við viljum taka lín- una. Við fórum í heimsókn í Rauða krossinn þar sem við sáum hversu gríðarlega mikið magn af fötum þeir fá. Þar á eftir fengum við fatnað og textíl úr Rauða krossinum til að vinna með, þróa hugmyndir og form. Þá var næsta skref að teikna upp línu og vinna að lokaútkom- unni.“ N e m e n d a h ó p u r i n n sý n d i afrakstur vinnunnar á tískusýningu í Hörpu í gær. Þann 6. apríl opna þau svo sýningu í húsnæði Lista- háskólans, Þverholti 11, þar sem fatalínur hópsins verða til sýnis og verður sýningin opin yfir helgina. gudnyhronn@frettabladid.is allir hefðu gott af því að telja fötin í fataskápnum Nemendur á öðru ári í fatahönnun hafa undanfarið unnið að verkefni í samstarfi við Fata­ söfnun Rauða krossins þar sem þau velta þau fyrir sér textílsóun, framleiðslu og neyslu­ hegðun. Fyrsta verkefnið sem þau fengu var að telja fötin í sínum eigin fataskáp. Kennararnir Katrín og Anna með nemendahópnum, Ingerði, Julie, Kristínu, Lauru, Lukreciju, Sigmundi, Sigríði, Steinunni og Þ. Sunnevu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nemendur fengu textíl frá Rauða krossinum til að vinna með. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN fyrsta VErkEfnið í Áfanganum Var að tElja fötin í fataskÁpnum okkar og fjöldinn kom stundum Á óVart. 2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r38 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 5 -0 2 3 8 1 F 4 5 -0 0 F C 1 F 4 4 -F F C 0 1 F 4 4 -F E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.