Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 2
Veður
Austan- og suðaustanátt og rigning
eða slydda með köflum austan til í
dag en annars hæg breytileg átt og
þurrt að kalla. Milt veður að deg-
inum, einkum syðra. sjá síðu 26
Börnin á Furugrund í páskafílingi
Gul og glöð Börnin á leikskólanum Furugrund í Kópavogi voru einbeitt að leik og starfi í gær þar sem þau nýttu síðasta tækifærið fyrir páskafrí til
að útbúa glæsilegt páskaföndur til að færa foreldrum og forráðamönnum. Guli liturinn var allsráðandi enda gulur dagur í skólanum að gefnu tilefni.
Páskaungar voru vinsælt myndefni hjá listamönnunum ungu sem vafalaust eiga framtíðina fyrir sér á vettvangi listmálunar. Fréttablaðið/Vilhelm
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
GrillbúðinPÁSKATILBOÐ
• 4 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveikja í öllum tökkum
• Tvöfalt einangrað lok
• Stór posulínshúðuð efri grind
• Gashella - Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Fáanlegt með niðurfellanlegum
hliðarborðum - Nr. 12952 - Svart
• Grillflötur 65 x 44 cm
79.900
Verð áður 89.900 • Afl 14,8 KW
Fáanlegt með
niðurfellanlegum
hliðarborðum
Frá Þýskalandi
Opið skírdag 12-16
Laugardag 11-16
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
Opið Skírdag
Kl. 12-16
Kjaramál Forstjóri Bankasýslu
ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund
krónur á mánuði samkvæmt upp-
lýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars
Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar,
upp á rúmar 4,5 milljónir króna var
slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu
Hringbrautar á dögunum og hlaut
færslan nokkra dreifingu á samfélags-
miðlum auk þess sem hún var birt á
vef Eyjunnar.
Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert
Trausti Árnason, fyrrverandi sendi-
herra, sem skrifar undir höfundar-
nafninu Náttfari, að umtalsefni grein
Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns
Flokks fólksins, um stofnunina og
þá skoðun hans að hana hefði átt að
leggja niður í ágúst 2014.
Róbert bætir við upplýsingum um
rekstrarkostnað Bankasýslunnar og
fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5
milljónum króna á mánuði og vísaði
í tekjublað DV í fyrra því til staðfest-
ingar. Hið rétta er að farið var manna-
villt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur
tilheyrðu alnafna forstjóra Banka-
sýslunnar, einum æðsta stjórnanda
Actavis á Íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu fær forstjóri
Bankasýslunnar enn sömu laun og
kjararáð ákvarðaði honum áður en
hann færðist undan úrskurðarvaldi
þess með lagabreytingum í júlí 2017.
Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki
breytt launum forstjórans síðan.
Laun forstjórans þykja því hófstillt
í rúmum 1.100 þúsund krónum á
mánuði enda þýðir það að hann fær
talsvert minna greitt en flestir þing-
menn. Þar á meðal Karl Gauti Hjalta-
son, sem fær rúmar 1.300 þúsund
krónur á mánuði í þingfararkaup og
fastar kostnaðargreiðslur. – smj
Engin ofurlaun í
Bankasýslunni
Jón Gunnar
Jónsson
fótbolti „Ég er þegar kominn með
nokkrar stelpur í þetta verkefni,“
segir knattspyrnuþjálfarinn Birgir
Breiðdal en verkefni á hans vegum
í Valencia fyrir næsta skólaár er
í fullum gangi. Búið er að stofna
kvennadeild TNGS (The Next
Generation Sports) fyrir íslenskar
stúlkur í Valencia og stofnað hefur
verið kvennaknattspyrnulið sem
mun taka þátt og keppa í spænsku
deildinni næsta vetur undir stjórn
spænskra þjálfara.
TNGS er alþjóðlegur heimavistar-
skóli sem hefur verið starfræktur í
sjö ár og býður upp á einstaklings-
miðaða þjálfun í knattspyrnu og
nám á framhaldsskólastigi. Þá er
áhersla lögð á að undirbúa unga
leikmenn andlega og líkamlega fyrir
framtíðina.
Boðið er upp á níu mánaða
nám veturinn 2018-2019, sniðið
að íslenska keppnistímabilinu og
íslenska menntaskólakerfinu.
„Það er gott fyrir fólk að vita að
Íslendingar verða þarna á svæðinu.
Ég og konan mín, sem er kennari,
verðum starfandi við skólann og
stelpunum innan handar. Stelp-
urnar geta valið um að læra sam-
kvæmt bandarísku kerfi og geta þá
farið í bandarískan háskóla ef þær
taka öll þrjú árin. Þær geta líka tekið
þetta í skiptinámi frá Íslandi. Þetta
passar vel við íslenska tímabilið því
þær missa ekki úr neinn leik yfir
sumarið,“ segir Birgir.
Stelpunum verður fylgt eftir og
verður gerð þáttaröð um reynslu
þeirra. Leikjunum verður streymt
um veraldarvefinn og stefnan er
að gera íslensku valkyrjurnar að
alþjóðlegum stjörnum. Birgir þarf
16 til 22 stelpur fæddar 2000 til
2002, til að draumurinn um að fara
út með tvö fullskipuð lið rætist. „Það
verður ótrúlega spennandi að sjá
hvernig þær munu tækla spænsku
deildina.“
Stúlkurnar munu æfa tvisvar á dag
við bestu skilyrði með pro-licence-
þjálfurum auk þess að fá einstakl-
ingsgreiningu og mat samkvæmt
þjálfunarkerfi TNGS. Gerð verður
markmiðaáætlun fyrir hvern leik-
mann með sérstaka áherslu á stöðu
leikmanns á vellinum og ætlunin er
að öll þessi vinna muni skila til baka
betri leikmönnum til félagsliðanna
á Íslandi. benediktboas@365.is
Býður stelpum upp á
fótboltanám í Valencia
Birgir Breiðdal, sem hefur getið sér gott orð sem þjálfari yngri flokka hjá Þrótti,
ætlar að bjóða sextán til átján ára stelpum upp á fótboltanám í Valencia, þar
sem þær keppa í spænsku deildinni. Draumurinn er að fara út með 22 stelpur.
birgir stefnir á að láta stelpur spila fótbolta í Valencia. Fréttablaðið/ernir
Stelpurnar geta
valið um að læra
samkvæmt bandarísku kerfi
og geta þá farið í banda-
rískan háskóla ef þær taka
öll þrjú árin. Þær geta líka
tekið þetta í skiptinámi frá
Íslandi. Þetta passar vel við
íslenska tímabilið því þær
missa ekki úr neinn leik yfir
sumarið.
Birgir Breiðdal
lögreglumál Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu minnir fólk á að
ganga tryggilega frá heimilum sínum
áður en það fer í frí um páskana.
Mælt er með því að skilja ljós eftir í
görðum og láta nágranna vita ef stefnt
er á ferðalög. Þá er einnig minnt á að
auglýsa ekki fjarveru sína á samfélags-
miðlum.
Lögreglan verður með hefðbundið
eftirlit um páskana og mun fylgjast
með íbúðarhverfum eins og kostur er,
en segir mikilvægt að fólk fylgist með
og tilkynni óvenjulegar mannaferðir.
Gott er að taka ljósmyndir og skrifa
hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki.
Lögreglan segir innbrotsþjófa
gjarnan fylgjast með húsum áður
en þeir láti til skarar skríða. Eins og
frettabladid.is greindi frá í gær hafa
verið óvenjulegar mannaferðir á Sel-
tjarnarnesi og í Vesturbænum þar
sem menn hafa sést taka myndir af
húsum. – la
Lögreglan varar
við innbrotum
2 9 . m a r s 2 0 1 8 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
6
-5
C
B
C
1
F
5
6
-5
B
8
0
1
F
5
6
-5
A
4
4
1
F
5
6
-5
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K