Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 6

Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 6
Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Bærinn Seefeld er yndislegur alpabær sem hvílir í fögrum fjallasal milli Wetterstein, Mieminger og Karwendelfjallanna í Austurríki. Farnar verða skipulagðar hjólaferðir í frísku fjallalofti með fararstjóra og innlendum staðarleiðsögumanni sem í sameiningu munu velja hentugar leiðir hvern dag og fræða okkur um staðhætti á leiðinni. 2.- 9. september Hjólað um perlur Tíról af hverjum lítra í fyrsta sinn sem þú dælir Sæktu um Orkulykil á orkan.is SAMGÖNGUR Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins að gera ráð- stafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefnd- arinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Öku- maður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leið- arenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega 5 mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskír- teini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akst- ursskilyrðum, hvernig aksturseigin- leikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgða- skírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráða- birgðaheimild verði felld niður. – jóe Ljúki ökuskóla þrjú áður en skírteini fæst FeRðAþjóNUStA „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við grein- ina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferða- þjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blað- ið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin ný- kynnta stórsókn ráðherra í upp- byggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarða- átakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferða- maðurinn gæti hæglega talist skatt- borgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það. „Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppn- isstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið- Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferða- þjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferða- manna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverð- mætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og samein- ingar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisj- un á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferða- mála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. mikael@frettabladid.is Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. FréttaBlaðið/GVa Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöld- um hér og þar. Þetta telur allt saman. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar 2 9 . M A R S 2 0 1 8 F I M M t U D A G U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð SAMFéLAG Fréttablaðið óskar eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2018, sem veitt eru árlega af forseta Íslands. Til greina koma allir sem hafa lagt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur að senda inn tilnefning- ar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Tekið er við tilefningum í tölvu- pósti á netfangið samfelagsver- dlaun@frettabladid.is eða bréf- leiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, en fresturinn til að til- nefna rennur út þann 6. apríl. Verð- launin verða afhent 11. apríl. – ósk Óskað er eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins Handhafar Samfélagsverðlaunanna árið 2017. FréttaBlaðið/Eyþór 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -8 4 3 C 1 F 5 6 -8 3 0 0 1 F 5 6 -8 1 C 4 1 F 5 6 -8 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.