Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 12
KATLA FUND Société d'Investissement à Capital Variable 9, boulevard Prince Henri, L-1724 Luxembourg R.C.S. Luxembourg B 96 002 - (the “SICAV”) ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors convenes the Shareholders of the SICAV to attend the Annual General Meeting to be held at the registered office of the company on April 19, 2018 at 10:00 with the following agenda : 1. Report of the Board of Directors and of the Authorised Auditor 2. Approval of the Financial Statements as at December 31, 2017 3. Allocation of Results 4. Discharge to the Directors 5. Appointment of the Authorised Auditor 6. Statutory Elections The Shareholders are advised that no quorum is required and that decisions will be taken by a simple majority of the votes cast. The Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors (domiciliation@conventum.lu) at least five business days before the Meeting. Fallnir hermenn snúa aftur heim Kínverskir hermenn sjást hér halda á kistum með jarðneskum leifum fallinna landa sinna. Við athöfn í Incheon í Suður-Kóreu í gær afhentu suður- kóreskir hermenn Kínverjum leifar 20 fallinna kínverskra hermanna frá tímum Kóreustríðsins sem stóð yfir frá 1950 til 1953. Nordicphotos/Getty Egyptaland Þeir Egyptar sem ekki tóku þátt í forsetakosningunum sem lauk í gær verða sektaðir um 500 egypsk pund, andvirði um 3.000 króna. Þetta tilkynnti talsmaður yfirkjörstjórnar í gær. „Lögum sam- kvæmt verður hver sá kjósandi sem ekki tekur þátt í lýðræðisferlinu samstundis sektaður um 500 pund,“ hafði ríkismiðillinn Stöð 1 eftir tals- manninum. Nærri 60 milljónir Egypta eru á kjörskrá. Búist er við því að Abdel Fattah al-Sisi forseti nái endurkjöri en andstæðingur hans er hinn lítt þekkti Moussa Mostafa Moussa. Sá safnaði meðmælum fyrir framboð Sisi og hafa stjórnmálaskýrendur og stjórnarandstæðingar kallað hann strengjabrúðu Sisi. Hann sé í fram- boði til að láta kosningarnar líta út fyrir að vera lýðræðislegar og til þess að auka kjörsókn. Aukinheldur leik- ur vafi á að hann hafi greitt sjálfum sér atkvæði. – þea Sekta þá sem kusu ekki Vi ðski pti Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir 12,6 milljóna króna hækkun á samtölu launa hans og stjórnar félagsins milli ára í ársreikningi eiga sér skýringar í mikilli hækkun stjórnarlauna árið 2016, breytingu á greiðslufyrir- komulagi þeirra, launahækkun og yfirvinnuálagi hans í fyrra og yfir- sjón við að gera grein fyrir bílastyrk hans í ársreikningi 2016. Í ársreikningi Félagsbústaða fyrir árið 2017 segir í skýringu að laun vegna stjórnarsetu árin 2016 og 2017 og laun framkvæmdastjóra árið 2017 hafi numið 30,8 milljón- um samanborið við 18,2 milljónir árið áður. Engar frekari skýringar eða sundurliðun er gefin á þessum breytingum. Auðun Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þessa framsetningu vissulega gagn- rýniverða enda gefi hún ekki glögga mynd af skiptingu þeirra liða sem undir hana falla í svari við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Hækkunin milli ára eigi sér þó eðlilegar skýr- ingar. Í  fyrsta lagi hafi stjórnarlaun vegna ársins 2016 verið hækkuð úr 47.917 krónum á mánuði í 122.000 á mánuði, eða um ríflega 154 prósent. Hækkunin hafi verið liður í sam- ræmingu hjá Reykjavíkurborg. Sam- hliða þessari hækkun var ákveðið að breyta greiðslufyrirkomulagi stjórnarlauna. Horfið var frá því að greiða þau öll í einu eftir á í fyrir- framgreiðslu mánaðarlega. Þetta hafði gert það verkum að árið 2017 væri í ársreikningi bókuð tvöföld stjórnarlaun, sem skekki myndina. Þá hafi framkvæmdastjórinn fengið 10 prósenta launahækkun í fyrra, fór úr 1.328 þúsund krónum á mánuði í 1.458 þúsund. Þá hafði láðst að gera grein fyrir bílastyrk framkvæmdastjórans í skýringu við ársreikning 2016 en hann fær 1.680 þúsund krónur á ári í slík hlunnindi. Loks fékk framkvæmdastjórinn á síðasta ári 1,4 milljónir greiddar í yfirvinnu „vegna mikils og óvenju- legs álags í tengslum við breytt laga- umhverfi fjármögnunar fyrirtækis- ins og útgáfu skuldabréfa á vegum þess“. Ekki sé um fasta greiðslu að ræða. mikael@frettabladid.is Stjórnarlaun Félagsbústaða hækkuðu um 150 prósent Launakostnaður stjórnenda Félagsbústaða hækkaði um 12,6 milljónir milli ára. Framkvæmdastjórinn segir hækkun stjórnarlauna 2016, breytt greiðslufyrirkomulag þeirra, launahækkun sína og yfirvinnugreiðslu vegna mikils álags skýra hækkunina. Stjórnarlaun hækkuðu úr 47 þúsundum í 122 þúsund á mánuði. Auðun Freyr ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða. myNd/FélAGsbústAðir Rússland Alið er á ótta á samfélags- miðlum og lygum dreift þar um harmleikinn í síberísku borginni Kemerovo, þar sem að minnsta kosti 64 fórust í eldsvoða í verslun- armiðstöð á sunnudag. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, þegar hann fundaði með Alexander Bastríkín, sem leiðir rannsóknina á brunanum, í gær. Mótmæli hafa geisað á götum Kemerovo undanfarna daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Pútíns. Hafa mótmælendur kennt yfirvöldum um að jafn illa fór og raun ber vitni. Sumir telja jafnvel að mun fleiri hafi farist, allt að 400 og að yfirvöld séu að fela lík þeirra. Pútín sagði það að auki að kanna þyrfti hverja einustu stað- hæfingu. „Við höfum tekið eftir því að röngum upplýsingum er dreift á samfélagsmiðlum, aðallega af erlendum aðilum. Það er gert til að ala á ótta og vantrausti í garð yfir- valda.“ – þea Pútín segir alið á ótta í Síberíu Vladímír pútín, forseti rússlands. FréttAblAðið/epA Rússland Þrátt fyrir að rúmlega tuttugu ríki hafi vísað rússneskum erindrekum úr landi eru Rússar ekki í öngstræti. Þetta sagði Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, í gær. Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrver- andi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri í Salisbury í Bret- landi fyrr í mars. Er Rússum kennt um árásina en þeir neita sök. „Ég held við séum ekki komin í öngstræti. Tuttugu eða þrjátíu ríki eru bara hluti af heiminum,“ hafði Interfax, stærsti einkarekni miðill Rússlands, eftir Peskov. Talsmaðurinn sagði enn fremur að á meðal þeirra ríkja sem tóku afstöðu með Bretum væru ríki sem hefðu þá skoðun að málstaður Breta væri veikur. Sönnunargögnin væru ekki nægilega mikil til þess að saka Rússa um svo alvarlegan glæp. Svartfellingar bættust í gær í hóp ríkja sem vísa Rússum úr landi. Svart- fellski miðillinn  Cafe del Monte- negro greindi frá því að einum erind- reka hefði verið vísað úr landi. Samskipti Rússlands og Svart- fjallalands hafa verið einkar stirð frá því rússneskir þjóðernissinnar voru sakaðir um áform um að ráða Milo Djukanovic forsætisráðherra  af dögum árið 2016. – þea Segir Rússa ekki komna í öngstræti 154% var hækkun stjórnarlauna á einu bretti árið 2016 vegna samræmingar hjá fyrirtækj- um Reykjavíkurborgar. dmítrí peskov, talsmaður rúss- landsforseta 500 egypskum pundum, andvirði 3.000 króna, þurfa Egyptar sem ekki kusu að punga út. 2 9 . m a R s 2 0 1 8 F i m m t U d a g U R12 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -7 F 4 C 1 F 5 6 -7 E 1 0 1 F 5 6 -7 C D 4 1 F 5 6 -7 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.