Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 17
Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta@birta.is I birta.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 1 2 8 4 Stjórn sjóðsins: Jón Bjarni Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, formaður varaformaður Davíð Hafsteinsson Drífa Sigurðardóttir Guðrún Jónsdóttir Gylfi Ingvarsson Ingibjörg Ólafsdóttir Jakob Tryggvason Unnur María Rafnsdóttir Viðar Örn Traustason Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson SÉREIGNARDEILDIR Hrein eign séreignardeildar var 13,7 milljarðar króna í lok árs 2017 og jókst um 974 milljónir króna frá fyrra ári. Hrein ávöxtun séreignar var á bilinu 1,93%–5,63%. Upplýsingar um ávöxtun sparnaðarleiða eru á vef sjóðsins, birta.is. Lífeyrisgreiðslur séreignardeildar námu 633 milljónum króna. Í árslok 2017 áttu 31.566 manns réttindi í séreignardeild og virkir sjóðfélagar í séreignardeild voru 2.154. Hrein eign tilgreindrar séreignardeildar nam 80 milljónum króna. Ársfundur 2018 Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 2. maí nk. kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu. Dagskrá verður kynnt síðar á birta.is. Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27, kl. 20 miðvikudaginn 25. apríl nk. KJÖRFUNDUR 2018 STARFSEMI BIRTU LÍFEYRISSJÓÐS Á ÁRINU 2017 HELSTU TÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGI EFNAHAGSREIKNINGUR Sameiginlegt yfirlit samtryggingardeildar 2017 2016 og séreignardeildar Eignarhlutir í félögum og sjóðum 138.031 129.274 Skuldabréf 197.168 179.166 Bundnar bankainnistæður 4.008 4.589 Aðrar fjárfestingar 164 383 Kröfur 2.599 1.840 Handbært fé og rekstrarfjármunir 6.580 5.760 Skuldir -428 -859 Hrein eign til greiðslu lífeyris 348.122 320.152 BREYTINGAR Á HREINNI EIGN Sameiginlegt yfirlit samtryggingardeildar 2017 2016 og séreignardeildar Iðgjöld 15.543 13.476 Lífeyrisgreiðslur 10.244 9.323 Hreinar fjárfestingartekjur 23.434 3.016 Rekstrarkostnaður 763 762 Hækkun á hreinni eign á árinu 27.970 6.407 Hrein eign frá fyrra ári 320.152 313.745 Hrein eign til greiðslu lífeyris 348.122 320.152 KENNITÖLUR SAMTRYGGINGARDEILDAR 2017 2016 Nafnávöxtun 7,05% 0,58% Hrein raunávöxtun 5,23% -1,49% Hrein raunávöxtun, 5 ára meðaltal 4,86% 5,33% Hrein raunávöxtun, 10 ára meðaltal 0,48% 0,47% Eign umfram heildarskuldbindingar -3,44% -4,09% Fjöldi virkra sjóðfélaga 15.882 15.927 Fjöldi lífeyrisþega 12.944 12.058 Fjöldi stöðugilda 30,1 30,5 í milljónum kr. í milljónum kr. Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti.Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópu- þjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austur- löndum nær þar sem Íran og Sádi- Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hót- unum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli. Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í banda- lagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var rétt- lætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðarörygg- ishagsmuni að sögn Trumps for- seta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum. Trump forseti kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta hús- inu maður sem hótar kjarnorku- árásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmála- fræðinga á lýðræði í heiminum. Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% banda- rískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum and- snúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppi- nautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum. Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkja- þing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stev- ens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem banda- ríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæsti- réttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórn- málamanna á kostnað almenn- ings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr. Útreiðartúr á tígrisdýri Þorvaldur Gylfason Í dag S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 2 9 . M a R S 2 0 1 8 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -6 1 A C 1 F 5 6 -6 0 7 0 1 F 5 6 -5 F 3 4 1 F 5 6 -5 D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.