Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 20
Gleðilega páska! Dásamleg deild samfélagsins OPIÐ VERÐUR Í KOLAPORTINU Á SKÍRDAG - FIMMTUDAG 29. MARS OG Á LAUGARDAG 31. MARS FRÁ KL. 11-17 LOKAÐ ER FÖSTUDAGINN LANGA, PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM 2 0 1 8 K V IK A Hver er staða eldri borgara, eftirlaunamanna, í dag? Hún er slæm. Það er ekki aðeins, að þeir lægst launuðu geti ekki fram- fleytt sér, heldur eru mörg dæmi um það, að þeir sem eiga þokka- legan lífeyrissjóð og hafa unnið fulla vinnu alla ævi, eigi samt erfitt með að ná endum saman, þegar þeir eru komnir á eftirlaun. Staðan er verst hjá þeim eldri borgurum (og öryrkjum), sem ein- ungis hafa lífeyri frá almannatrygg- ingum (eða sáralítið annað). Þessi hópur hefur ekki lífeyrissjóð eða aðeins örlítinn lífeyri frá lífeyrissjóði. Hér er um að ræða eldri borgara, sem vegna veikinda hafa ekki getað verið á vinnumarkaði, húsmæður, sem hafa verið heimavinnandi, ein- yrkja, sem ekki hafa greitt í lífeyris- sjóð og fleiri. Það er með ólíkindum, að stjórnvöld skuli ekki hafa leyst vanda þessa hóps fyrir löngu, þar eð hann er ekki mjög stór. En erfið- leikar hópsins eru mjög miklir; til dæmis eiga flestir í þessum hóp ekki húsnæði og þurfa því að leigja sér húsnæði á þeirri gífurlega háu húsa- leigu, sem viðgengst í dag. Ég skrifaði forsætisráðherra opið bréf í byrjun árs, þar sem ég fór fram á, að vandi hópsins yrði leystur með hækkun lífeyris. Engin viðbrögð bárust frá forsætisráðherra! Hann svaraði ekki! Ná ekki endum saman vegna skerðinga Skerðing lífeyris eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er mjög mikil og veldur mikilli gremju meðal eldri borgara, sem komnir eru á eftirlaunaaldur og farnir að fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Mjög algengt er, að launþegar kynni sér ekki stöðu sína í lífeyrissjóðnum áður en þeir komast á eftirlauna- aldur. Það kemur mörgum á óvart hvað þeir fá lítinn lífeyri samanlagt úr lífeyrissjóði og almannatryggingum. Einhleypur eftirlaunamaður, sem hefur 200 þúsund kr. úr lífeyrissjóði á mán- uði fær rúmar 300 þúsund kr. í líf- eyri úr kerfinu eftir að dregið hefur verið af upphæðunum í skatta og skerðingar almannatrygginga. Þetta dugar ekki til framfærslu miðað við þann háa húsnæðis- kostnað, sem þarf að greiða í dag. Þetta sleppur, ef viðkomandi á skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, ef hann greiðir lága húsaleigu eða ef hann á einhvern varasjóð, sem hann getur gengið í. Algengt er, að eldri borgarar selji húseignir til þess að komast af eða skipti í ódýrari eignir í sama skyni. Mjög margir eldri borg- arar eru óánægðir yfir því, að þeir skuli ekki geta notið efri áranna áhyggjulaust; þeir telja,að þeir eigi að geta notað eignir sínar til þess að njóta lífsins síðustu æviárin í stað þess að þurfa í raun að halda „brauðstritinu“ áfram þó á annan hátt sé en áður. Það liggur fyrir, að stór hópur eftirlaunamanna nær ekki endum saman vegna skerð- ingarstefnu íslenska ríkisins gegn lífeyrissjóðunum. Það verður því að stöðva þessa skerðingu strax. Eldri borgarar þurfa að nota allan sinn lífeyri til þess að geta notið efri áranna. Eldri borgarar eiga þennan lífeyri og greiddu í lífeyrissjóð í trausti þess, að líf- eyrissjóður yrði hrein viðbót við almannatryggingar. Alþýðusam- band Íslands gaf yfirlýsingu 1969, sem staðfesti þetta. Eftirlaun 25 milljörðum lægri hér en í OECD Dr. Haukur Arnþórsson hefur upp- lýst, að íslenska ríkið greiði miklu minna til eftirlauna á Íslandi en nemur meðaltali slíkra greiðslna í ríkjum OECD. Þar munar 25 milljörðum kr. Það er dágóð upp- hæð, sem gott væri fyrir íslenska eftirlaunamenn að fá greidda. Eldri borgarar á Íslandi hafa ekki efni á að lána íslenska ríkinu þetta lengur. Þeir vilja fá upphæðina greidda strax. Ég tel, að lög hafi verið brotin á öldruðum og öryrkjum undan- farin ár með því að hækka ekki líf- eyrinn í samræmi við launaþróun og/eða hækkun vísitölu. Það hefur gerst hvað eftir annað, að laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja. Gróft dæmi, sem leiðir þetta í ljós er frá 2015. Þegar lágmarkslaun hækkuðu í maí það ár um 14,5% og nær allar stéttir hækkuðu mjög mikið í launum, allt upp í 40%, hækkaði lífeyrir aðeins um 3%! Þarna var níðst á öldruðum og öryrkjum í launamálum og sama framkoma gagnvart þessum aðilum hefur haldið áfram 2016 og 2017. Þeir hafa aðeins fengið smánar- legar hækkanir á sama tíma og yfirstéttin hefur tekið sér óhóf- lega miklar hækkanir; þingmenn 45% hækkun (upp í 1,1 milljón á mánuði, 350 þús. kr. hækkun), ráðherrar 30-40% hækkun (upp í 1,8 milljónir, forsætisráðherra upp í rúmar 2 millj.) og háttsettir embættismenn allt að 48% hækkun og 18 mánuði aftur í tímann (upp í 1,6 millj.). Ráðherrar samþykktu á Alþingi afturvirkar hækkanir eigin launa 2015. En felldu þá að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur! Aldraðir og öryrkjar fengu 7% hækkun lífeyris um áramótin 2016/2017. Og um síðustu áramót fengu þessir aðilar 4,7% hækkun. Það náði ekki einu sinni hækkun lágmarkslauna en þau hækkuðu þá um 7%. Miðað við launaþróun 2017 og 2016, sem fól í sér himin- háar hækkanir, upp í 45-48%, er ljóst, að lög hafa verið þverbrotin á öldruðum og öryrkjum. Það er tímabært að hætta að níðast á öldruðum og öryrkjum í kjara- málum. Fjölmargir aldraðir ná ekki endum saman Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Miðað við launaþróun 2017 og 2016, sem fól í sér himinháar hækkanir, upp í 45-48%, er ljóst, að lög hafa verið þverbrotin á öldruðum og öryrkjum. Það er tíma- bært að hætta að níðast á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum. 2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -7 A 5 C 1 F 5 6 -7 9 2 0 1 F 5 6 -7 7 E 4 1 F 5 6 -7 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.