Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.03.2018, Qupperneq 22
2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r22 s p o r T ∙ F r É T T a B L a ð I ð FóTBoLTI Arnar Grétarsson, fyrr- verandi landsliðsmaður í knatt- spyrnu, telur að leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu sé svo gott sem fullmót- aður í kolli Heimis Hallgríms- sonar, Helga Kolviðssonar og Guðmundar Sævars Hreiðarssonar, þjálfarateymis íslenska liðsins. Arnar telur að tvö spurningamerki séu um hvernig byrjunarlið íslenska liðsins verður ef allir leikmenn liðs- ins eru klárir í slaginn. Sex berjast um síðustu sætin „Ég held að hugmyndin með þessum tveimur leikjum í þessu verkefni hafi verið að finna út hvaða leik- menn passa best inn í það skipulag sem notast verður við í lokakeppni HM í sumar. Ég tel að það séu um það bil 18-20 leikmenn sem vita að þeir séu að fara með til Rússlands, svo séu sex leikmenn á blaði þjálf- aranna sem bítast um þrjú til fimm síðustu sætin,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið um Bandaríkjaferð íslenska liðsins þar sem það tapaði fyrir Mexíkó og Perú. „Hannes Þór byrjar pottþétt í markinu og það er hægt að lesa ýmislegt í það að Rúnar Alex og Frederik Schram spili þessa leiki. Ég hugsa að varnarlínan verði sú sama og spilaði lungann úr undan- keppninni, það er Birkir Már, Kári, Ragnar og Hörður Björgvin. Svo munu Sverrir Ingi og Ari Freyr bít- ast um að komast í byrjunarliðið í varnar línunni. Sverrir Ingi virðist einnig vera í huga þjálfaranna sem djúpur miðjumaður og Rúrik hefur sýnt það með Sandhausen í Þýska- landi að hann getur leyst stöðu hægri bakvarðar með sóma,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna og varnarlínuna hjá íslenska liðinu. „Við erum öflugastir inni á mið- svæðinu og það er erfiðast að komast inn í liðið þar. Rúnar Már er kannski svolítið að fá að kenna á því, en hann kemst ekki í leik- mannahópinn að þessu sinni þrátt fyrir að vera að spila vel með St. Gall en í Sviss. Mér finnst spenn- andi kostur að spila með Birki Bjarnason inni á miðsvæðinu, hann hefur verið að gera það vel með Aston Villa og hann hefur marga góða kosti í það hlutverk. Sá aðili sem mér mér finnst koma helst til greina á kantinn í stað Birkis væri þá Rúrik,“ sagði Arnar. Kjartan hentar leikstílnum best „Það eru þrír leikmenn sem eru með fast sæti í framlínu íslenska leikmannahópsins að mínu mati, það eru Alfreð Finnbogason, Björn Bergmann Sigurðarson og Jón Daði Böðvarsson. Svo er spurningin hver staðan verður á Kolbeini Sig- þórssyni. Mér sýnist Kjartan Henry henta betur þeim leikstíl sem íslenska liðið mun að öllum líkindum spila á móti jafn sterkum þjóðum og raun ber vitni á stóra sviðinu í sumar,“ sagði Arnar um framherjasveit íslenska liðsins. „Það vinnur því með Kjartani Henry hvernig týpa af leikmanni hann er og hann er því líklegri í leikmannahópinn en Viðar Örn að mínu viti. Svo er spurningin hvern- ig þjálfararnir meta frammistöðu Alberts og hversu langt hann sé kominn í þroskaferlinu sem knatt- spyrnumaður. Ég held að þjálfar- arnir muni ekki líta til framtíðar þegar leikmannahópurinn verður valinn heldur einblína fremur á hvaða leikmenn séu bestir þá stund- ina í sumar,“ sagði Arnar um valið á framherjum liðsins. „Það er hins vegar lítið að marka úrslitin í leikjunum tveimur og einkum og sér í lagi leiknum í gær gegn Perú. Það er minnihluti þeirra, sem munu byrja leikinn gegn Arg- entínu, sem tók þátt í þeim leik. Við erum ekki með það mikla breidd að við ráðum við að spila án okkar allra sterkustu leikmanna. Landslagið breytist mikið þegar leikmenn á borð við Hannes Þór, Kára, Aron Einar, Gylfa Þór, Alfreð og Jón Daða bætast við í jöfnuna. Það verður svo spennandi að sjá hvort einhverjir leikmenn gera sig gildandi næsta mánuðinn og koma óvænt inn í næstu leiki sem eru í byrjun júni,“ sagði Arnar um hvað mætti draga út úr leikjunum tveimur í Bandaríkj- unum. hjorvaro@frettabladid.is Hörð barátta um síðustu sætin Íslenski hópurinn sem fer á HM í Rússlandi í sumar er nánast fullmótaður en sex leikmenn berjast um síð- ustu 3-5 lausu sætin í hópnum. Þetta segir Arnar Grétarsson, einn leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Jóhann Berg stóð sig vel í Bandaríkjaferðinni. NordicphotoS/Getty Haukar sendu Keflavík í sumarfrí Sýndu styrk undir lokin Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino’s-deildar karla með 72-66 sigri á Keflavík í frábærum oddaleik á Ásvöll- um í gær. Keflavík var lengst af með yfirhöndina og náði mest 12 stiga forskoti í 3. leikhluta. En Haukar sýndu styrk í 4. leikhluta sem þeir unnu 25-13. Haukar mæta KR í undanúrslitunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ekkert lið frá Suðurnesjum kemst í undanúrslit. FréttaBlaðið/aNdri mariNó haukar - Keflavík 72-66 haukar: Kári Jónsson 21/8 fráköst, Paul Jones III 17/10 fráköst, Breki Gylfason 9, Finnur Atli Magnússon 8/10 fráköst, Emil Barja 7, Hjálmar Stefánsson 5/8 fráköst, Haukur Óskarsson 5. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 16, Christian Jones 15/14 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Magnús Már Traustason 8, Ragnar Örn Bragason 6, Dominique Elliott 4, Reggie Dupree 3. Haukar unnu einvígið 3-1. Nýjast domino’s-deild karla, 8-liða úrslit GoLF Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og íþrótta- maður ársins á Íslandi, hefur leik á Ana Inspiration-mótinu í Kali- forníu í dag. Er þetta hið fyrsta af fimm risamótunum í kvennagolfi en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk- ur kylfingur er með þátttökurétt á þessu móti. Er þetta fjórða risamótið sem Ólafía Þórunn fær þátttökurétt  í en hún á aðeins eftir að leika á Opna bandaríska meistaramótinu. Verðlaunaféð á mótinu er 2,7 millj- ónir Bandaríkjadollara, eins og í fyrra en þá fékk sigurvegarinn, So Yeon Ryu, 405.000 dollara í sinn hlut eða  tæpar 40 milljónir. Allir kylfingarnir sem komust í gegnum niðurskurðinn í fyrra fengu um hálfa milljón. Þrátt fyrir að Ólafía sé að leika í fyrsta sinn á ANA-risamótinu kann- ast hún við Dinah Shore-völlinn í Mission Hills. Hún lék völlinn á fyrsta stigi úrtök- umótsins f y r i r L P G A - mótaröðina árið 2016 og á því góðar m i n n - ingar þaðan. Lék hún  völl- inn í tvígang, byrjaði á 68 höggum og á pari vall- arins seinni h r i n g i n n . Örlitlar breyt- ingar hafa átt sér stað, flatirnar eru hraðari og grasið u t a n b ra u t a r þyngri til að gera völlinn erfiðari. – kpt Fyrsta risamótið hanDBoLTI Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona urðu í gær Spánarmeistarar eftir þriggja marka sigur á Cuenca, 27-30, í gær. Þetta er í 25. sinn sem Barcelona verður spænskur meistari. Aron skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og var markahæstur í liði Börsunga ásamt Valero Rivera og Aleix Abelló. Þetta er í áttunda sinn sem Aron verður landsmeistari á ferlinum. Hann varð þýskur meistari með Kiel 2010 og 2012-15 og ungverskur meistari með Veszprém 2016 og 2017. Börsungar hafa unnið 23 af 24 deildarleikjum sínum í vetur og gert eitt jafntefli. Þeir eru 13 stigum á undan liðinu í 2. sæti, Ademar. – iþs Aron meistari sport 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -8 E 1 C 1 F 5 6 -8 C E 0 1 F 5 6 -8 B A 4 1 F 5 6 -8 A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.