Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 31
Um áramótin 2017 festi Parki kaup á Teppabúðinni/Lita-veri. Þar með lauk hálfrar aldar samfelldri sögu Litavers við Grensásveg og fluttist sérfræði- þekking fyrirtækisins og sama góða þjónustan yfir í glæsilegt húsnæði Parka á Dalvegi. „Teppabúðin/Litaver var elsta sérverslun landsins með teppi, gólf- dúka, veggfóður, skrautlista og hvers kyns lausnir í gólfefnum, og með samruna við Parka hefur fyrirtækið orðið eitt það sterkasta í lausnum og vöruflokkum fyrir meðal annars sameignina,“ segir Bram Zomers, sölufulltrúi hjá Parka. Hann þekkir út í æsar hvað þarf til að gera sam- eign fjölbýlishúsa að góðum, nota- legum og fallegum stað. „Parki býður húsfélögum upp á heildarlausnir fyrir sameignina. Sú mikla og haldgóða þekking úr Teppalandi/Litaveri hefur nú bæst við Parka og þar höldum við áfram að bjóða framúrskarandi þjónustu, frumkvæði, hagsýni í notkun fjármagns og höfum ráð undir rifi hverju,“ segir Bram innan um glæsi- legt úrval af teppum á stigahús og fyrir heimili, fyrirtæki og hótel. „Við bjóðum upp á hágæða teppi sem uppfylla allar kröfur Mann- virkjastofnunar; þau eru í réttum brunaflokki, afar slitsterk, raf- magnast ekki, eru auðveld í þrifum og fást í mismunandi verðflokkum,“ útskýrir Bram. Hjá Parka hefur einnig bæst við sú kærkomna nýjung að bjóða stiga- húsateppi beint af lager. „Það styttir biðtímann til muna og verðin eru orðin hagkvæmari,“ segir Bram. „Við gerum tilboð í verkið húsfélögum að kostnaðarlausu ef þau óska eftir því.“ Hágæða eldvarnarhurðir Parki selur hágæða eldvarnarhurðir í sameignir frá þýska framleiðand- anum Grauthoff. „Því miður eru enn margir stiga- gangar hér á landi án eldvarnar- hurða í sameign, og þá sérstaklega í eldri byggingum,“ upplýsir Bram. „Eldvarnarhurðirnar frá Graut- hoff eru einkar gott dæmi um þýskt hugvit. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem tryggja hljóðeinangrun og brunavörn sér- staklega vel. Grauthoff-hurðirnar hafa mun betri hljóðeinangrun en áður þekktist og það veldur því að íbúar verða minna varir við hljóð inn og út úr íbúðum af stigagangi. Við bjóðum upp á hurðir til endur- nýjunar í sameign og erum líka með öflugt teymi sem sér um afgreiðslu til verktaka sem byggja nýjar blokkir og vinnum gjarnan með allt sem þarf fyrir sameignina í einu; hurðir, teppi og hljóðísogslausnir til að dempa utanaðkomandi hljóð í sam- eignum sem mest.“ Traust hálkuvörn Í Parka fæst glæsilegt úrval ítalskra flísa sem henta jafnt á heimili, í sam- eignir og fyrirtæki. „Flísarnar, fyrir til dæmis sam- eignir, eru með traustri hálkuvörn sem er nauðsynleg þegar fólk kemur inn af götunni og ber með sér bleytu á gólfflötinn,“ segir Bram. „Í flísum bjóðum við upp á hvaða lausn sem er, hvort sem um endurnýjun gólf- efnis er að ræða í eldri sameignum eða nýbyggingar. Sameignarflísarnar frá Parka þola mikinn umgang og eru auk þess frábær kostur á bíl- skúrsgólf og önnur rými þar sem álag er mikið.“ Plötur fyrir góða hjóðvist Parki býður upp á hljóðísogsplötur frá Rockfon í sameignir og stigahús. Þær eru framleiddar úr steinull og veita hljóðísog í hæsta gæðaflokki. „Hljóðísogsplötur draga mikið úr bergmáli og skarkala í stigagöngum og eru mikið notaðar í nýbyggingar þar sem kröfur um slíkt eru orðnar meiri en áður,“ útskýrir Bram en markmiðið með hljóðísogsplötum er að skapa sem mesta ró í sameignum. „Við verðum nú vör við mikla vitundarvakningu á meðal húsfélaga um betri hljóðvist í stigahúsum og þær koma í veg fyrir glymjanda og áreiti sem berst utan frá sameign inn í íbúðir. Plöturnar fást í mörgum litum, stærðum og útfærslum sem auð- velda hönnun og uppsetningu í jafnt nýbyggingum sem eldra húsnæði. Hljóðísogskerfi þykja nú orðið sjálf- sögð þægindi í fyrirtækjum og nýjum stigahúsum enda frábær kostur til að fyrirbyggja hávaða af völdum umgangs,“ segir Bram. Parki er á Dalvegi 10-14 í Kópavogi. Sími 595 0570. Sjá parki.is. Með ráð undir rifi hverju Með lausnum frá Parka verður sameignin glæsileg, hlý og hljóðlát. Hjá Parka fást dugandi vörumerki fyrir gólf og hljóðvist í stigahúsum og traustar eldvarnarhurðir sem loka á hljóðmengun úr sameign. Hágæða stigahúsateppi Stigahúsateppin okkar eru slitsterk, ofnæmisprófuð og auðveld í þrifum. Gerum verðtilboð að kostnaðarlausu. Komdu og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Bram Zomers með sýnishorn af sterkum teppum í sameignir. MYND/EYþór KYNNINGArBLAÐ 3 F I M MT U DAG U r 2 9 . M a r S 2 0 1 8 sAMEIGNIN 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -6 6 9 C 1 F 5 6 -6 5 6 0 1 F 5 6 -6 4 2 4 1 F 5 6 -6 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.