Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 34
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 fyrir húsfélög og sameignir Hljóðdempandi, létt í þrifum og umgengni Stigateppi Herra Heckles var ekki auðveldasti nágranninn en vinirnir í Vinum þurftu oft að eiga í samskiptum við hann. Það var alltaf fjör hjá fólkinu í blokkinni og lyftan varð oftar en ekki vett- vangur örlagaríkra atburða. Frá upptökum á Undir sama þaki árið 1976. MYND/SVerrir Kr. BjarNaSoN Sambýlið í fjölbýlishúsum hefur orðið mörgum sjón-varpsskáldum að yrkisefni gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna bandarísku sjónvarpsþættina Melrose Place sem voru vinsælir á tíunda áratugnum þar sem fylgst var með lífi fólks sem bjó í íbúða- hringbyggingu í Los Angeles og var að fóta sig í lífinu. Mikið var um ástir milli grannanna og einnig voru erjur sem enduðu ýmist vel eða illa. Fólkið á Melrose Place virtist eiga allt sitt líf og ástríður innan veggja sameignarinnar og hafði litla ástæðu til að sækja nokkuð út fyrir hana. Svipað var á döfinni hjá vinunum í Friends. Að ógleymdum hinum mikla og stöðuga samgangi milli grannanna í íbúðum 19 og 20 sem voru nánast eins og ein fjölskylda komu aðrir íbúar hússins töluvert við sögu og má þar nefna hinn ein- ræna herra Heckles sem kvartaði stöðugt undan hávaða, ítalska hjarta knúsarann Paolo og hinn sér- staka Danny sem Rachel reyndi eins og hún gat að fá til fylgilags við sig. Húsvörðurinn herra Trieger kom einnig við sögu nokkrum sinnum, til dæmis þegar ruslarennan í blokkinni stíflaðist af of mörgum pitsukössum. Í blokkinni þar sem Ross bjó voru haldnar veislur af minnsta tilefni og einu sinni þegar Monicu fannst hún ekki þekkja nágrannana nógu vel hengdi hún körfur með heimatilbúnu sælgæti á hurðina til að gleðja þá. Íslendingar hafa líka leitað efni- viðar í sjónvarpsþætti í sambýlið í fjölbýlinu. Undir sama þaki voru sex leiknir íslenskir gamanþættir sem sýndir voru í sjónvarpinu haustið 1977. Þættirnir byggðust á danskri fyrirmynd, þáttunum Húsið á Kristjánshöfn í leikstjórn Eriks Balling, sem notið höfðu fádæma vinsælda í danska ríkissjónvarpinu. Hver þáttur var sjálfstæð saga en sögurnar tengdust með því að persónurnar voru allar íbúar sama fjölbýlishúss. Þrjátíu og sex árum síðar eða árið 2013 leit svo Fólkið í blokkinni dagsins ljós en það er gamanþáttaröð fyrir alla fjölskyld- una byggð á sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Vigga er 11 ára stelpa sem býr með fjölskyldu sinni í átta hæða blokk á höfuðborgarsvæðinu. Við kynnumst fjölskyldu hennar sem er ósköp venjuleg íslensk fjöl- skylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni. Þar varð fólk ástfangið milli hæða og lenti í ýmsum ævintýrum. Sú mynd sem dregin er upp af sambýlinu í blokk eða fjölbýli í afþreyingarefni bendir til þess að félagslegum þörfum sé þar fullnægt og rúmlega það. Samhjálpin nær langt út fyrir að fá lánaðan bolla af sykri eða eitt egg, grannarnir leita hver til annars þegar á bjátar, ástir kvikna, störf eru útveguð og þannig mætti lengi telja. Af því má draga þá ályktun að félagslífið í blokkum sé með líflegasta móti þó stundum sé örugglega rifist um hver eigi að þrífa sameignina. Það má allavega draga þá ályktun að það borgi sig að banka upp á hjá nágrönnunum, jafnvel henda upp einni garðveislu til að hrista hópinn saman. Fjör í fjölbýli Samkvæmt sjónvarpsþáttum er yfirleitt mikið stuð í sam- eigninni og mikill samgangur milli íbúa í fjölbýlishúsum. 6 KYNNiNGarBLaÐ 2 9 . M a r S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RSaMeiGNiN 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -6 6 9 C 1 F 5 6 -6 5 6 0 1 F 5 6 -6 4 2 4 1 F 5 6 -6 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.