Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 40
Leikskólaföt kvennanna í Prjónafjelaginu eru stælleg, hlý og þægileg. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Að grípa í prjónana jaðrar við að vera jóga,“ segir flugum-ferðarstjórinn Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir. Heiðrún er í Prjónafjelaginu sem gaf á dögunum út prjónabókina Leikskólaföt 2, sem er framhald af hinni geysivinsælu bók Leikskóla- föt. „Prjónafjelagið varð til utan um ástríðuverkefni fjögurra vinkvenna sem vildu búa til prjónabók,“ útskýrir Heiðrún sem smitaðist fyrst af prjónabakteríunni þegar hún eignaðist börn en hún er fjögurra barna móðir. „Okkur Evu Mjöll Einarsdóttur flugumferðastjóra varð vel til vina í vinnunni í gegnum sameiginlegt prjónaáhugamál okkar og þrædd- um saman prjónabúðirnar, þar á meðal Litlu prjónabúðina í Faxa- feni. Hún er hálfgerð félagsmiðstöð kvenna sem koma þangað inn í leit að garni en eru, áður en þær vita af, sestar niður, byrjaðar að fitja upp og farnar að prjóna í skemmtilegum félagsskap annarra prjónakvenna,“ upplýsir Heiðrún sem kynntist þar einmitt Prjónafjelagskonunum Sigurlaugu Elínu Þórhallsdóttur og Dagbjörtu Guðmundsdóttur, eiganda Litlu prjónabúðarinnar. „Sigurlaug hreif okkur Evu með jákvæðni sinni og skemmtileg- heitum, og Dagga (Dagbjört) er einkar yndisleg stelpa sem laðar fólk að sér,“ segir Heiðrún um ein- staka vináttu sem myndast hefur í Prjónafjelaginu. „Þetta er algjör- lega flekklaust samband og gengur aðeins of vel miðað við fjórar stelpur, sem gengur nú ekki alltaf upp. Þá er alveg sérstaklega gott að búa að sérfræðikunnáttu Döggu um prjónaskap og sem hefur hannyrðir að atvinnu.“ Mættu þörf fyrir börnin Hugmyndin að bók um leikskólaföt kviknaði í einu prjónakaffinu. „Þá kom upp úr dúrnum að það sárvantaði prjónauppskriftir að leikskólafatnaði og þörfin var mikil. Því ákváðum við að hanna falleg munstur og flíkur fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára og setja í eina bók, en svo komumst við að því að það væri ekki sniðugt því prjóna- konan þarf létta bók sem hún getur stungið ofan í tösku og er úr Prjónaskapur er eins og jóga Prjónafjelagið er félagsskapur fjögurra vinkvenna sem hafa yndi af prjónaskap. Saman hafa þær skapað dásamlega bók með nytsamlegum og fallegum prjónafötum fyrir börn á leikskólaaldri. Heiðrún, Dagbjört og Sigurlaug með leikskólaföt í Litlu prjónabúð- inni. Á myndina vantar Evu Mjöll. MynD/StEfÁn 36 Lamauld endingargóðum pappír,“ segir Heið- rún um ástæðu þess að bækurnar eru orðnar tvær. Meðal efnis í Leikskólafötum 2 eru uppskriftir að sokkum, húfum, vettlingum, peysum og samfest- ingum. „Við höfðum í huga hvað nýtist leikskólabarninu best. Það eru hlý föt en líka létt inn á milli og sem gagnast á öllum árstíðum. Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur yfir í flóknari uppskriftir fyrir vant prjónafólk, og hægt er að velja um margs konar garn, þótt íslenska ullin sé vinsælasti valkosturinn,“ segir Heiðrún, en vinsælasta upp- skriftin um þessar mundir er hlýr og dásamlegur samfestingur undir pollagalla. Draumur Prjónafjelagskvenna er að gefa út fleiri prjónabækur. „Þetta er ástríðu- og gæluverkefni okkar allra og það er gaman að gera bækur. Það gerir maður ekki á hverjum degi,“ segir Heiðrún en viðtökur við báðum bókunum hafa verið frábærar. „Það er alltaf í móð að prjóna enda einkar notaleg iðja. Prjóna- skapur og hannyrðir sameina fólk eins og í baðstofunni forðum og yfir prjóneríinu skapast tækifæri til að spjalla um áhugamálið og kynnast skemmtilegu fólki.“ 25 Cascade 220 Léttlopi 10 KynnInGARBLAÐ fÓLK 2 9 . M A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -A 1 D C 1 F 5 6 -A 0 A 0 1 F 5 6 -9 F 6 4 1 F 5 6 -9 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.