Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 52
SPURNINGAKEPPNI FJÖLMIÐLANNA SKÍRDAG, FÖSTUDAGINN LANGA OG PÁSKADAG KL. 16:00-18:30 Stefán Pálsson tekur á móti eldkláru fjölmiðlafólki í uppáhalds spurningakeppni þjóðarinnar. The Passion of The ChrisT (2004) Sjálfsagt á engin kvikmynd betur við á föstudaginn langa en mynd Mels Gibson um síðustu tólf klukkustundirnar í jarðnesku lífi Jesú Krists. Óháð öllu sem segja má um leikstjórann sjálfan þá er þessi blóðuga mynd sjónrænt listaverk og óhjákvæmilegt annað en að þjást með frelsaranum undir henni. Hér er Kristur svo sannarlega píndur á dögum Pontíusar Pílat- usar, krossfestur, dáinn og grafinn og ekkert dregið undan í lýsingum á þeim ósköpum öllum. Eftir frum- sýningu myndarinnar á Íslandi í mars 2004 hafði Karl Sigurbjörns- son biskup þetta um hana að segja við Fréttablaðið: „Myndin er mjög áhrifarík og ég verð að játa það að ég var lengi að jafna mig. Hún gengur mjög nærri manni, þannig að stundum finnst manni um of. Þessi mynd er ekki fyrir viðkvæmar sálir og alls ekki fyrir börn.“ Gunnar Þorsteins- son, löngum kenndur við Krossinn, sagði við sama tækifæri að aug- ljóst væri að Gibson hefði gert hana innblásinn heil- ögum anda. „Þetta er auðvitað stærsta drama mannkynssögunnar. Það er ekki til meira drama en fórn- andi kærleikur lifandi Guðs eins og hann birtist í Jesú Kristi. Það hefur enginn nálgast þetta eins og Mel Gibson og hann skýtur öllum öðrum ref fyrir rass.“ The LasT TemPTaTion of ChrisT (1988) Gunnar var ekki jafn hrifinn af Síð- ustu freistingu Krists eftir meistara Martin Scorsese. Sú mynd var gerð eftir samnefndri skáldsögu Nikos Kaz- antzakis sem sýndi Jesú í mannlegu ljósi. Sem mann sem var við það að bug- ast undan þeim byrðum sem Guð lagði á hann og féll næstum fyrir freistingum Satans á krossinum. Engu að síður gríðarlega áhrifarík mynd þar sem Willem Dafoe glansar í hlutverki Krists og Harvey Keitel skilar Júdasi með sóma. Ekki spillir svo fyrir að David heitinn Bowie dúkkar upp sem Pontíus Pílatus. Life of Brian (1979) Bresku grínararnir í Monty Python gátu vitaskuld ekki látið píslarsög- una í friði og fyrir þá sem kjósa að minnast frelsarans með ögn meiri léttúð en Gibson og Scorsese bjóða upp á er Life of Brian tilvalin. Hér segir frá hinum lánlausa Brian sem fæðist á jólunum í gripahúsinu við hlið þess sem María og Jósep fengu að dvelja í. Hann er síðan kross- festur í mis- g r i p u m fyrir Jesú en syngur með krossfestum f é l ö g u m sínum á Gol- g a t a h æ ð a ð alltaf megi nú samt horfa á björtu hliðarnar í lífinu. Jesus of monTreaL (1989) Þessi fallega kanadíska mynd lætur ekki mikið yfir sér en hún jarð- tengir píslarsöguna ákaflega fallega í hversdagslegu samhengi. Leikhópur ákveður að setja píslarsöguna á svið í óþökk kaþólsku kirkjunnar og líf leikaranna renna saman við efni- viðinn og sá sem leikur Krist lifir sig átakanlega inn í hlutverkið. The Big LeBowski (1998) Hér er ein fyrir þá trúlausu að slaka á yfir eftir að hafa spilað sitt páskabingó á föstudaginn langa. Tengingin við píslargöngu Krists er svo sem engin en í henni fer Jesús nokkur Quintana mikinn í túlkun Johns Turturro. Hann er helsti aðstæðingur hins sultuslaka Dude og lærisveina hans á keilubrautinni. Óþægur ljár í þúfu og ekkert sér- staklega kristilegur í oflæti sínu, hroka og heit- strengingum u m a ð „ e n g i n n rugli sko í Jesús- inum“. Fimm upplagðar en ólíkar páskamyndir Páskarnir eru helsta hátíð kristinna manna. Á föstudag- inn þjást þeir með frelsaranum en á sunnudag fagna þeir sigri hans á dauð- anum. Því er tilvalið að ganga í drjúgan sjóð kvikmynda um píslargönguna. Hér eru fimm góðar. Jim Caviezel í hlutverki Krists í The Passion of the Christ. Erfiðri mynd á að horfa en eins og í píslarsögunni leynist þar djúpstæð fegurð, von, í þjáningunni. 2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r32 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð Bíó 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -7 0 7 C 1 F 5 6 -6 F 4 0 1 F 5 6 -6 E 0 4 1 F 5 6 -6 C C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.