Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 54

Fréttablaðið - 29.03.2018, Page 54
www.heimavellir.is LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Heimavellir bjóða 60 íbúðir til leigu í Boðaþingi 14-16 og 18-20 í Kópavogi. Þetta er fyrsta verkefni Heimavalla sem er sérstaklega ætlað fólki sem er 55 ára og eldra. Um er að ræða glæsilegar og vel hannaðar íbúðir í rólegu og friðsælu umhverfi rétt við Elliðavatn og Heiðmörk. Húsin eru í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara. Kynntu þér málið á www.heimavellir.is Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Sérhannaðar leiguíbúðir fyrir 55 ára og eldri Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 29. mars 2018 Tónlist Hvað? Möller Records á Húrra Hvenær? 21.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Möller Kvöld á Húrra. 1.500 krón- ur inn og glaðningur fylgir með. Hvað? Fararsnið – Jelena Ciric & Mar- teinn Sindri Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Það að sýna á sér fararsnið merkir að undirbúa brottför, leggja upp í nýtt ferðalag, en þó má vel hugsa sér að orðið merki jafnframt eitt- hvað svipað og ferðalag – snið er sú mynd sem förin tekur á sig. Tónlistarfólkið Jelena og Marteinn hafa búið í samtals sjö löndum og hefur sú reynsla þeirra haft djúp- stæð áhrif á tónlist hvors um sig. Hvað? Tónleikar Þóru og Pálma Hvenær? 17.00 Hvar? Fríkirkjunni í Reykjavík Viðburðir Hvað? Íslandsmótið í fitness 2018 Hvenær? 17.00 Hvar? Háskólabíói Íslandsmótið í fitness fer fram í dag, fimmtudaginn 29. mars (skírdag), í Háskólabíói. Að þessu sinni verður mótið haldið á einum degi. Forkeppni byrjar að morgni klukkan 10.00 og hápunkturinn er klukkan 17.00 þegar úrslitin hefj- ast. Alls eru 80 keppendur skráðir til leiks og má því búast við fjörugu móti. Hvað? Passíusálmalestur Hvenær? 17.00 Hvar? Hallgrímskirkja Á þessu ári eru 150 ár liðin síðan sr. Friðrik Friðriksson fæddist og verður þess minnst með ýmsu móti. Í dymbilviku verða Passíu- sálmarnir lesnir af fulltrúum þeirra félaga sem hann stofnaði eða átti þátt í að stofna. Lesararnir eru fulltrúar KFUM & K, Knattspyrnu- félagins Vals, Skátahreyfingar- innar, Karlakórsins Fóstbræðra og úr hópi sérþjónustu kirkjunnar. Tónlistarflutningur er í höndum Björns Steinars Sólbergssonar, Laufeyjar Geirlaugsdóttur, Magneu Tómasdóttur, Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Guðmundar Vignis Karlssonar. Föstudagur Viðburðir Hvað? Stabat Mater Hvenær? 14.00 Hvar? Hjallakirkju Föstudaginn langa, 30. mars, munu Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran og kammerhópur- inn ReykjavíkBarokk flytja hið undurfagra tónverk Stabat Mater eftir Pergolesi. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk er skipaður þeim Guðnýju Einarsdóttur, Önnu Hugadóttur, Hildigunni Halldórs- dóttur, Ólöfu Sigursveinsdóttur og Diljá Sigursveinsdóttur. Hvað? Komdu að hanga á föstu- daginn langa Hvenær? 11.00 Hvar? Dillon, Laugavegi Samkvæmt lögum um helgidaga- frið er ýmis starfsemi óheimil á föstudaginn langa. Í tilefni dagsins munum við því blása til mjög almennra leiðinda á föstudaginn 2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r34 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -8 4 3 C 1 F 5 6 -8 3 0 0 1 F 5 6 -8 1 C 4 1 F 5 6 -8 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.