Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 64

Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 64
FERSKT Á FERÐINNI * FRESH TO GO *GERIR KRAFTAVERK* / Fyrir DAGLEGT BRAUÐ / Sóma salat & Sóma hummus Í dag er góður dagur. Skinkubátur er bátur dagsins á 649 kr. Opið allan sólarhringinn í öllum verslunum Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5800 Ritstjórn 512 5801 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 512 5401 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Jóhanns Óla Eiðssonar BAkþAnkAR Fyrir tólf árum stóð ég frammi fyrir vali. Fermingartíma­bilið var handan við hornið. Bekkjarfélagarnir tóku þá ákvörðun að læra trúarjátninguna, klæðast hvíta kuflinum og gleypa messu­ vínsraka oblátuna. Sjálfur hafði ég aldrei verið sér­ stakur aðdáandi herrans á himnum. Honum hafði gengið illa að svara þeim spurningum sem ég hafði, eða mér illa að hlusta, og ég var nokkuð efins um tilvist hans. Fannst mér það því jaðra við fjársvik að stað­ festa trúna til þess eins að fá græjur og aura frá ættingjum og vinum. Varð það úr að ég er ekki stak mengisins „fullorðinna manna tala“. Mér eldra og vitrara fólk, sem nóg er af, var misskilningsríkt í garð þessarar niðurstöðu. Sumir reyndu að sannfæra mig um ágæti drottins og aðrir bentu á hinn fjárhagslega ávinning sem konfirmasjóninni fylgdi. Flestir sýndu þessu skilning. Eftirminnilegustu viðbrögðin voru aftur á móti frá ættingja sem mældi mig út eftir að ég tjáði honum afstöðu mína. Eftir stutta þögn svaraði hann með orðunum „þú munt verða prestur“. Sjö árum síðar stóð ég aftur fyrir vali þegar til stóð að ákveða náms­ leið í háskóla. Eftir kynningu á því sem í boði var staldraði hugur minn lengi við guðfræðideildina. Sálu­ hjálp, trúarathafnir, hið heilaga orð og mögulegt brauð úti á landi hljóm­ aði barasta alls ekki svo galin vinna. Þegar ég var við það að innritast í guðfræðideildina bergmáluðu fyrr­ greind orð hins vegar í huga mér. Stolt mitt hreinlega leyfði það ekki að láta manninn hafa rétt fyrir sér. Athugasemdum um þennan þvætting, sem og annan sem ég sendi frá mér, er því rétt að beina til þessa sifjunga míns enda kenni ég honum alfarið um það að ég sé ekki frelsaður og að bera út fagnaðar­ erindið. Fermingin 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 6 -5 7 C C 1 F 5 6 -5 6 9 0 1 F 5 6 -5 5 5 4 1 F 5 6 -5 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.