Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 30
Við getum létt undir Umönnun foreldra er gefandi en getur tekið á vegna annríkis í daglegu lífi. Við getum létt undir með sveigjanlegri aðstoð á heimilinu og ráðgjöf. Heimahreyfing – sérsniðin styrktarþjálfun Aðstoð við böðun Innlit Viðvera Aðstoð við heimilishald Útréttingar og bæjarferðir PO RT h ön nu n ( HEIMA Heilsa Vellíðan Daglegt líf NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sími 563 1400 soltunheima@soltunheima.is www.soltunheima.is Hjúkrunarfræðingur kemur heim og saman finnum við þjónustuúrræði fyrir þínar þarfir. Fyrsta heimsókn án skuldbindingar og kostnaðar. Persónuleg og sveigjanleg þjónusta V ið höfum verið að fara ítarlega í gegn-u m f ra m k væ m d samræmdra könn-unarprófa,“ segir Arnór Guðmunds- son, forstjóri Menntamálstofnun- ar, sem hefur verið gagnrýnd fyrir framkvæmd slíkra prófa nýverið. Í ár settu tæknilegir annmarkar prófin úr skorðum. Tæknifyrirtæki sem annast framkvæmd prófanna axlaði alla ábyrgð á mistökunum í vikunni og bað yfirvöld og alla hlutaðeigandi afsökunar. „Flestar þjóðir hafa einhvers konar samræmt námsmat. Mönn- um hættir til að tala um samræmd próf sem upphaf og endi alls. En það er svo fjölbreytt námsmat sem fer fram í skólum. Fjölbreytt mat er best til að mæla getu. Mér finnst ágæt líking sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, notaði: Hvernig mælir þú rós? Það segir ákveðið um rósina ef þú mælir til dæmis lengd- ina á stilknum en það segir ekkert um fegurð hennar,“ segir Arnór. Arnór leggur áherslu á að tilgang- ur samræmdra könnunarprófa sé fyrst og fremst að meta hvort mark- miðum aðalnámskrár hafi verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, yfirvalda og kennara um þekkingu og hæfni nemenda. Niðurstaðan geti verið mikilvæg skilaboð um námið. Hann bendir á að undanfarið hafi verið unnið að því að gera samræmdu könn- unarprófin einstaklingsmiðuð. „Þá fylgir prófakerfið eftir getu hvers og eins nemanda. Prófin verða mann- eskjulegri. Nemendur sem sýna fram á góða hæfni fá hærra hlut- fall erfiðra prófspurninga. En þeir, sem skortir hæfni, fá hærra hlutfall auðveldari spurninga. Slík próf eru öllum til hagsbóta, þau byggja á stórum banka af fjölbreyttum próf- spurningum. Því höfnuðum við því upphaflega að gera prófspurningar opinberar,“ segir Arnór frá. „En fyrir okkur vakti að gæta þess að hægt væri að nota prófspurningar í þennan prófabanka.“ Arnór vísar í gagnrýni foreldra sem vildu sjá próf og prófúrlausnir barna sinna en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í tvígang kveðið upp úrskurð um að Mennta- málastofnun þurfi að veita foreldr- um barna aðgang að úrlausnum þeirra í samræmdum könnunar- prófum en stofnunin hafði neitað að afhenda bæði prófin og úrlausn- irnar. Meiri sveigjanleiki „Við munum að sjálfsögðu hlíta úrskurðinum og ætlum að birta prófin á heimasíðu okkar. Svo erum við að skoða fleiri möguleika á því hvernig við getum birt niðurstöður nemenda í þessum prófum,“ segir Arnór. Er þörf á öllum þessum samræmdu prófum? Er ekki bara hægt að halda þau einu sinni, á svipaðan hátt og Finnar gera? „Ég held að það hafi verið þörf á upplýsingum um gæði skólastarfsins síðustu ár. En annars er best að treysta á kennara og skóla. Í framtíðinni verður meiri sveigjan- leiki og kennarar og skólar hafa meira um fyrirlögnina að segja.“ Námsgögn ekki boðin út Stofnunin gegnir margþættu hlut- verki sem viðkemur menntun barna. Til dæmis er hún ábyrg fyrir allri framleiðslu námsgagna. Afar sjaldan fer slík framleiðsla í útboð heldur leita ritstjórar stofnunarinn- ar til höfunda sem þeir treysta fyrir gerð námsefnisins. „Við erum með ritstjóra sem eru yfir tilteknum greinum. Það er haft samráð við fagfélög kennara um hvar vantar námsefni, hvaða námsefni þarf að endurnýja og svo framvegis. Á grundvelli þess er búin til útgáfuáætlun fyrir hvert ár. Stundum gerum við samninga við erlenda útgefendur um að þýða og staðfæra þeirra efni. Námsefnið er skrifað utanhúss og ritstjórar leita til höfunda. Það er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar hverjir geta skrifað námsefni,“ segir Arnór. Hvers vegna er þetta ekki boðið út? „Þetta er hefð sem er arfleifð frá Námsgagnastofnun og þetta eru verkefni sem eru undir útboðs- skyldu. Ég held það sé frekar farið eftir ráðleggingum fagfélaga um hverjir gætu verið best til þess fallnir að semja efnið. En þetta er í endurskoðun. Við erum að vinna í nýrri stefnu hvað þetta varðar.“ Það virðist vera að það vanti námsgögn sem miða að innflytj- endum. Og þá sérstaklega þeim sem eru nýkomnir til landsins. „Það er mjög lítið til af efni fyrir þennan hóp, því miður. Nýlega hóf störf hjá okkur sérfræðingur í þessum efnum. Hún hefur farið yfir okkar námsefni og greint hvað vantar. Niðurstaðan er sú að það bráðvantar slíkt efni. Í Svíþjóð er sérstakt móttökunáms- efni og sérstakt námsefni samið fyrir hóp innflytjenda. Við erum að skoða það í samstarfi við sveitar- félög að útbúa slíkt námsefni. En það er á byrjunarstigi.“ Hvernig mælir þú rós? með meistarapróf í námssálfræði og hefur mikla reynslu af kennslu og stefnumótun í námi. Hún segist talsmaður mælinga og telur að það eigi að mæla árangur í öllum kerfum sem samfélagið setur fjármuni í. „Markmiðin þurfa hins vegar að vera skýr. Samræmdu prófin á Íslandi eru barn síns tíma og markmið þeirra óskýr. Þau eru öll tekin á sama tíma sem er úrelt krafa og setur þannig prófin í forgrunn hjá börnum, foreldrum og skóla- fólki. Þau mæla heldur ekki þær kröfur um árangur sem við setjum á skóla í aðalnámskrá og lögum um grunnskóla,“ segir Þorbjörg Helga og segir námsmatið byggt á úreltum viðmiðum. „Það er liðin tíð að fólk geti lært próf utan að. Kröfur um gott nám eru af allt öðrum toga og það lærir enginn utan að algebrudæmi án þess að annaðhvort kunna algebru eða æfa sig mjög vel fyrir prófið. Og þá er árangrinum náð, ekki satt? Ég vil líka sjá finnska kerfið, sem skoðar með tilviljunarkenndum hætti kennslu í ólíkum fögum til að ná utan um fleiri fög. Og hver segir að það sé ekki hægt að halda sam- ræmt próf í textíl fyrir þá nemendur sem vilja?“ Þorbjörg Helga segir að þótt tekist hafi verið á um mennta- kerfið undan farið séu vandamálin ekki óyfirstíganleg. „Þó það brenni eldar alls staðar, þá eru þeir ekkert risastórir. Það gerir mig bjartsýna á að við getum byggt aftur upp frekar hratt. Það sem þarf að laga helst eru þeir rammar sem skóla- starf eru læst í, rammar samninga, reglugerða, skriffinnskuskyldu og ótrúlega ómarkviss starfsþróun kennara. Við höfum í mörg ár sett stefnumótun um mjög byltingar- kenndar breytingar, innleitt reglur og lög en ekki sett krónu né aur til að fylgja breytingunum eftir. Hvaða fyrirtæki myndi gera slíkt? Að bylta starfsumhverfinu en fjárfesta ekki í breytingunni? Það er kominn tími fjárfestinga,“ segir Þorbjörg Helga. Hún segist vilja sjá miklu meira samstarf skóla og samfélags. „Áður fyrr var skólinn tvísetinn en það hafa ekki margar „kennslustundir“ bæst við. Getum við ekki skapað umhverfi þar sem nemendur eru í þemastarfi í samfélaginu og kenn- arar skipta með sér að vinna undir- búningsvinnu fyrir næstu lotu á meðan? Ég held að það verði að brjóta skólastarf upp með róttækum hætti til að breyta. Síðan kemst nýtt jafnvægi á,“ nefnir hún. Skorar á ráðherra Þorbjörg Helga skorar á Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menn- ingarmálaráðherra að losa um reglugerðir og auka frelsi kennara og skólastjórnenda til muna. „Þá fá þeir meiri tíma til að breyta skólastarfi að innan. Ég vil sjá miklu sterkara eftirlit og úrræði fyrir börn sem lenda í vandræðum á yngsta stigi grunnskóla. Leikskólinn stendur sig afburða vel en ramminn fyrir þessi börn brotnar þegar þau koma á næsta skólastig. Þessi börn eru þau sem eru líklegust til að falla brott úr fram- haldsskóla, úrræðin þurfa að færast neðar í skólakerfið því í framhalds- skóla er það því miður orðið of seint fyrir flesta,“ segir Þorbjörg Helga og deilir sinni sýn á hvað þurfi að ráð- ast í núna. „Við verðum að horfa til tækni- byltingarinnar í að einfalda öll ferli í starfsumhverfi skóla. Það á að stefna á að byggja upp rafrænan gagnabanka verkefna og prófa til að nemendur geti haft aðgang að þessum gögnum hvenær sem er og tekið prófin næstum þegar þau vilja. Kennarar eiga að fá miklu öflugri starfsþróun og upplýsingar í gegn- um veflæg námskeið. Okkur skortir verulega efni og miðlægt setur til að styrkja allt kerfið í íslenskukennslu fyrir börn af erlendu bergi brotin.“ Blómaskeið í framhaldsskólum Dóttir Þorbjargar Helgu útskrifast líklega árið 2030 úr framhaldsskóla, þá nítján ára gömul. „Ég er mjög bjartsýn fyrir hennar hönd því fram- haldsskólinn er að breytast í rétta átt. Þverfagleg vinnubrögð eru nú auðveldari með breyttu umhverfi kennara og ég held að hann muni upplifa blómaskeið næstu tvo áratugi. Ég er því bjartsýn á að útskriftar árgangurinn 2030 verði tilbúinn í framtíðina sem við erum öll smá smeyk við þar sem enginn veit hvaða störf verða í boði.“ Arnór Guðmunds- son, forstjóri Menntamálastofn- unar, segir samræmd könnunarpróf ekki upphaf og endi alls. Fjölbreytt námsmat í skólum sé best til að mæla getu nemenda. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. FréttABlAðið/ANtoN BriNk Prófin verða mann- eskjulegri. nemendur sem sýna fram á góða hæfni fá hærra hlut- fall erfiðra Próf- sPurninga. en þeir, sem skortir hæfni, fá hærra hlutfall auð- veldari sPurninga. Fréttablaðið.is Lengri útgáfa af greininni er á frettabladid.is. ↣ 2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 4 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -F E 5 8 1 F 4 C -F D 1 C 1 F 4 C -F B E 0 1 F 4 C -F A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.