Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 42
FLOORING SYSTEMS
SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
teppaflísar
Sterkar og einfaldar í lögn
O
ttó A
ug
lýsin
g
astofa
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Unnar er að vonum ánægður með viðtökurnar sem staðurinn Icelandic Street
Food hefur fengið. MYND/ANTON BRINK
Íslensk kjötsúpa er einn af þeim
þremur réttum sem Icelandic Street
Food býður upp á. MYND/ANTON BRINK
Veitingastaðurinn Icelandic Street Food á Lækjargötu er nýr, en hefur slegið algjör
lega í gegn. Staðurinn býður upp á
hefðbundinn íslenskan heimilis
mat fyrir ferðamenn og er í fyrsta
sæti á lista vefsíðunnar TripAdvisor
yfir bestu veitingastaði borgarinnar
með tæplega 900 ummæli, en 87%
þeirra gefa staðnum fullt hús stiga.
„Ég hef verið í alls konar veitinga
rekstri og fylgt frægum erlendum
gestum um landið,“ segir Unnar
Helgi Daníelsson, súpukall og stofn
andi staðarins. „Ég opnaði þennan
stað svo bara fyrir sjö mánuðum
síðan, svo hann er glænýr, en það er
nú þegar búið að skrifa um hann í
The Times og American Airlines eru
að gera þátt um staðinn sem verður
sýndur í öllum vélum félagsins.
Þetta hefur undið hratt upp á sig.“
Gerði kjötsúpu að skyndibita
„Hugmyndin að staðnum vaknaði
þegar ég var í París fyrir átta mán
uðum. Þar selja margir hefðbund
inn mat og mér fannst það vanta í
senuna hérna heima, að einbeita
sér alveg að íslenskum mat,“ segir
Unnar. „Mig langaði líka að selja
eitthvað sem ég yrði stoltur af að
selja og hefði einhverja sögu. Þess
vegna henti ég mér í þetta.
Ég fékk mjög mikla hjálp frá
systur minni, Thelmu Björk, og
kærastanum hennar, Sigurði Lauf
dal, þau eru bæði mjög framarlega
í matargerð,“ segir Unnar. „Hún var
valin annar besti þjónn á Norður
löndunum, sem er besti árangur
sem Íslendingur hefur náð á þeim
vettvangi, og hann var matreiðslu
maður ársins. Þau hjálpuðu mér að
setja þetta allt saman upp, þannig
að ég get ekki tekið allan heiðurinn.
Það var eins og pabbi sagði,
annaðhvort gengur þetta ógeðslega
vel eða bara alls ekki. Það fór þann
ig að þetta gengur ótrúlega vel. Ég
held að það sé enginn á landinu
sem selur jafn mikið af kjötsúpu
og ég,“ segir Unnar. „Ég var fyrstur
til að gera kjötsúpu að skyndibita
ferðamanna og við seljum svona
400 lítra af kjötsúpu á dag.“
Uppskriftir frá ömmu og afa
„Við bjóðum upp á þrjá rétti sem
eru allir mjög vinsælir, kjötsúpu,
plokkfisk og humarsúpu með
skelfiski. Svo eru pönnukökur og
hjónabandssæla í eftirmat og þetta
er allt gert eftir uppskriftum frá
ömmu og afa,“ segir Unnar. „Þau
verða einmitt líka í þættinum frá
American Airlines, sem er mjög
gaman.“
En það fer ekki allur íslenskur
matur vel í erlenda gesti. „Hákarl
er eitthvað sem þeim finnst
viðbjóður,“ segir Unnar. „Ég gef
útlendingum hákarl og spila
Immigrant Song með Led Zeppelin
á meðan þeir borða þetta. Ég segi
við þau að þetta sé gömul hefð,
ég mæli alls ekki með þessu, þetta
sé það versta sem um getur og að
ég myndi ekki gefa versta óvini
mínum þetta, en ef þau vilji prófa
sé það meira en velkomið. Þá vilja
allir smakka. Fæstum finnst hann
góður, þó það sé alltaf einn og einn,
en sumir segja að þetta sé bara eins
og sterkur ostur.“
Vill bjóða útlendinga
velkomna
Þegar Unnar er spurður hvernig
staðurinn komst í fyrsta sæti á Trip
Advisor segir hann að það hafi fyrst
gerst hægt og rólega, en svo mjög
hratt. „Við komumst í fyrsta sæti
þegar það voru 70 manns búnir að
skrifa um staðinn og síðan hafa 800
manns í viðbót skrifað ummæli, en
við fáum um það bil 150 ummæli á
mánuði. Meirihlutinn hefur verið
ánægður,“ segir hann.
„Auðvitað getur maður aldrei
glatt alla, en við reynum okkar besta
til að veita góða þjónustu og bjóða
erlenda gesti velkomna til lands
ins. Mér finnst það skipta rosalega
miklu máli,“ segir Unnar. „Ég man
að áður en ég opnaði flautaði ég
á túrista í umferðinni, en nú er ég
bara sallarólegur. Maður verður að
fatta að þetta er fólk sem er búið að
bjarga hagkerfinu hérna. Auðvitað
er þessi bær orðinn svolítið mikill
túristabær, en þetta skiptir máli.“
Breytir ekki því sem virkar
Unnar segir að það standi ekki til að
breyta neinu í rekstri staðarins. „Ég
ætla bara að halda áfram að gera það
sem gengur vel. Þetta er einfalt og
þetta virkar, svo ég sé enga ástæðu
til að breyta,“ segir hann. „Það koma
stundum ummæli um að matseðill
inn sé takmarkaður, en ég myndi
bara ekki ráða við allan þennan
fjölda fólks ef svo væri ekki. Þetta
er líka ódýr matur í framleiðslu og
maður vill halda verðinu í góðu lagi
líka, því krónan er sterk.“
Það eina sem Unnar myndi vilja
sjá breytast væri að fá fleiri Íslend
inga í heimsókn. „Bæði Íslendingar
og útlendingar eru mjög ánægðir
með matinn,“ segir hann. „Íslend
ingar eru bara enn þá að uppgötva
okkur.“
Hefðbundinn
íslenskur matur slær í gegn
Unnar Helgi Daní-
elsson opnaði
nýlega veitinga-
staðinn Icelandic
Street Food, sem
selur hefðbund-
inn íslenskan mat.
Staðurinn var
fljótur að komast
í fyrsta sæti á lista
TripAdvisor yfir
bestu veitinga-
staði borgarinnar.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RALLT FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
D
-0
8
3
8
1
F
4
D
-0
6
F
C
1
F
4
D
-0
5
C
0
1
F
4
D
-0
4
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K