Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 93
Þær eru bragð-
góðar, hægt er að
útfæra þær á óteljandi
vegu og það er ódýrt og
þægilegt að eiga þær í
skápnum ef gesti ber að
garði.
Fyrirtækið Vilko hefur verið starfrækt í nær 50 ár og eru vörur þess fyrir löngu orðnar
landsþekktar meðal landsmanna
á öllum aldri. Eitt það fyrsta sem
kemur upp í hugann eru Vilko
vöfflurnar sem hafa verið á borðum
landsmanna undanfarna tvo
áratugi. Starfsmenn fyrirtækisins
fagna að sjálfsögðu alþjóðlega
vöffludeginum sem verður haldinn
á morgun, 25. mars, og segir Kári
Kárason, framkvæmdastjóri Vilko,
daginn í hávegum hafðan innan-
húss. „Við fögnum að sjálfsögðu
umræðunni um alþjóðlega vöfflu-
daginn. Vöfflur eru einhvern veginn
hin fullkomna skyndiveisla. Þær
eru bragðgóðar, hægt er að útfæra
þær á óteljandi vegu og það er ódýrt
og þægilegt að eiga þær í skápnum
ef gesti ber skyndilega að garði,“
segir Kári. „Ferðamannaiðnaðurinn
hefur tekið vel í Vilko vöfflur og
sala á stærri einingum fyrir hótel
og veitingahús hefur rokið upp.
Við Íslendingar erum kannski ekki
vanir þessu en nýbakaðar vöfflur
með hunangi eða sírópi eru mjög
vinsæll morgunverður hjá ferða-
mönnum og hóteleigendum, enda
magafylli mikil.
Hann segir galdurinn á bak við
vinsældir Vilko vöfflunnar vera
einfaldan. „Hann liggur í þróunar-
vinnunni sem var sett í gang á
sínum tíma. Eftir margar tilraunir
og smakkanir komum við okkur
niður á uppskrift og hráefnisbirgja
sem við höfum haldið óbreyttu frá
fyrsta degi.“ Sem dæmi nefnir hann
að Vilko hafi notað Royal lyfti-
duft frá fyrstu uppskrift og hveiti
frá Kornax auk þess að nota allt
íslenskt hráefni sem völ er á. Ég held
í raun að galdurinn sé sá að breyta
engu og ekki elta ódýrara hráefni.“
Nýjungar í neyslu
Það eru ekki margir sem gera sér
grein fyrir því að vöfflur eru til-
tölulega holl vara þegar kemur að
sykurinnihaldi, en það er hins vegar
viðbitið, þ.e.a.s. sultan og sírópið,
sem gerir hana sætari. Við fáum
oft myndir og uppskriftir frá fólki
sem er að nota vöfflur meira sem
máltíð. Þá er fólk að leika sér með
hrísgrjóna- og kjúklingarétt, vaffla
með skinku og osti er t.d. eitthvað
sem við áttum ekki von á að sjá,
né síður vöfflur með rækjusalati í
formi brauðtertu, við höfum prófað
það hér í Vilko og það er í raun
mjög flott, vaffla með reyktum laxi,
vaffla í morgunmat með eggi er líka
eitthvað sem við áttum ekki von á,
en markaðurinn virðist oft finna
betri leiðir til neyslu en við. Alla
vega er okkur ljóst að vöfflur með
kaffinu eru langt frá því að vera eini
notkunarmöguleikinn þegar kemur
að vöfflum.
Fullkomin skyndiveisla
Vöfflurnar frá
Vilko eru bragð-
góðar og hægt er
að útfæra þær á
ótal vegu. Þegar
gesti ber að garði
er þægilegt að
eiga Vilko vöfflur í
skápnum.
„Vöfflur eru einhver veginn hin fullkomna skyndiveisla,“ segir Kári Kárason,
framkvæmdastjóri Vilko. MYND/GUNNAR TR. HALLDÓRSSON
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 4 . M A R S 2 0 1 8
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
D
-2
A
C
8
1
F
4
D
-2
9
8
C
1
F
4
D
-2
8
5
0
1
F
4
D
-2
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K