Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 2
hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilu- mál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfs- maður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneig- ingu til að fara frjálslega með höf- undarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamanna- fundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjöl- miðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið. gar@frettabladid.is Veður Á morgun er spáð hægum vindi og bjartviðri, en stöku éljum úti við norðurströndina. Fremur kalt í veðri. sjá síðu 50 Sóknarfærin í fjórðu iðnbyltingunni rædd Á nýjum stað Nýsköpunarfyrirtækið Valka, sem hannar hátæknilausnir fyrir sjávarútveg, flutti á dögunum í nýtt húsnæði. Af því tilefni boðaði fyrirtækið til fagnaðar í gær og efndi jafnframt til ráðstefnu um sóknarfæri Íslendinga í fjórðu iðnbyltingunni. Helgi Hjálmarsson, framkvæmda- stjóri Völku, sýndi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, starfsemi fyrirtækisins. Fréttablaðið/anton brink samfélag „Það er bara núna á allra næstu dögum,“ segir Páll Kristjáns- son, lögmaður Sunnu Elviru Þor- kelsdóttur sem er laus úr farbanni og hyggur nú á heimkomu eftir að hafa lamast í slysi á heimili sínu í Malaga á Spáni í janúar. „Það er ekki búið að negla niður dagsetninguna. Fjölskyldan fór út til hennar yfir páskahátíðina og það er bara verið að gera ráðstafanir með flug og annað slíkt. Mér skilst að það sé sjúkraflug á bið, búið að borga fyrir það, þannig að hún ætti að komast heim á allra næstu dögum,“ segir Páll. Greint var frá því í síðustu viku að farbanni sem Sunna hefur sætt undanfarnar vikur hefði verið aflétt. Sunna féll niður af svölum á heimili sínu í 17. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan hann kom til Íslands eftir slysið, vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi. Í kjölfar þess máls var Sunna Elvira úrskurðuð í farbann úti á Spáni. Aðspurður hvort Sunna sé komin með vegabréfið sitt og annað sem hún var svipt vegna farbannsmáls- ins segir Páll svo vera. „Hún er komin með allt sem hún þarf, að mér skilst.“ – smj Styttist í að Sunna komi heim frá Spáni Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur legið á spítala á Spáni. Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 dómsmál „Þetta varðar alla höf- unda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöf- undinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tón- skáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Nor- egi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins. „Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir for- stjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi textann við Söknuð og söng, mætti á blaðamannafund tónskáldsins. Fréttablaðið/EyÞór Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund. Jóhann Helgason, tónlistarmaður Viðskipti Samið hefur verið um að Samkaup kaupi valdar verslanir í eigu Basko. Ekki er gefið upp hvaða verslana samkomulagið nær til en Basko rekur fjölda verslana undir vöru- merki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired By Iceland. Samkaup rekur um 50 verslanir á 33 stöðum um allt land, bæði lág- vöruverðsverslanir og aðrar. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 í rúmlega 500 stöðugildum. Samkomulagið er enn háð fyrir- vörum, meðal annars um áreiðan- leikakönnun og samþykki Sam- keppniseftirlitsins. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna viðskiptanna er tekið fram að samn- ingsaðilar muni ekki tjá sig frekar um viðskiptin þar til fyrirvörum hefur verið aflétt. – jhh Eigandi 10-11 selur verslanir 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -5 C D 4 1 F 6 0 -5 B 9 8 1 F 6 0 -5 A 5 C 1 F 6 0 -5 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.