Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 6
Sjálfvirk bakkmyndavél, Bluetooth og 7” snertiskjár.
Hraðastillir og aksturstölva með eyðslutölum.
3ja sæta. Sveigjanlegt og gott innra rými sem hægt er að
stilla eftir þörfum. 850 kg burðargeta og 3,3 m³ hleðslurými.
peugeotisland.is
KOMDU OG KEYRÐU PEUGEOT PARTNER!
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
250.000 kr.
afsláttur
PEUGEOT PARTNER
Peugeot Partner er hagkvæmur og lipur atvinnubíll
sem býður upp á frábært vinnuumhverfi, sveigjanlegt
flutningsrými og hagkvæmni í rekstri.
Verð frá 2.790.000 kr. m/VSK
Tilboðsverð 2.540.000 kr. m/VSK
Tilboðsverð 2.048.000 kr. án VSK
MEÐ BAKKMYNDAVÉL Á TILBOÐI
LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR!
bruni „Þetta hefur tekið töluvert
lengri tíma en við áttum von á, við
vorum kannski svolítið bjartsýnir
en það kemur ekki að sök. Þetta
verður bara að fá að taka þann tíma
sem það tekur,“ segir Jón Viðar
Matthíasson, slökkviliðsstjóri á
höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna
á vettvangi stórbrunans í Miðvangi
4 á fimmtudag.
Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar
þarna í snýr að þeim áætlunum
slökkviliðsins að ná að afhenda lög-
reglu vettvanginn um hádegisbil í
gær til rannsóknar.
„Það gekk ekki eftir. Vinnan í
miðrýminu, þar sem lagerinn var,
tók lengri tíma og það voru fleiri og
stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti
að vakta og slökkva í.“
Slökkviliðið hefur því farið sér að
engu óðslega og vilja menn ganga úr
skugga um öryggi rústanna áður en
lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón
Viðar segir það enda ekki hafa verið
aðaláhyggjuefnið í gær.
„Þetta tekur bara tíma. Það hefur
verið erfitt hjá okkur hreinlega að
manna í dag [gær]. Fólk var nátt-
úrulega þreytt og þarfnast hvíldar
þannig að við höfum verið þunn-
skipuð í dag [gær], sem er bara eðli-
legt eftir svona mikil átök.“
Slökkviliðsstjórinn segir marga
hafa staðið mjög vaktina lengi í kjöl-
far brunans.
„Sólarhring eða jafnvel meira. Svo
bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki
að sök í þessari vinnu á vettvangi,
en bara að koma honum í lag tók
þrotlausa vinnu í einn og hálfan
sólarhring. Þannig að þetta tekur á,
en allt tekur þetta enda og bjartari
tímar koma.“
Slökkviliðið fylgdi nokkrum
fulltrúum lögreglunnar um bruna-
svæðið og nærri rústunum seinni-
partinn í gær en Jón Viðar segir að
það hafi ekki verið eiginleg rann-
sókn á vettvangi. Lögreglumenn
hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir
vettvanginn. Staðan verður tekin í
dag, föstudag, og rannsóknaraðilum
þá hugsanlega afhentur vettvangur-
inn. mikael@frettabladid.is
Þreyttir eftir þrotlausa
baráttu við eld og reyk
Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vett-
vang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva
glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring.
Vinnan í miðrým-
inu, þar sem lager-
inn var, tók lengri tíma og
það voru fleiri og stærri
hreiður í hrúg-
unni sem
þurfti að
vakta og
slökkva í.
Jón Viðar Matthías-
son, slökkviliðsstjóri
höfuðborgarsvæðisins
Slökkviliðsmenn voru fáliðaðir í gær enda margir sem þörfnuðust hvíldar eftir fyrri átök. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
7 . a p r í l 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
0
-8
4
5
4
1
F
6
0
-8
3
1
8
1
F
6
0
-8
1
D
C
1
F
6
0
-8
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K