Fréttablaðið - 07.04.2018, Side 26
Það hefur verið frábært færi, sólskin og bjart yfir,“ segir Arna Sigríð-ur Albertsdóttir glöð í bragði. Hún er stödd á heimaslóðum á Ísafirði
í fríi heima hjá foreldrum sínum og
hefur nýtt tímann vel til að fara á
skíði.
Það eru rúm tólf ár síðan Arna
slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í
Noregi. Þá aðeins sextán ára gömul.
Hún hlaut mænuskaða eftir slysið
en hefur byggt upp mikinn and-
legan og líkamlegan styrk síðustu ár.
Hún stundar handahjólreiðar, lík-
amsrækt og skíði og stefnir ótrauð
á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra
árið 2020.
„Mig langaði mikið að komast
á Ólympíuleikana 2016 en komst
þá ekki inn. Ég er betur undirbú-
in núna en þarf að leggja hart að
mér engu að síður til að komast á
leikana. Ég er ein í þessari íþrótt á
Íslandi og þarf að safna stigum til
þátttöku, yfirleitt eru íþróttir hreyfi-
hamlaðra (t.d. sund og frjálsar)
undir Íþróttasambandi fatlaðra, en
handahjólreiðar eru undir Alþjóða-
hjólreiðasambandinu, UCI. Þannig
að ég þarf að fá keppnisleyfi og fleira
frá Hjólreiðasambandi Íslands en
ekki Íþróttasambandi fatlaðra,“
útskýrir Arna. „Þjóðirnar safna stig-
um saman. Það er því erfitt verkefni
fram undan að komast á leikana. Ég
þarf að keppa á mörgum mótum.
En finnst það gaman. Keppendur
í Evrópu geta keyrt á milli móta.
Flækjustigið er aðeins hærra hjá
mér. Ég þarf að fljúga á milli. Ég
hef alltaf þurft að sjá um þetta sjálf
en oft fengið fína aðstoð,“ útskýrir
Arna en Toyota ákvað nýverið að
styrkja Örnu og þrjú önnur ung-
menni til að fara á leikana. „Ég er
nýbyrjuð í herferð með Toyota,
sem heitir Start your impossible, við
erum fjögur sem erum líkleg til að
komast inn á Paralympics 2020 en
höfum ekki komist þangað áður að
fá styrki frá Toyota þangað til. Her-
ferðin snýst um að skora á alls konar
fólk að setja sér markmið, eitthvað
sem þeim kannski finnst ómögulegt
og eigum við fjögur að vera sendi-
herrar þessarar herferðar á Íslandi,“
segir Arna en auk hennar lýsa Pat-
rekur Andrés spretthlaupari, Már
Gunnarsson sundmaður og Stefanía
Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona
markmiðum sínum.
Slysið í Noregi
Arna var mikið í íþróttum sem barn.
„Þannig er það svolítið hér á Ísafirði,
ég var mikið í fótbolta og sundi og
á skíðum. Skíðaíþróttin varð ofan
á á unglingsárum,“ segir hún frá og
rifjar upp slysið í Noregi þann 30.
desember 2006.
„Ég fór til Noregs í æfingabúðir
með skíðafélaginu mínu hér á Ísa-
firði. Slysið varð snemma í ferðinni.
Ég var að hita upp fyrir æfingu og ég
endaði á tré. Ég man lítið sem ekk-
ert eftir slysinu. Ég missti meðvit-
und. En það var gott fólk í kringum
Ótrúlegt hvað lífið býður upp á
Arna Sigríður Albertsdóttir hlaut mænuskaða eftir skíðaslys aðeins 16 ára gömul. Hún hefur byggt upp andlegan og
líkamlegan styrk og stefnir á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra. Hún segir að ríkið ætti að koma til móts við hreyfi-
hamlaða og styrkja þá betur til þátttöku í íþróttum. Íþróttaiðkun og útivera hafi gert gæfumuninn í hennar lífi.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
„Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst,“ segir Arna. MyNd/gúSti productioNS
Arna ferðast
um heiminn og
keppir í mótum
í handahjól-
reiðum. Hún
þarf að safna
stigum til
þátttöku í Ól-
ympíuleikum
fatlaðra.
mig. Það kom þyrla að sækja mig
og flutti mig á Ulleval-sjúkrahúsið.
Þar fór ég í tvær aðgerðir. Læknarnir
þar úti opnuðu allt bakið og sáu að
þetta leit ekki vel út. Mænan fór að
miklum hluta í sundur,“ segir Arna.
Þessar upplýsingar fékk hún þó ekki
nærri því strax og fyrir því eru ríkar
ástæður.
„Ég fékk upplýsingarnar hægt og
bítandi. Ég fékk tíma til að mæta
afleiðingum slyssins. Læknar fara
þAð Að verA í góðu
formi og æfA, þAð
eykur góðA líðAn.
þAð hjálpAr mér Að
glímA við fylgikvillA
mænuSkAðA.
↣
7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r26 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
0
-9
D
0
4
1
F
6
0
-9
B
C
8
1
F
6
0
-9
A
8
C
1
F
6
0
-9
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K