Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 28
„Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst,“ segir Arna. Arna var aðeins 16 ára þegar hún slasaðist. Arna fer reglulega á skíði í sérútbúnum skíðastól. oft varlega í sakirnar enda er það stundum þannig að bólgur vegna skaða á mænu geta varað lengi, allt að ár og valdið skaðanum og til­ finningaleysinu. Sjúkraflugvél sótti mig og flutti mig til Íslands og ég var lögð inn hér á landi. Fyrst á Borgar­ spítalann og seinna var ég flutt á Barnaspítala Hringsins,“ segir Arna. Gjöf að vera á lífi Við tók krefjandi og erfitt tímabil. Arna þurfti að læra allt upp á nýtt. Klæða sig, bjarga sér með einfalda hluti. Hún fór í endurhæfingu á Endurhæfingardeildina við Grens­ ás. „Ég fékk miklar innvortis blæð­ ingar við slysið og var nokkuð lengi aum og veik. Ég þurfti að læra allt. Að reisa mig við, setjast upp, klæða mig. Ég vil vera hreinskilin með það að mér leið illa. Ég var reið. Maður heldur að það komi ekkert fyrir sig og ég hélt lengi í vonina og var í afneitun fyrst um sinn. Þetta voru erfiðir tímar og það gagnast engum að fegra það hversu erfitt það er að sætta sig við nýtt hlutskipti,“ segir Arna. „En á sama tíma áttar maður sig á því hægt og rólega að það gagnast ekki að vera neikvæður,“ segir Arna frá. „Það er til dæmis mikil gjöf að ég skuli vera á lífi þó að mér finn­ ist ennþá erfitt að hugsa um það að ég eigi líklega alltaf eftir að vera í hjólastól. Ég kýs að hugsa ekki mikið um þetta og kýs að gera gott úr aðstæðum mínum. Mér finnst ég í raun hafa fengið annað tækifæri. Ég lenti í alvarlegu slysi. Ég hefði getað dáið. Ef það hefði ekki verið gott fólk í kringum mig þá hefði ég til dæmis ekki komist á spítala. Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst. En það er samt svo ósköp eðlilegt og mannlegt að eiga slæma daga og verða reiður og sár,“ segir Arna. Geggjað að komast út að hjóla Arna flutti suður árið 2012. Hún keypti sér íbúð í Kópavogi og jók við íþróttaiðkun sína og þjálfun til muna. „Þá var ég að æfa hjá Fannari Karvel einkaþjálfara, sem aðstoð­ aði mig við að byggja upp vöðva í efri hluta líkamans, og keypti mér hjólið í framhaldinu. Ég fann strax hvað það gerði mér ofboðslega gott að komast út að hjóla,“ segir Arna frá. „Það eru ekki mörg tækifæri fyrir hreyfihamlaða í íþróttum og útivist og mér fannst áður erfitt að finna rétta vettvanginn fyrir mig. En það að vera í góðu formi og æfa, það eykur góða líðan. Það hjálpar mér að glíma við fylgikvilla mænuskaða. Það er geggjað að komast út undir bert loft, hjóla hratt og fara langt. Því stundum er allt svo ótrúlega óaðgengilegt. Þá er gott að fara út að hjóla.“ Arna á líka sérstakan skíðastól. „Það er auðvitað allt öðruvísi að fara á skíði í svona stól. Ég fór á nokkur skíðanámskeið sem Íþróttasam­ band fatlaðra hélt. Þetta er svo­ lítið öðruvísi, nokkuð erfitt. Mér fannst til dæmis ekkert sérstaklega gaman fyrst. Eiginlega alveg ömur­ legt,“ segir hún og hlær. En um leið og maður er búinn að gera þetta nokkrum sinnum og fer aðeins lengra, þá fer maður að njóta þess og nú fer ég reglulega á skíði,“ bætir hún við og segir að þótt hún eigi að baki slæma lífsreynslu á skíðum hamli það henni ekki. „Allt venst,“ segir hún einfaldlega. Ekki á sama stalli Arna finnur ekki fyrir fordómum. En aðgengi hreyfihamlaðra segir hún oft slæmt á Íslandi og stundum þarf hún að útskýra íþróttaiðkunina fyrir fólki. „Íþróttir fatlaðra eru því miður ekki á sama stalli og íþróttir almennt. Fólk gerir stundum ráð fyrir því að þetta sé frekar áhuga­ mál en alvöru keppnisíþrótt. En úti er þetta svo stór heimur og mikill fjöldi afreksfólks sem stundar handahjólreiðar af alvöru. Það eru haldin mörg mót og umgjörðin viðamikil, ég þarf að taka þátt í mörgum mótum til að eiga mögu­ leika á að komast á Ólympíuleik­ ana,“ segir hún. „Ég flutti suður því það er auðveldara að komast um hér. Það er leitt, því fjölskylda mín er hér á Ísafirði og mér líður vel hér með henni. Lífið er aðeins auðveldara í Reykjavík en aðgengi er samt mjög ábótavant. Ég bý við meira sjálfstæði fyrir sunnan. Fyrir vestan myndi ég þurfa á meiri hjálp að halda við daglegt líf. Ég fæ svo­ litla hjálp frá Kópavogsbæ en bjarga mér með flest,“ segir Arna. „Það munar svo miklu að fá að vera sjálfstæður. Ég gat keypt mér íbúð fyrir sunnan. Ég er heppin að hafa getað gert það. Fólk sem lendir í slysi getur það sjaldnast. Íbúðin er sérstaklega innréttuð fyrir mig. Það er líka dýrt að gera það og ekki allir sem hafa efni á því. Í húsinu er bíla­ kjallari sem er líka nauðsynlegur fyrir mig. Ég get farið beint í bílinn. Ég er þokkalega sjálfstæð, þó að ég þurfi reglulega aðstoð við ýmsa hluti. Ég er heppnari en mjög margir í svipaðri aðstöðu og ég.“ Ríkið styðji við tækjakaup Arna hefur verið dugleg við að miðla reynslu sinni og haldið fyrir­ lestra fyrir hópa og félagasamtök. Hún hefur einnig látið sig málefni mænuskaddaðra varða og er virk í SEM, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Hún bendir á að það sé því miður mjög dýrt fyrir hreyfihamlaða að stunda íþróttir. Kostnaðurinn við það sé mörgum óyfirstíganlegur og hún bendir á að ríkið ætti að greiða niður tæki til íþróttaiðkunar rétt eins og hjálpar­ tæki. „Þetta er mjög dýrt. Búnaðurinn er afar sérhæfður og þarf að panta sérstaklega fyrir hvern og einn. Það eru engir styrkir í boði frá ríkinu. Ríkið styrkir bara það sem er flokk­ að sem hjálpartæki. Þessu þyrfti að breyta og ég veit að mörg, börn og fullorðna, langar í skíðastól eða hjól. En hefur ekki efni á því. Þetta hamlar fólki frá því að bæta líðan sína og heilsu og frá því að stunda íþróttir. Kostnaður hreyfihamlaðra er að minnsta kosti tífaldur,“ segir Arna frá. „Þó að ríkið felli niður allan virðisaukaskatt á íþrótta tæki eins og hjól og skíði. Ég er viss um að íþróttaiðkun mín hefur lækkað lyfjakostnað minn og þörf fyrir þjónustu. Íþróttaiðkunin hefur bætt lífsgæði mín svo um munar, segir Arna. Hún segist ekki líta á sig sem fyrir­ mynd. Fólki sem hafi lent í erfiðri lífsreynslu eða slysi sé stundum ætlað hetjuhlutverkið. „Ég lít ekki á mig sem fyrirmynd. En ég veit samt að ég sendi ákveðin skilaboð sem eru mikilvæg. Annað hreyfihamlað fólk veit af mér. Veit að þetta er hægt. Að stunda þessa íþrótt. Ég er alltaf til í að ræða við fólk og leið­ beina. Ég er búin að læra svo margt og verð sterkari í hvert skipti. Mér finnst sjálfsagt að deila því með öðrum. En ég er líka heiðarleg með það að ég er bara mannleg. Ég á stundum slæma daga. Það verður aldrei auðvelt að venjast því að vera með mænuskaða. Það hefur mikil og flókin áhrif á fólk að missa hreyfi­ getuna og tilfinningu í líkamanum,“ segir Arna. „Það er samt ótrúlegt hvað lífið býður upp á og hvað er mögulegt,“ segir hún og segir þrjósk­ una margsinnis hafa komið sér yfir erfiðustu hjallana. Hún mælir með því fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir að prófa að hjóla. „Ég hjóla á hverjum degi. Það er oft ótrúlega góð tilfinning. Mér finnst gott að finna til þreytu. Að reyna á sig er góð tilfinning. Að finnast ég vera uppgefin eftir erfiða æfingu, þá finn ég fyrir því að vera til. Og að komast út, það er svona frelsistilfinning sem ég finn fyrir. Og stundum gleymi ég því að ég er sködduð á mænu. Er bara ég, það er góð tilfinning.“ Ég var reið. Maður heldur að það koMi ekkert fyrir sig og Ég hÉlt lengi í vonina og var í afneitun fyrst uM sinn. þetta voru erf- iðir tíMar og það gagnast enguM að fegra það hversu erf- itt það er að sætta sig við nýtt hlutskipti. ↣ 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r28 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -8 9 4 4 1 F 6 0 -8 8 0 8 1 F 6 0 -8 6 C C 1 F 6 0 -8 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.