Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.04.2018, Qupperneq 34
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Birta og Kristín Edda í Feneyjum. Í Beijing í Kína. Þær Birta og Est- er lærðu tai chi í Kína og höfðu gaman af. Hjólað í Kína, við borgarmúrinn í Xi’an. uðum við t.d. Byron Bay og Surfers Paradise þar sem við lærðum að leika okkur á brimbretti. Það var mjög skemmtilegt og mikil upp­ lifun.“ Lærði að kafa Þær enduðu ferðalagið um Ástralíu í Brisbane áður en þær fóru yfir til Asíu. „Við flugum til Koh Samui og þaðan fórum við til Koh Tao og skráðum okkur í köfunarskóla. Það var mjög gaman en köfun er þó alls ekki fyrir alla. Þegar maður prufar að kafa finnur maður strax hvort þetta hentar manni eða ekki. Okkur var að vísu ekki sagt frá því í byrjun en þetta var skemmtileg upplifun og mikið ævintýri að sjá fjölbreytt lífið í sjónum.“ Með viðkomu á eyjunni Koh Phi Phi lá leiðin yfir til Bangkok í Taí­ landi þar sem Birta og Ester höfðu pantað mánaðarferð um Asíu. „Við fórum í hópferð sem kallast Indókína­leiðin með ferðaskrif­ stofu sem heitir G Adventures. Við fórum til Kambódíu, Víetnams og Laos og enduðum aftur í Taílandi. Næst fórum við til Kína og þaðan heim til Íslands.“ Fengu menningarsjokk í Kína Að sögn Birtu fengu þær Ester svolítið menningarsjokk við að koma til Kína. „Enda er landið allt öðruvísi en við höfum vanist hérna á litla Íslandi. Mikill fjöldi fólks er í stórborgunum en við heim­ sóttum m.a. Sjanghæ, Yichang, Xi’an og Beijing. Við prófuðum tai chi, hjóluðum á borgarmúrnum í Xi’an, skoðuðum Leirherinn og ferðuðumst með næturlestum. Við gengum á Kínamúrnum í Beijing og renndum okkur niður á hálfgerðum sleðum sem var mjög skemmtilegt. Kínverskur matur er eitt það besta sem ég fæ og mjög ólíkur því sem ég hef fengið á Íslandi.“ Spurð hvort eitthvað hafi komið upp á í ferðinni segir Birta að í eitt sinn hafi bíllinn sem þær voru með bilað og flug verið yfir­ bókað en annars hafi allt gengið að óskum. „Við leystum bara úr því með því að vera sjálfstæðar og fundum út úr málunum. Við lentum sem betur fer ekki í neinum erfiðum aðstæðum. Við vorum ekki búnar að skipuleggja ferðina frá upphafi til enda heldur létum þetta ráðast. Það eina sem við pöntuðum var flugið og tvær skipulagðar ferðir. Viði gistum ýmist á farfuglaheimilum eða hót­ elum, eftir efnum og aðstæðum.“ Sterk útþrá Þegar heim kom fór Birta að vinna við umönnun hjá hjúkrunarheim­ ilinu Ísafold í Garðabæ en útþráin var enn til staðar. „Ég réð mig því sem au­pair í Lúxemborg og dvaldi þar í hálft ár. Þá kom ég aftur heim og vann á Ísafold til að safna mér fyrir næstu ferð,“ upplýsir hún. Í það skiptið fór Birta með Kristínu Eddu Kristjánsdóttur, vin­ konu sinni, á Interrail um Evrópu, ferð sem tók einn mánuð. „Við fórum fyrst til Parísar, þaðan til Nice og svo til Mílanó. Við vorum við Como­vatn í nokkra daga, skoðuðum Feneyjar og Veróna en fórum svo til München og Prag. Svo fórum við til Króatíu líka en ferðin endaði í Amsterdam. Við höfðum aðeins tvo til þrjá daga á hverjum stað svo við höfðum ekki mikinn tíma til að skoða hvern stað fyrir sig,“ segir Birta en hún var hrifnust af Prag og fannst Króatía fallegasta landið. „Þessi tvö ferðalög voru mjög ólík. Mér finnst Evrópa ekki eins fjölbreytt og framandi og Asía.“ Birta brosir þegar hún er spurð hvað foreldrar hennar segi við öllu þessi flakki. „Þegar ég sagði þeim að mig langaði í heimsreisu var mamma ekki mjög hrifin en pabbi var rólegri. Þau tóku því svo mjög vel þegar við vorum búnar að skipuleggja og undirbúa ferðina og voru mjög hvetjandi og drógu ekkert úr okkur.“ Birta er nú á öðru ári í tölvunar­ fræði við Háskóla Íslands og hefur í nógu að snúast í náminu en hún er þó farin að huga að næsta ferða­ lagi. „Á næsta ári er útskriftarferð á framandi slóðir og það getur vel verið að ég lengi ferðina og taki smá aukaferðalag.“ Mig langaði til að upplifa eitthvað nýtt, kynnast nýju fólki og sjá meira af heiminum. Interrail-ferðin um Evrópu tók einn mánuð. Króatía var það land sem heill- aði Birtu mest. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook Ertu á leið til heitari landa ! - hnébuxur (bermuda) - kvartbuxur - síðbuxur - margir litir - stærð 34 - 54 2 KYNNINGARBLAÐ 7 . A p R Í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RFERÐIR 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 0 -A B D 4 1 F 6 0 -A A 9 8 1 F 6 0 -A 9 5 C 1 F 6 0 -A 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.