Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 96

Fréttablaðið - 07.04.2018, Page 96
Gott er að fela seðla á góðum stað til að grípa í ef neyðarástand skapast. Á ferðalagi nota flestir kredit- eða debetkort til að greiða fyrir vörur og þjónustu, enda er það bæði handhægt og þægilegt en ef kortinu er hafnað eða peningaveskið týnist eru góð ráð dýr. Þá er ágætt að eiga peningaseðla einhvers staðar í handraðanum til að grípa til ef neyðarástand skapast. Seðlana ætti ekki að geyma í peningaveskinu heldur koma þeim fyrir á öðrum stað. Ráð er að geyma þá t.d. í sokkunum eða í skóm, í leynivasa á buxum eða jakka, eða koma þeim fyrir á góðum stað í snyrtiveskinu. Brjóstahaldarinn er líka frábær geymslustaður, sem og húfur og hattar. Svo er hægt að sauma seðla innan í jakka- eða kápufóður en þá þarf auðvitað að passa vel upp á flíkina.  Peningar til öryggis Það þarf enginn að fara svangur heim frá Evrópu í sumar. Fjölmargar skemmtilegar matarhátíðir eru í boði í Evr-ópu í sumar sem tilvalið er að heimsækja í sumarfríinu. Ef einhver tekur sumarfríið snemma í Suður-Evrópu má kíkja á Gelato Festival sem haldin er í Flórens á Ítalíu helgina 20.-22. apríl. Hátíðin er helguð ítalska ísnum og flæðir bragðgóður ís bókstaflega um borgina þessa dagana. Prague Food Festival verður haldin í tólfta sinn dagana 25.-27. maí í Prag í Tékklandi. Á þremur dögum gefst gestum kostur á að bragða á því besta í tékkneskri matargerð á ýmsum veitingastöðum, götu- básum og krám í einni fallegustu borg Evrópu. Taste of Amsterdam er haldin dagana 1.-3. júní í Hol- landi þar sem 24 veitingastaðir bjóða yfir 100 ljúffenga rétti. Auk þess er boðið upp á kennslu og glæsilegan útimarkað. A Taste of Stockholm fer fram dagana 5.-10. júní í höfuðborg Svíþjóðar og laðar til sín árlega um 350.000 gesti. Hátíðin fer fram í Kungs- trädgården í miðborg Stokkhólms og þar bjóða bestu veitingastaðir landsins, matarvagnar og smá- framleiðendur upp á flest það besta sem sænsk matargerð hefur upp á að bjóða. Unnendur flatbökunnar og ítalskrar matargerðar ættu að staldra við í Napolí á Ítalíu dagana 16.-24. júní þar sem hátíðin Pizza Village verður haldin. Um er að ræða stærstu pitsuhátíð veraldar og óhætt að lofa gestum bragð- góðum pitsum af öllum stærðum og gerðum. Matarhátíðir í Evrópu í sumar Lystiskipið Symphony of the Seas er engin smásmíði. NORDICPHOTOS/GETTY Í dag siglir stærsta skemmtiferðaskip sögunnar úr höfn með farþega í fyrsta sinn. Skipið, sem heitir Symphony of the Seas, er 228,081 tonn að þyngd og er því meira en 1.000 tonnum þyngra en Harmony of the Seas, sem var áður stærsta skemmtiferðaskip heims. Bæði skipin eru í eigu fyrirtækisins Royal Caribbean, sem á nú 25 skemmtiferðaskip. Skipið siglir frá Barcelona á Spáni og fer í fimm daga siglingu til Ítalíu. Skipið er hann- að fyrir fólk sem hefur gaman af stórum og miklum ferðamannastöðum og er svipað Harmony of the Seas í uppbyggingu, en bætir við ýmsum nýjum eiginleikum. Þeirra á meðal er tveggja hæða fjöl- skyldusvíta með rennibraut á milli hæða, endurhannað göngusvæði með alls kyns skemmtun, laser tag svæði og sjávarrétta- veitingastaður. Auk þess hefur skipið fleiri káetur en Harmony of the Seas. Á skipinu rúmast 6680 farþegar og 2200 manns eru í áhöfn skipsins. Skipið hefur verið í byggingu síðan árið 2015 í Frakk- landi og kostaði meira en milljarð Banda- ríkjadollara. Fyrstu mánuðina mun það sigla um Mið- jarðarhafið frá Barcelona, en svo verður það flutt til Miami til að sigla um Karíba- haf. Stærsta skemmtiferðaskip heims í fyrstu ferð Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja Það er bara best að kynnast mér til að skilja mig betur 8 KYNNINGARBLAÐ 7 . A P R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RFERÐIR 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 0 -A 6 E 4 1 F 6 0 -A 5 A 8 1 F 6 0 -A 4 6 C 1 F 6 0 -A 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.