Fréttablaðið - 12.04.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 12.04.2018, Síða 12
Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum! Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Veldu þægindi fyrir þig og fjölskylduna. Þú færð Citroën Grand C4 Picasso 7 sæta á frábæru verði eða frá 3.490.000 kr. Citroën Grand C4 Picasso er rúmgóður 7 sæta fjölskyldubíll, þar sem öll sætin í miðju- röðinni eru jafn stór og á sleðum. Með Isofix festingum getur þú jafnvel komið fyrir 3 barnabílsstólum í sömu sætaröð. Öftustu sætin eru einnig stök og fellanleg niður í gólf sem bíður uppá mikinn sveigjanleika. CITROËN ÞÆGINDI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA CITROËN GRAND C4 PICASSO citroen.is KOMDU OG MÁTAÐU CITROËN GRAND C4 PICASSO! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Sýrland Rússar vöruðu Banda- ríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efna- vopnaárás stjórnarhers Bashars al- Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur- Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð.  Til að mynda greindi rússneska frétta- veitan Interfax frá því að  hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni.  Bandaríkjamenn, sem og Vestur- lönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendi- herra þeirra í Líbanon, því áhyggju- efni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkja- manna séu möguleg nú þegar sam- band stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter. Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar að- gang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. Bandaríska herskipið Donald Cook er nógu nálægt Sýrlandi til að geta hæft skotmörk þar í landi. NorDiCphotoS/AFp Hvað vitum við um árásina? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sagði í yfirlýsingu í gær- morgun að samkvæmt heim- ildum stofnunarinnar hefðu 70 fallið í árásinni. Var vitnað í samstarfsmenn stofnunarinnar sem segðu að um 500 hefðu sýnt einkenni eitrunar, meðal annars öndunarörðugleika og ertingu í slímhúð. WHO fór jafnframt fram á óhindrað aðgengi að vettvangi meintrar árásar til að geta rann- sakað málið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) er á leiðinni á svæðið innan skamms í sams konar erindagjörðum. Hjálparstarfsmenn, læknar og uppreisnaraktívistar í Douma hafa haldið því fram undanfarið að sprengjur, fylltar með einhvers lags eitri, hafi fallið á bæinn. Hjálparsamtökin UOSSM héldu því fram í vikunni að um saríngas hefði verið að ræða líkt og í árás stjórnarliða á Khan Sheikhoun í fyrra. Það hefði hins vegar verið reynt að fela með því að blanda eitrinu við klór. Þar sem árásin var gerð á Douma, sem á þeim tíma var síðasta vígi uppreisnarmanna í Austur-Ghouta, og í ljósi fyrri efnavopnaárása Assad-liða, þykir líklegt að stjórnarherinn hafi gert árásina. Því neita bæði Rússar og Assad- liðar þó. Samkvæmt sýrlensku ríkisstjórninni, sem hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa notað efnavopn, er um skáldskap upp- reisnarmanna ræða, settan fram til að koma í veg fyrir að stjórnar- herinn taki Douma. „Alltaf þegar sýrlenski herinn sækir fram gegn hryðjuverka- mönnum koma upp yfirlýs- ingar um efnavopnaárásir,“ sagði starfsmaður sýrlenska utanríkis- ráðuneytisins við Sana. Sýrlandsher tók Douma í kjöl- far árásarinnar eftir að hafa náð rýmingarsamkomulagi við Jaish al-Islam, uppreisnarsamtökin sem stýrðu bænum áður. Hafa stjórnarliðar því endurheimt Austur-Ghouta að langmestu leyti en fellt á annað þúsund almennra borgara í leiðinni. En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sam- bandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríð- inu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkja- forseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosning- unum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræð- ings forsetans í tengslum við rann- sóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum. Mögulega séu Bandaríkja- menn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður- Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Ther- esa May, forsætisráðherra Bret- lands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efna- vopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðju- dag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendi- herrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Banda- ríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Banda- ríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurð- að um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagðist í gær harma að öryggis ráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu. thorgnyr@frettabladid.is 70 er talið að hafi farist í meintri efnavopnaárás stjórnarliða á laugardaginn. 1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U d a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -3 0 7 C 1 F 6 A -2 F 4 0 1 F 6 A -2 E 0 4 1 F 6 A -2 C C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.