Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Stundum
hefur virst
sem náttúru-
spjöll séu
einfaldlega
flokkuð sem
ákveðinn
fórnarkostn-
aður.
Stórátak í
uppbyggingu
hjúkrunar-
heimila er
mikilvægt
skref í þágu
aldraðra á
Íslandi.
Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum lands-manna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en
búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann
blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir
skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðru-
vísi en sem almenn tíðindi.
Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er
skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráð-
herra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í
skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi
sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú
að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna
ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu
hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun.
Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert
sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki
hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum
málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það
bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja
leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir
þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur
svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á
löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til
aðgerða.
Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og
þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferða-
mennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið
sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst
sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn
fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það
hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara máls-
ins sé ljós?
Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að
málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina,
sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga
og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna
þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að
leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru ein-
ungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd,
en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að
njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást
að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það
er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna
og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru.
Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferði-
lega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er
skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana.
Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún
ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúru-
perlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við
getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki.
Margar eru
skýrslurnar
Í hvert skipti sem stór ákvörðun er tekin í heil-brigðiskerfinu hefur hún áhrif um kerfið allt. Þegar hjúkrunarrýmum fjölgar hefur það áhrif á lífsgæði
aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum,
það hefur áhrif á stöðu Landspítalans sem glímir við
verulegan vanda að því er varðar aldraða sem ekki er
hægt að útskrifa af deildum spítalans. Þar með léttir
á deildum spítalans og þjónusta eflist enn frekar við
almenning í landinu, við heilbrigðisstofnanir um allt
land og heilsugæsluna.
Biðin allt of löng
Um langt árabil hefur verið skortur á hjúkrunarheim-
ilum í landinu þannig að bið eftir hjúkrunarrýmum
hefur verið allt of löng, og í mörgum tilvikum óásætt-
anleg. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir
árin 2019-2023 er tekið með afgerandi hætti á þessu
verkefni og um að ræða stórátak í uppbyggingu hjúkr-
unarrýma. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir uppbyggingu
250 nýrra rýma á tímabili áætlunarinnar en sá fjöldi er
nú kominn upp í 550 rými fram til ársins 2023.
Löngu tímabært
Um leið og mikilvægt er að fjölga fjölbreyttum úrræð-
um fyrir aldraða, bæði í heimahjúkrun, heimaþjónustu
og dagdvöl er löngu tímabært að stíga þetta skref sem
hér er boðað. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar
á næstu árum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og aukin
þjónustuþörf er veruleiki sem þarf að bregðast við í
tæka tíð.
Stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila er mikil-
vægt skref í þágu aldraðra á Íslandi en endurspeglar
líka skýra áherslu á heilbrigðismál í víðum skilningi í
nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í áætluninni er
stóraukin áhersla á málaflokkinn, bæði á framkvæmdir
og rekstur, en mikilvægast þó er að stilla saman strengi
til framtíðar, móta stefnu og skýra áherslur í þágu
samfélagsins alls. Það er meginmarkmið mitt í embætti
heilbrigðisráðherra.
Hjúkrunarrýmum
fjölgar umtalsvert
Svandís
Svavarsdóttir
heilbrigðis
ráðherra
89%
af lesendum dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 18–49 ára
lesa Fréttablaðið daglega.
*Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Heimild : Prentmiðlamæling Gallup okt. - des. 2017.
Gas, gas, gas!
Sturla Jónsson varð alþýðuhetja
2008 er hann leiddi mótmæli
vörubílstjóra gegn háu elds-
neytisverði. Hann er kominn á
kaf í slíkar verðpælingar á ný og á
Facebook minnir hann almenn-
ing á að rétt eins og tannkrem og
dömubindi tengist eldsneytis-
verðið vísitölu neysluverðs.
Sturla bendir á að dæluverð
litaðrar dísilolíu, sem er undan-
þegin gjaldskyldu, er rúmum 80
krónum lægra en ólitaðrar. Sú
ólitaða er aftur á móti „notuð í
neysluvísitöluna!“ Menn hafa
mótmælt af minna tilefni.
Trump-taktar í ráðhúsi
Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, býður á heimasíðu
sinni upp á greiningu á við-
brögðum stuðningsmanna Dags
B. Eggertssonar við skoðana-
könnun Fréttablaðsins. „Borgar-
stjórinn og félagar hans setja
sig í Trump-stellingar gagnvart
fjölmiðlum og öðrum andstæð-
ingum sínum,“ skrifar Björn og
furðar sig á að sagnfræðingurinn
Guðjón Friðriksson dreifi per-
sónulegum árásum á Eyþór
Arnalds með kvörtunum yfir að
tekið sé á borgarstjóraefni Sjálf-
stæðismanna með „silkihönsk-
um“. „Sagnfræðingurinn vill með
öðrum orðum meira af óhróðri
um Eyþór á Facebook í von um
að þá vænkist hagur Dags B.
Skyldi enginn kunna íslensku í
ritskoðunardeild Facebook?“
thorarinn@frettabladid.is
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r14 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
SKOÐUN
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-1
C
B
C
1
F
6
A
-1
B
8
0
1
F
6
A
-1
A
4
4
1
F
6
A
-1
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K