Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 24

Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 24
Daníel Wirkner nemur gullsmíði í Gullkistunni. Hann er heill- aður af víravirki og vill ekki að sú verkkunnátta hverfi. MynD/SiGtryGGur Ari Það var skemmti- legt hliðarspor að gera eitthvað öðruvísi og rokkaralegt. Það dásam- lega við víravirkið eru óendanlegir möguleikar. Daníel Wirkner Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Víravirki er ekki eingöngu notað í íslenskt þjóðbún-ingasilfur, það er hægt að gera svo margt skemmtilegt með það,“ segir Daníel Wirkner gull- smíðanemi en hann hannaði og sýndi forláta kokteilhring úr víra- virki á HönnunarMars. Hringurinn er samvinnuverkefni Daníels og Önnu Guðlaugar Sig- urðardóttur sem sá um smíðina en bæði eru þau nemar í Gullkistunni hjá Dóru Jónsdóttur gullsmið. „Við vildum kalla fram stóran kokteilhring í víravirki með tilvísun í lótusblómið. Það fór gífurleg vinna í hringinn og við fengum góðar viðtökur á Hönn- unarMarsinum. Hringurinn er einstakur og ekki verða smíðaðir fleiri eins,“ segir Daníel. Víravirkið sé einstök verkþekking sem ekki megi glatast. „Gullkistan er eitt af elstu gull- smíðaverkstæðum á landinu og viskan sem þar er að finna og fróðleikurinn sem Dóra býr yfir heillaði mig. Hafandi prófað framleiðsluferlana annars staðar langaði mig að læra þetta gamla handbragð sem mikilvægt er að Óendanlegir möguleikar Daníel Wirkner, nemi í gullsmíði, er heillaður af víravirki þjóðbúninganna og vill viðhalda því gamla handbragði. Víravirkið ratar jafnt í fíngerða kokteilhringi og rokkaraskart í verkum hans. Kokteilhringurinn sem Daníel sýndi á HönnunarMars. Harðhausaskart úr víravirki sem Daníel vann fyrir Dimmu. Elegant smíð. varðveita. Mig langar að þróa það áfram,“ segir Daníel. rokkaraskart Víravirkið hefur Daníel meðal annars notað í skartgripasmíði fyrir rokkarana í hljómsveitinni Dimmu og segir krúsídúllur og snúninga þess falla vel að rokkaraímyndinni. „Það var skemmtilegt hliðar- spor að gera eitthvað öðruvísi og rokkaralegt. Það dásamlega við víravirkið eru óendanlegir mögu- leikar. Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, fékk grip sem var vísun í Þórshamarinn,“ útskýrir Daníel. En hvað segir fólk við nýstár- legum útfærslum á annars hefð- bundnu og kannski heilögu þjóð- búningaskarti? „Ég hef frekar fengið jákvæð viðbrögð en hitt. Mér finnst þjóð- búningurinn heldur ekki þurfa að einskorðast við hátíðisdaga. Sérstaklega ekki skartið. Víra- virkisarmbönd og nælur mætti bera daglega.“ Demanturinn ofmetinn Verkefni Daníels eru af ýmsum toga og langur vegur frá hauskúpu- hringum og rokkarahálsmenum til fíngerðra lótusblóma. Hann segist hrifinn af elegans og einbeitir sér þessa dagana að svoleiðis smíð. Demantar rati þó ekki endilega í skartgripina. „Núna einblíni ég á elegans og smíða mikið úr gulli. Mér finnst gaman að gera stóra hluti en nota öðruvísi steina en demantinn. Mér finnst demanturinn ofmetinn. Í framtíðinni langar mig að hanna stóra skartgripi sem kosta ekki hálfan handlegg. Mér finnst nefni- lega vanta í trúlofunarmenninguna hér heima að konum séu gefnir stórir hringar. Það er hægt að gera svo skemmtilega hluti án þess að þeir kosti svakalega mikið.“ Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind GALLAJAKKI 13.990 502 REGULAR TAPER 13.990 4 KynninGArBLAÐ FÓLK 1 2 . A p r í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -4 E 1 C 1 F 6 A -4 C E 0 1 F 6 A -4 B A 4 1 F 6 A -4 A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.