Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 26
Útgefandi:
365 miðlar
Veffang:
frettabladid.is
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumaður auglýsinga:
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433
Framhald af forsíðu ➛
Arnar er með mörg járn í eldinum, les ljóð, inn á auglýsingar og leikur í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann segir skrýtið
að unglingar séu sminkaðir upp sem gamalmenni þegar gamalreyndir leikarar séu til í verkin. MYND/SIGTRYGGUR ARI
2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A p R í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RMIÐBoRGIN
fullt af litlu, ódýru og oft niður-
níddu húsnæði, og íbúarnir voru
fátækar barnafjölskyldur, aldraðir
og drykkjufólk. Í bakhúsum var
mikið um smáverkstæði og íbúða-
verð var í lægri kantinum enda
voru Þingholtin þá ekki komin í
tísku.“
Húsið á Óðinsgötu 9 var 200 fer-
metrar á tveimur hæðum og verðið
til jafns við 79 fermetra íbúð þeirra
Arnars og Þórhildar í Klepps-
holtinu þá.
„Eftir slysið vorum við nálægt
því að missa allt og við bættist
kreppan á árunum 1984-5. Þór-
hildur var skyndilega komin með
sex börn, og þar af eitt í hjóla-
stól. Það lifir enginn af leikara-
launum einum saman, og allra
síst barnmargar fjölskyldur, en af
því að Þórhildur hafði áður verið
hótelstjóri á Skógum datt henni
það snjallræði í hug, til að bjarga
lífi okkar og eignum, að starfrækja
„Bed & Breakfast“ heima á Óðins-
götu. Þegar gestkvæmt var sváfum
við fjölskyldan á einni flatsæng
úti í horni eða ég henti börnunum
aftur í skott og fór með þau út á
land á meðan Þórhildur var með
gistiheimilið. Svona gekk þetta í
sautján ár, eða þar til við seldum
húsið fyrir einum tólf árum, en
þar er enn tekið á móti ferðafólki í
gistingu,“ upplýsir Arnar.
Kann vel við túristana
Þau Arnar og Þórhildur búa nú
á Skólavörðustíg með glæsilegt
útsýni yfir miðbæinn. Þau búa
á fjórðu hæð og segir Arnar það
halda sér í formi að ganga upp
stigana.
„Mér tókst ekki að tæla lífs-
förunautinn lengra en hefði alveg
eins viljað færa mig nær næsta
golfvelli,“ segir Arnar sem hóf að
leika golf um fimmtugt, til að fá
blóðflæði í fæturna eftir slysið
á Óðinsgötu og varð í kjölfarið
keppnismaður í golfi.
Hann segir þægilegt að búa
á Skólavörðustíg og þótt ferða-
mannastraumurinn sé þungur
kann Arnar því vel, enda vanur því
að umgangast ferðamenn síðan á
Óðinsgötunni forðum.
„Ferðamenn flæða hér fram
og til baka og þeim fylgir líf og
fjör. Þegar maður býr svona hátt
uppi heyrir maður ekki ysinn af
götunni upp. Sífellt kvart og kvein
yfir túristum er ástæðulaust og
þeir trufla mann ekki nokkurn
skapaðan hlut. Ferðafólkið eykur
bara fjölbreytni og setur skemmti-
legan brag á bæinn, en það sem
virkilega truflar alla í miðbænum
er bílaumferðin og við erum helst
ekki á ferðinni á milli fjögur og
sex á daginn því þá situr maður
fastur,“ segir Arnar.
Þau Þórhildur leigja ferðafólki
enn gistingu í sumarhúsi sínu í
Biskupstungum.
„Við höfum tekið eitt lán um
ævina, sem var lífeyrissjóðslán
og fyrir það keyptum við sumar-
bústað í Úthlíð. Þar erum við eins
oft og við mögulega getum og
flytjum þangað á sumrin. Þar er
golfvöllur á næsta leiti og stór-
fjölskyldan kemur oft til okkar. Í
bústaðinn fór ég til að læra rull-
urnar þegar ég vann sem mest og
nú get ég lesið þar ljóðin og hlustað
á fuglasöng, en inn á milli leigjum
við húsið út til að hafa örlítið í
hnefa þegar okkur er ekki leyft að
vinna lengur,“ segir Arnar sem má
ekki lengur vera á föstum samningi
sem leikari sökum aldurs.
„Það er vegna þess að það kostar
örfáar fleiri krónur að fastráða
mann. Ástandið er enn verra fyrir
konur sem nánast fá á sig skotleyfi
eftir fimmtugt og eiga erfitt með
að fá vinnu. Þannig hefur Þór-
hildur ekki neitt að gera og allt er
þetta dálítið strembið.“
Arnar er þó síður en svo hættur
að leika. Fram undan er kvik-
myndaleikur og í sumarbyrjun
verður tekin upp sjónvarpsmynd
byggð á einleik Þorvalds heitins
Þorsteinssonar sem hann skrifaði
fyrir Arnar og verður í leikstjórn
Þórhildar.
„Við finnum okkur verkefni;
það er allt í lagi. Ég á líka mörg líf.
Eitt er ljóðalíf mitt því ég er nú að
lesa inn ljóð. Mig langar að gera
margt í sambandi við túlkun og
lestur ljóða, og vera með ljóðvarp
á podcast, eins og útvarp, til að
útbreiða fagnaðarerindi ljóðsins.
Ég má vitaskuld leika enn og það
er skrýtið að sminka unglinga upp
í gamalmenni þegar þau eru til og
í þokkabót kannski ágætis leik-
arar sem hafa að miðla þekkingu,
reynslu og orku. Það er beinlínis
asnalegt þegar maður hefur allt
þetta til að bera.“
Kærleikur í þorpinu
Í mannlífinu hefur miðbærinn
lítið breyst, að sögn Arnars.
„Það einkennir miðbæinga að
vilja helst vera á þessari þúfu.
Hér ríkir notalegur þorpsandi og
menn stoppa og spjalla án þess að
vera sérstakir vinir. Ég minnist í
því sambandi Þorsteins frá Hamri,
sem er nýfarinn frá okkur, en það
var viss punktur í tilverunni að
rekast á hann. Maður þarf ekki
stöðugt að hitta vini sína því þeir
eru í hjarta manns. En að sjá þá og
vita af þeim, heilsa þeim glaðlega
og skiptast á nokkrum orðum, er
alveg nóg og allt er það töluvert
mikils virði.“
Sama eigi við um litlar verslanir
í hverfinu þar sem vinalegt and-
rúmsloft ríki.
„Síðan ég kom fyrst til Reykja-
víkur hafa orðið gríðarlegar
breytingar á miðbænum. Í dag
eru Þingholtin eitt af dýrari
hverfum borgarinnar og sam-
setning íbúanna hefur gjörbreyst.
Á Skólavörðustíg var einstaka búð
sem hélt velli, eins og Fatabúðin á
horni Týsgötu, og margir reyndu
fyrir sér með rekstur í götunni en
sjaldnast gekk neitt. Svo varð allt
í einu sprenging, nokkru áður en
ferðamannastraumurinn hófst, og
Skólavörðustígurinn varð ein af
flottustu götum bæjarins þar sem
allt blómstrar og dafnar,“ segir
Arnar og hlakkar til að átta sig á
hvernig miðbærinn muni líta út
þegar byggingarkranarnir hverfa.
„Þótt það sé ljómandi gott að
þétta byggðina er ég ansi hræddur
um að menn séu að fara offari.
Það er vont að verið sé að troða
stórum byggingum ofan í litla reiti
miðbæjarins og mín skoðun að
skynsamlegra hefði verið að hafa
þetta aðeins opnara. Þegar kemur
að nýbyggingum þykir mér alvar-
legast að nýr og stærri Landspítali
verður til stöðugra vandræða í
miðbænum vegna umferðarvand-
ans sem á síst eftir að minnka.“
Frá svölum Arnars er útsýni yfir
fangelsisgarðinn við gamla tukt-
húsið.
„Þar hefði ég getað selt aðgang á
sínum tíma,“ segir hann hlæjandi
og vonar að fundinn verði góður
tilgangur fyrir gamla fangelsið.
„Þegar fangarnir köstuðu á körfu í
garðinum og misstu hann út fyrir
vegginn hljóp ég niður og kastaði
honum til baka, því þeir þurftu jú
að hafa sinn bolta.“
Arnar segir hættulaust að gera
sér ferð í miðbæinn.
„Ástandið var miklu verra þegar
búllurnar voru opnar til hálf fimm
á morgnana. Þá voru göturnar
eins og orrustusvæði en eftir að
lokað var fyrr hefur allt breyst til
batnaðar. Menningin hefur á sér
annan blæ og menn eru farnir að
hægja á sér í drykkju og látum,
enda er mikið af fínum veitinga-
stöðum í bænum. Því ættu allir
að drífa sig í miðbæinn. Hér ríkir
skemmtilegt og heimsborgaralegt
andrúmsloft.“
Skólavörðustígur hefur yfir sér einstakan sjarma með Hallgrímskirkju tignar-
lega efst á Skólavörðuholtinu. Þar blómstrar menning og verslun.
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-3
A
5
C
1
F
6
A
-3
9
2
0
1
F
6
A
-3
7
E
4
1
F
6
A
-3
6
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K