Fréttablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 30
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Hópurinn á bak við KEX hostel tók nýlega við Holti rest aurant sem er til húsa
í hinu sögufræga Hótel Holti í
Þingholtunum í Reykjavík. Ragnar
Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á
Holti rest aurant, segir að Geirlaug
Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels
Holts, hafi hringt í sig síðla hausts
í fyrra og aldrei þessu vant hafi
hann svarað í símann. „Hún sagðist
endilega vilja hitta mig og ræða
mjög spennandi verkefni sem
reyndist vera rekstur veitinga-
deildar Holtsins. Auðvitað varð ég
mjög spenntur og hringdi strax í
Ólaf framkvæmdastjóra sem þá var
staddur á vesturströnd Bandaríkj-
anna, vakti hann og sagði honum
að núna værum við að fara að
leggja undir okkur Hótel Holt.“
Ragnar segir Holtið vera nátt-
úrulega stofnun út af fyrir sig og
hópurinn hafi því viljað breyta sem
minnstu en þó senda þau skila-
boð að þetta væri nýr staður með
nýjum áherslum í mat og drykk.
„Hönnuði okkar, Hálfdáni Peder-
sen, tókst sérstaklega vel upp við að
halda í gamla lúkkið en fríska um
leið upp á veitingasalinn og barinn.
Við léttum einnig talsvert á mat-
seðlinum og leggjum nú áherslu á
fimm og sjö rétta smakkseðlana og
vínpörun með þar sem við pörum
vínglas við hvern rétt, eins og við
gerum á Dilli.“
Staðurinn er einnig opinn í
hádeginu virka daga og stefnt er á
að vera með opið í „helgarsteik” um
helgar. „Hún er hugsuð fyrir þá sem
langar að fá sér hádegismat í góðum
hópi um helgar en geta ekki hugsað
sér enn einn bröns-plattann.“
Viðtökurnar hafa verið góðar
að sögn Ragnars sem segir lands-
menn forvitna að sjá hvað hefur
breyst á Holtinu. „Við erum að sjá
þó nokkuð af þeim trygga hópi sem
hefur sótt Holtið í gegnum árin
og eru fegin að ekki hafi öllu verið
rutt út og nýtt sett í staðinn. Einnig
er gaman að sjá yngri gesti en við
tókum eftir því að mörg í okkar ald-
urshópi höfðu ekki komið á Holtið
og voru jafnvel búin að gleyma
þessum sögulega stað. Okkur
Ferskt á gömlum grunni
Nýir aðilar tóku við Holti restaurant nýlega. Útliti staðarins
var lítið breytt en frekar lögð áhersla á nýjan matseðil.
Græn svæði í þéttbýli hafa góð áhrif á heilsu og vellíðan almennings. Í Reykjavík
er fjöldi grænna svæða og þau
eru flokkuð m.a. eftir stærð. Stór,
græn svæði kallast borgargarðar
og eru yfirleitt blanda af upp-
runalegri náttúru og manngerðu
umhverfi. Til borgargarða teljast t.d.
Klambra tún, Hljómskálagarðurinn,
Elliðaárdalur og Öskjuhlíð. Minni
græn svæði, sem eru staðsett í miðri
byggð, kallast hverfisgarðar og
flestir þeirra eru í miðbænum og
Vesturbænum. Í mörgum þeirra er
aðstaða til útivistar og leiksvæði
fyrir börn. Margir hverfisgarðanna
eiga sér merka sögu.
Arnarhóll var bóndabýli
Arnarhóll var fyrst skilgreindur sem
almenningsútivistarsvæði árið 1927
og hefur alla tíð verið vinsæll sem
slíkur. Fyrr á öldum var búskapur
á Arnarhóli, eða allt fram til ársins
1828 en skömmu eftir það var býlið
sem þar stóð rifið. Efst á Arnar-
hóli er styttan af Ingólfi Arnarsyni,
landnámsmanni í Reykjavík, eftir
Einar Jónsson myndhöggvara
en hún er eitt helsta kennileiti
borgarinnar. Í næsta nágrenni eru
margar merkilegar byggingar á
borð við Hæstarétt Íslands, Þjóð-
menningarhúsið, Seðlabanka
Íslands og Stjórnarráðshúsið. Um
áratugaskeið hefur fólk safnast
saman á Arnarhóli á hátíðisdögum
eða þegar mikið stendur til, t.d.
á þjóðhátíðardaginn 17. júní og
Menningarnótt.
Hjarta borgarinnar
Í hugum margra slær hjarta borgar-
innar við Austurvöll. Upphaflega
var Austurvöllur hluti af túni svo-
nefnds Víkurbæjar sem stóð á þeim
slóðum þar sem Aðalstræti er í dag.
Sá bær var rifinn árið 1752 þegar
Innréttingarnar voru byggðar.
Austurvöllur er elsti almennings-
garður Reykjavíkur og hefur lengi
verið einn ástsælasti samkomu-
staður borgarbúa, ekki síst í góðu
veðri. Alþingishúsið, Dómkirkjan
og Hótel Borg eru á meðal bygg-
inga sem standa við Austurvöll
en á honum miðjum er stytta af
Jóni Sigurðssyni. Austurvöllur er
gjarnan notaður fyrir skemmtanir
og ræðuhöld á hátíðisdögum og þar
Græn svæði eru heilsueflandi
Í Reykjavík er fjöldi grænna svæða þar sem hægt er að njóta útiveru allt árið um kring. Arnarhóll og
Austurvöllur njóta mikilla vinsælda og gaman er að skoða leyndar perlur eins og Alþingisgarðinn.
Bakarabrekkan
telst til hverfis-
garða höfuð-
borgarinnar.
eru oft haldnir baráttufundir. Bús-
áhaldabyltingin fór að mestu fram á
Austurvelli.
Græn og gróin brekka
Bakarabrekkan, eða túnið fyrir
framan Menntaskólann í Reykjavík,
og Mæðragarðurinn mynda sam-
fellt grænt svæði með fram austan-
verðri Lækjargötu. Þar er stórt
útitafl sem setur sinn svip á mið-
borgina en taflmennirnir eru eftir
Jón Gunnar Árnason myndhöggv-
ara. Bankastræti kallaðist upphaf-
lega Bakarabrekka því þar stóð
fyrsta bakarí borgarinnar, Bern-
höftsbakarí. Nafninu var breytt í
kjölfar þess að Landsbanki Íslands
hóf starfsemi sína við götuna, nánar
tiltekið í Bankastræti 3. Það hús
var fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík
sem var byggt úr tilhöggnu grágrýti
líkt og Alþingishúsið, og er talið
að þessi tvö hús séu byggð af sömu
iðnaðarmönnunum. Frá 1942 hefur
Snyrtivöruverslunin Stella verið
rekin í húsinu.
Alþingisgarðurinn
Bak við Alþingishúsið er garður
sem lítið fer fyrir en hann er að
mestu umkringdur háum vegg.
Hann er ekki fjölsóttur en hefur
verið opinn almenningi frá árinu
1950. Alþingisgarðurinn telst vera
elsti íslenski almenningsgarðurinn
sem hefur varðveist í upprunalegri
mynd. Hann var gerður seint á 19.
öld að frumkvæði Árna Thorsteins-
sonar, þáverandi landfógeta, en það
var Tryggvi Gunnarsson, fyrrver-
andi alþingismaður og bankastjóri
Landsbanka Íslands, sem lagði út
fyrir hluta af framkvæmdum, vann
að gróðursetningu og hugsaði um
garðinn síðari hluta ævi sinnar.
Meira má lesa um græn svæði og
hverfisgarða í höfuðborginni á
vefnum www.reykjavik.is.
langaði til að fjarlægja þennan
þröskuld, að Holtið sé of „fínt“ til
að heimsækja nema á stórafmæl-
um. Mér sýnist okkur hafa tekist
það, t.d. með Kampavínsstundinni
sem er milli kl. 16 og 18 sem hefur
slegið í gegn enda erfitt að finna
betri díl á kampavíni.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.holtrestaurant.is.
6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A p R í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RmIÐBoRGIN
Búið er að létta
matseðilinn tals-
vert og áhersla
er lögð á fimm
og sjö rétta
smakkseðlana
og vínpörun.
mYND/LILJA
JÓNSDÓTTIR
ÍslandsApótek Laugaveg 46 er
sjálfstætt starfandi apótek sem
býður persónulega þjónustu og
hagstæð verð á lyfjum og öðrum
heilsutengdum vörum
Elli- og örorkulífeyrisþegar
njóta sérkjara hjá ÍslandsApóteki
Laugavegi 46 • 101 Reykjavík • s. 414 4646
Opnunartímar:
Virka daga 09:00 – 19:00
Laugardaga 10:00 – 16:00
Sunnudaga 12:00 – 16:00
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
A
-2
B
8
C
1
F
6
A
-2
A
5
0
1
F
6
A
-2
9
1
4
1
F
6
A
-2
7
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K