Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 50

Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 50
Mafíuforinginn John Gotti var brosmildur í réttarsalnum enda kenndur við teflon og allar kærur runnu af honum. Þó var hann á endanum dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem hann dó að lokum úr krabbameini. Ruðningsstjarnan O.J. Simpson í hönskunum frægu. O.J. var sagður hafa myrt konu sína og elskhuga hennar með hanskana á höndum en þegar hann mátaði þá í réttarsalnum pössuðu þeir ekki á hann. Íslandsvinurinn Conor McGregor gekk berserksgang í New York í síðustu viku og var handtekinn í kjölfarið. Hann þurfti að útskýra mál sitt fyrir dómara daginn eftir áður en honum var sleppt. Sjónvarpskokkurinn Martha Stewart var dæmd fyrir innherjasvik og fleira snemma á þessari öld. Málið vakti mikla athygli enda passaði Martha Stewart ekki inn í staðalímynd banda- rísks samfélags af glæpamanni. Yfir 50 konur hafa sakað Bill Cosby um kynferðisglæpi yfir margra áratuga tímabil og þessi fyrrum vinsæli grínisti hefur því eytt mestum tíma sínum í réttarsal síðustu árin. 1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r34 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið Frægir svara til saka Á hinsta degi verða víst allir dæmdir en sumir þurfa þó að svara til saka á ein- hverjum öðrum degi. Fræga fólkið fellur vissulega undir þetta mengi og í gegnum tíðina hefur það iðulega svarað til saka með miklu fjölmiðlafári eins og má sjá. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að bera vitni fyrir nefnd í Washington í gær og svara fyrir það að fyrirtækið Cambridge Analytica gat stolið gögnum 87 milljóna notenda Facebook. 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 A -4 4 3 C 1 F 6 A -4 3 0 0 1 F 6 A -4 1 C 4 1 F 6 A -4 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.