Fréttablaðið - 12.04.2018, Page 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5800
Ritstjórn 512 5801 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 512 5401 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Benedikts Bóasar
Hinrikssonar
BAkþAnkAR
HEIMILIS-
KOKKURINN
ELSKAR
Nú í nýjum umbúðum!
Í dag er
góður dagur.
Skinkubátur er
bátur dagsins
á 649 kr.
Opið allan
sólarhringinn
í öllum verslunum
Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á
þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað
körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt
fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann
hefur trúlega einhverja mestu
íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi.
Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem
framkvæmdastjóri og þekkir körfu-
boltaíþróttina og íþróttastarf betur
en flestir.
Þegar talið barst að foreldrum
sagði Friðrik að það vantaði meiri
virðingu fyrir þjálfarastöðunni.
„Foreldrum finnst ekkert tiltökumál
að vaða inn á æfingar og horfa á í
tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af.
Ég hef stundum spurt foreldra hvort
þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra
vinnustað í tíma og ótíma og færi að
skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt
nei.“
Þarna er ég sammála Friðriki.
Foreldrar eru margir óþolandi þegar
kemur að íþróttaiðkun barna þeirra.
Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel
þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala
í símann og hafa jafnvel skoðanir á
því sem menntaður þjálfarinn er að
gera og segja. Sumir meira að segja
haga sér eins og fávitar á mótum.
Þetta gildir bæði um mömmur og
pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarf-
inu er lítil sem engin. Hún virðist
vera svipuð og hvernig ríkið metur
ljósmæður.
Æfingar hjá börnum eru ekki
barnapössun svo að foreldrar fái
klukkutíma á Facebook í friði.
Það er verið að kenna þeim fullt af
góðum hlutum sem þau taka með
sér út í lífið seinna meir.
Ef þú, lesandi góður, átt barn í
íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki
vera plebbi og fáviti. Það er hallæris-
legt. Berðu virðingu fyrir þeim sem
nenna að þjálfa börnin þín.
Hlustum á orð Friðriks.
Virðing kostar nefnilega ekkert.
Hlustum á orð
Friðriks
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
A
-0
8
F
C
1
F
6
A
-0
7
C
0
1
F
6
A
-0
6
8
4
1
F
6
A
-0
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K