Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 2
Veður
Austlæg átt 3-10 m/s í dag. Rigning
öðru hverju, einkum suðaustan-
lands, en yfirleitt þurrt norðantil á
landinu. Vaxandi norðaustanátt á
Vestfjörðum um kvöldið.
sjá síðu 22
Skin á milli skúra
Trúmál Rabbíninn Avi Feldman
mun ásamt eiginkonu sinni Mushky
og dætrum tveim flytjast til Íslands
á sunnudaginn, með það fyrir
augum að setja á laggirnar fyrstu
íslensku sýnagóguna.
Feldman-hjónin stofnuðu hóp-
fjármögnunarsíðu fyrir flutningana
og söfnuðust sex milljónir króna á
aðeins hálfum sólarhring.
Eins og greint hefur verið frá í
fjölmiðlum stendur til að Avi verði
fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á
Íslandi eftir að hafa verið kjörinn til
þess í byrjun febrúar síðastliðins.
Reykjavík hefur lengi verið eina
höfuðborgin í Evrópu án rabbína
eða bænastaðar fyrir gyðinga.
Hingað til hefur verið flogið með
rabbína sérstaklega til landsins til
að þjónusta íslenska gyðingasam-
félagið, sem í eru á þriðja hundrað
manns, auk þúsunda ferðamanna.
Rabbíninn Avi Feldman tilheyrir
hinum strangtrúaða Chabad-söfn-
uði en í tölvupósti til stuðnings-
manna og fylgjenda sem sendur var
á sunnudagskvöld var tilkynnt að
fjáröflun væri hafin fyrir flutninga
fjölskyldunnar til Íslands. Takmark-
ið var að safna 50 þúsund banda-
ríkjadölum á sólarhring.
„Ísland er afskekkt eyja. Það er
margt sem þarf að flytja inn og þar
er dýrt að búa. Því leitum við til
ykkar til að styrkja ferðalag okkar til
Íslands og ná settu markmiði,“ segir
í kynningu hópfjármögnunarinnar.
Og viðbrögðin létu ekki á sér
standa. Aðeins rúmum 10 klukku-
stundum síðar barst áskrifendum
fréttabréfs rabbínans tölvupóstur
þess efnis að takmarkinu væri náð.
Ríflega 50 þúsund dalir höfðu safn-
ast, eða sem nemur rúmum fimm
milljónum króna. Og stóð í sem
nemur sex milljónum króna þegar
þessi frétt var skrifuð. Þegar mark-
inu var náð var stefnan sett á að ná
90 þúsund dölum, en enn liggur
ekki fyrir hvort það hafi náðst.
Á hópfjármögnunarsíðunni Char-
idy.com má sjá að ótal framlög bár-
ust með skilaboðum og heillaóskum
um gott gengi á Íslandi. Hæsta fram-
lagið til söfnunarinnar hljóðaði
upp á fjögur þúsund dali, rúmar
400 þúsund krónur. Fyrirkomulag
söfnunarinnar var þannig að hverju
framlagi var mætt með mótframlagi
frá stuðningsaðilum verkefnisins.
Segjast verður að aðferðin við
fjármögnun flutninganna sé nýstár-
leg og athyglisvert hversu skamman
tíma tók að safna svo hárri fjárhæð.
Avi Feldman hefur lýst því yfir
að hann muni leggja sín lóð á
vogarskálarnar við að berjast gegn
umskurðarfrumvarpinu svokallaða
sem leggur til bann við umskurði
drengja nema í læknisfræðilegum
tilgangi. Frumvarpið, sem var lagt
fram í byrjun janúar, hefur kallað
fram heitar umræður en ríflega 130
umsagnir bárust þinginu frá bæði
öflugum stuðningsmönnum og
andstæðingum þess víðs vegar að
úr heiminum.
Tímasetning tilkynningar um að
rabbíninn hefði verið skipaður fyrir
Ísland var því ekki tilviljun og kom í
raun í mesta fárinu í þjóðfélagsum-
ræðunni um það. Líkt og Fréttablað-
ið greindi frá í lok síðasta mánaðar
mun allsherjar- og menntamála-
nefnd ekki hleypa umskurðarfrum-
varpinu til þinglegrar meðferðar og
vísa því til ríkisstjórnar.
Frumvarpið umdeilda lifir því
áfram, þó örlög þess og bannsins
við umskurði séu enn óráðin. Avi
rabbíni fagnaði þessum áfangasigri
á dögunum, en nú er hann spenntur
fyrir yfirvofandi flutningum.
„Við erum auðmjúk og full
þakklætis í garð allra sem opnuðu
hjörtu sín og hjálpuðu okkur að láta
Íslandsdrauminn verða að veru-
leika,“ segja Feldman-hjónin í til-
kynningu er þau sendu frá sér þegar
hinu háleita 50 þúsunda dala mark-
miði var náð. mikael@frettabladid.is
Rabbíni hópfjármagnar
flutning sinn til Íslands
Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með
fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér
á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi.
GrÆNlAND Kenna á ensku sem
fyrsta erlenda tungumálið í grunn-
skólum á Grænlandi. Þetta er mark-
mið nýrrar stjórnar Grænlands, að
því er kemur fram í stjórnarsáttmála
hennar. Nú er kennsla í grænlensku,
dönsku og ensku í skólunum. Leggja
á meiri áherslu á kennslu í ensku í
framtíðinni þar sem Grænland er að
verða hluti af alþjóðasamfélaginu.
Markmið flokkanna fjögurra sem
myndað hafa stjórn er samtímis að
árangur nemenda batni í öllum
þremur tungumálunum. – ibs
Enskan númer
eitt á Grænlandi
Hjónin Avi og Mushky Feldman með
dætrum sínum, Chana og Batshev.
Mynd/JewisHiCelAnd.CoM
Það er margt sem
þarf að flytja inn og
þar er dýrt að búa. Því
leitum við til ykkar til að
styrkja ferðalag okkar til
Íslands og ná settu mark-
miði.
Avi og Mushky Feldman
Umskipti eru orðin í veðri eftir sérkennilega viku með éljagangi og sólarglennum á víxl. Fram undan er hlýrra veður á suðvesturhorninu, jafnvel með
sólskini og yfir tíu stiga hita í Reykjavík á laugardag ef marka má spár Veðurstofu Íslands. Rigningarskúrir verða hins vegar ekki langt undan næstu
daga. Samspil ljóss og veðurs skapar oft fallegar myndir eins og þegar þessi flugvél kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. FréttABlAðið/eyþór
Börn í Kulusuk á Grænlandi.
FréttABlAðið/PJetUr
kjArAmál „Það er fáránlegt að það
hvarfli ekki að forstjóranum að
hún taki á sig launalækkun sjálf,“
segir starfsmaður Hörpu. Þar sögðu
20 þjónustufulltrúar upp í gær eftir
fund með forstjóranum að því er
segir í yfirlýsingu þeirra.
Liðlega helmingur af um 30 þjón-
ustufulltrúum í Hörpu mætti á fund
í Háuloftum með Svanhildi Konráðs-
dóttur forstjóra síðdegis í gær. Til-
efnið var fréttir Fréttablaðsins af 20
prósenta launahækkun Svanhildar
í fyrra á sama tíma og þjónustufull-
trúarnir létu undan kröfum og tóku
á sig um 16 prósenta launalækkun.
„Við vorum ekki sátt en hún
sagðist oft vera að snúa við hverjum
einasta steini til að bæta rekstur
Hörpu. En svo var hún þá búin að
fá launahækkun. Það er fáránlegt að
kíkja ekki á stærsta steininn,“ segir
starfsmaðurinn sem ekki vill láta
nafns síns getið.
Þjónustufulltrúinn útskýrir að
fyrir um tveimur árum hafi hópur-
inn á gólfinu fengið launahækkun
samhliða útvíkkun á starfsskyldum.
Að sögn hans var fundurinn með
forstjóranum í gær mikil vonbrigði.
Komið hefði fram hjá Svanhildi að
hún sjálf ætlaði ekki að taka á sig
launalækkun. Þjónustufulltrúarnir
fengju ekki aftur sömu laun og þeir
voru á fyrir lækkun, eins og þeir báðu
um. „Flestir þjónustufulltrúanna
sem mættu á fundinn sögðu upp
snögglega eftir að fundurinn var
búinn. Það eru flestir því annað-
hvort búnir að segja upp eða ætla
að gera það,“ segir hann.
Ekki náðist í Svanhildi Konráðs-
dóttur í gærkvöldi. – gar
Allt í háaloft
í Háuloftum
svanhildur
Konráðsdóttir,
forstjóri Hörpu.
8 . m A í 2 0 1 8 Þ r I ð j u D A G u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T A B l A ð I ð
0
8
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:5
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
4
-D
0
E
8
1
F
B
4
-C
F
A
C
1
F
B
4
-C
E
7
0
1
F
B
4
-C
D
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K