Fréttablaðið - 08.05.2018, Side 4

Fréttablaðið - 08.05.2018, Side 4
Makita rafhlöðugarðverkfærin eru ýmist fyrir eina eða tvær 18 v rafhlöður – sömu rafhlöður og eru í öðrum Makita 18 v rafhlöðuverk færum – Hraðhleðslutæki, sem tekur 2 rafhlöður í einu, er fáanlegt. Makita rafhlöðuverkfærin er þekkt fyrir gæði og endingu. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum. l Sláttuvélar l Hekkklippur l Keðjusagir l Sláttuorf l Grasklippur l Greinaklippur l Blásarar l Laufsugur RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is DýrahalD Matvælastofnun telur að án ráðningar erlendra dýralækna geti stofnunin ekki sinnt skyldum sínum. Án opinbers dýralæknis geti slátur- hús ekki starfað. Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ráðning Matvælastofnunar á erlendum dýralæknum til starfa í opinberri þjónustu fullnægi ekki skilyrði laga um að þeir hafi vald á íslenskri tungu. Matvælastofnunin segir að hlutfall erlendra dýralækna sem þar starfi hafi aukist undanfarin ár þar sem ekki hefur tekist að ráða íslenskumælandi dýralækna í tiltekin störf. Ítrekað hafi tilteknar stöður dýralækna verið aug- lýstar lausar án þess að dýralæknar með vald á íslenskri tungu hafi sótt um. Við slíkar aðstæður hafi erlendir dýralæknar verið ráðnir. „Hjá Matvælastofnun starfa í dag um 35 dýralæknar í fullu starfi. Um þriðjungur þeirra er erlendur og stærstur hluti þeirra með takmarkað vald á íslenskri tungu. Stofnunin ræður auk þess dýralækna frá EES- ríkjum í tímabundnar ráðningar yfir sláturtíðina,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Á annan tug erlendra dýralækna hafi verið ráðnir til slíkra starfa í haust. „Ljóst er að án dýralækna mun Matvælastofnun ekki geta sinnt lög- bundnum skyldum sínum. Í slátur- húsum er krafa um viðveru opinbers dýralæknis við alla slátrun, í þeim tilgangi að fylgja eftir kröfum um vel- ferð dýra og öryggi afurða. Án viðveru opinbers dýralæknis geta sláturhús þar með ekki starfað,“ segir í tilkynn- ingunni. – jhh Segja erlenda dýralækna nauðsynlega Án viðveru dýralæknis er ekki hægt að slátra dýrum. Fréttablaðið/GVa Kjaramál Nærri 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum samþykktu nýjan kjarasamning. Tæplega 30 prósent greiddu atkvæði á móti. Á vef Kennarasambands Íslands segir að launaliður samningsins sé til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samnings- tíminn er út mars 2019. Af 1.498 á kjörskrá greiddu 1.043 atkvæði. Eins og fram hefur komið felldu grunnskólakennarar sinn samning. Samningafundur þeirra við samn- inganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga verður á föstudag. – jhh Kennarar með nýjan samning Kosningar Níu framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitar- stjórnarkosninga í Kópavogi, að því er kemur fram í tilkynningu frá bæjar- skrifstofunni. Framboðin eru B-listi Framsóknar- flokks, C-listi BF Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, J-listi Sósíalista- flokks Íslands, K-listi Fyrir Kópavog, M-listi Miðflokks, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Flokkar sem eiga fulltrúa í bæjar- stjórn í dag eru Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Björt framtíð, Fram- sóknarflokkur og Vinstri græn. – gar Níu framboð gild í Kópavogi Í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm heimilisofbelDi Magnús Guðmunds- son, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið þegar á árinu 2014 hafa horfst í augu við fortíðina og reynt sem allra best að draga lærdóm af því sem betur mátti fara í ofbeldismáli leikmanns félagsins, Marks Doninger, gegn kærustu hans Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur árið 2011. Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa við- bragðsáætlun. Niðurstaðan var að setja á fót sérstakt fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála. Guðrún Dögg sagði í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins sögu sína um ítrekað ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi þáverandi kærasta síns á meðan hann starfaði sem knatt- spyrnumaður hjá ÍA. Félagið breytti að hennar mati ekki rétt í málinu. „Við hjá ÍA fullyrðum að við munum vinna hlutina allt öðru- vísi komi viðlíka mál upp hjá okkur í framtíðinni en auk þess hefur umræðan í samfélaginu haft þau áhrif að við eru almennt betur undirbúin að taka á erfiðum málum. Það skiptir miklu máli að taka svona mál alvar- lega og að hvers konar ofbeldi, áreitni eða óæskileg hegðun verður alls ekki liðin hjá félaginu,“ segir Magnús. Fram undan er vinna við að fræða starfsmenn og leikmenn. „Við höfum á síðustu mánuðum farið yfir okkar mál með Knattspyrnusambandi Íslands, Íþróttasambandi Íslands sem og Akraneskaupstað og á næstu vikum munum við fræða alla okkar starfsmenn og þjálfara um ofbeldi sem þetta í samvinnu við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem sérhæfir sig í að veita stuðning og ráð- gjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis,“ bætir Magnús við. Mark Doninger lék alls þrjátíu leiki fyrir ÍA árin 2011 og 2012. „Knattspyrnufélagið harmar fram- angreint mál og lítur það mjög alvar- legum augum en það reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt og ég vil fyrir hönd félagsins enn og aftur biðja Guðrúnu Dögg og fjölskyldu hennar afsökunar. Stefna okkar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýði- lega háttsemi er skýr og við munum fylgja henni í framtíðinni,“ undir- strikar Magnús. sveinn@frettabladid.is ÍA biður Guðrúnu afsökunar Guðrún Dögg lýsti í Fréttablaðinu vinnubrögðum Ía-manna eftir að hún varð fyrir ofbeldi af hálfu eins liðsmanna félagsins. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Úr Hæstaréttardómi yfir Mark Doninger „Fyrir líkams- árás á […], aðfaranótt sunnu- dagsins 22. maí 2011, á skemmtistaðn- um [...] með því að hafa kýlt [...] einu hnefahöggi með krepptum hnefa í andlitið á vinstri kjálkann þannig að hún féll niður á „poolborð“ sem hún sat á, og fyrir að hafa gert atlögu að henni fyrir utan skemmti- staðinn stuttu síðar, með því að henda henni í götuna, rífa í hár hennar og ýta henni ítrekað niður er hún reyndi að reisa sig við, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á kjálka- beini vinstra megin, mar og yfir- borðsáverka á hné og fótlegg og tognun á ökkla.“ [...] „Fyrir líkamsárás á [...], aðfara- nótt sunnudagsins 30. október 2011, á heimili ákærða [...] með því að hafa ráðist á […], dregið hana á hárinu inn í svefnher- bergi þar sem hann henti henni upp í rúm, settist ofan á hana og sló hana utan undir, tók um munn hennar og nef með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með andadrátt og að því loknu skallað hana í andlitið þannig að enni hans lenti á munni hennar allt með þeim afleiðingum að hún hlaut yfirborðsáverka í andliti og á hálsi og að báðar varir hennar sprungu þannig að úr blæddi.“ Formaður knattspyrnu- deildar ÍA segir félag- ið hafa brugðist í máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur og Marks Doninger. Hann biður Guðrúnu Dögg afsökun- ar og segir félagið verða að læra af þeim mis- tökum. Allir starfsmenn fá fræðslu um ofbeldi og verkferla ÍA. Ég vil fyrir hönd félagsins enn og aftur biðja Guðrúnu Dögg og fjölskyldu hennar afsökunar. Magnús Guðmundsson, Formaður knatt- spyrnudeildar ÍA 8 . m a í 2 0 1 8 Þ r i Ð j U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 4 -E 4 A 8 1 F B 4 -E 3 6 C 1 F B 4 -E 2 3 0 1 F B 4 -E 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.