Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð-
aði í gær erlendan karlmann á fer-
tugsaldri í vikulangt gæsluvarðhald
á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn er grunaður um að hafa
ráðið konu bana í íbúð við Hagamel
í Reykjavík sl. fimmtudagskvöld.
Fjölmennt lið lögreglu var sent á
vettvang, m.a. sérsveit ríkislög-
reglustjóra, og fóru aðgerðirnar
ekki framhjá nágrönnum. Var mað-
urinn handtekinn í íbúðinni. Hann
var fáklæddur og lét ófriðlega þeg-
ar hann var leiddur út úr húsinu í
handjárnum.
„Lögreglu barst tilkynning um
árásina kl. 21.38 og hélt þegar á
staðinn. Tveir karlmenn voru hand-
teknir á vettvangi, annar er erlend-
ur ríkisborgari á fertugsaldri og var
hann gestkomandi, en hinn er Ís-
lendingur á þrítugsaldri og búsettur
í húsinu. Konan sem lést bjó einnig
í húsinu, en hún var af erlendu
bergi brotin,“ sagði í tilkynningu frá
lögreglu.
Rannsakað sem manndráp
Konan sem lést var á fimmtugs-
aldri og var úrskurðuð látin á Land-
spítalanum. Eftir því sem fram kom
í frétt Ríkisútvarpsins í gær höfðu
hún og maðurinn átt í sambandi.
Yngri maðurinn mun hafa reynt að
skakka leikinn í íbúðinni. Honum
var sleppt úr haldi í gær.
Málið er rannsakað sem mann-
dráp. Grímur Grímsson yfirlög-
regluþjónn hefur staðfest að konan
hafi látist af völdum atlögu sem
henni var veitt og að lagt hafi verið
hald á vopn eða áhald sem talið er
að hafi verið notað í árásinni.
Grunaður um manndráp
Erlendur maður
úrskurðaður í
gæsluvarðhald
Morgunblaðið/Golli
Manndráp Erlendur maður var leiddur blóðugur út úr íbúð við Hagamel.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum
sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja at-
hygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna
sé með öllu óheimil.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina
lagði fram fyrirspurn 17. ágúst um eftirlit Fé-
lagsbústaða með framleigu íbúða í eigu félagsins.
Þar var óskað eftir upplýsingum um hvort íbúðir í
eigu félagsins væru framleigðar til ferðamanna,
eins og t.d. á Airbnb eða öðrum sambærilegum síð-
um.
Svar Félagsbústaða var lagt fram á fundi borg-
arráðs 21. september. Þar kom m.a. fram að Fé-
lagsbústaðir hefðu ekki skipulagt eftirlit með fram-
leigu íbúða í eigu félagsins. „Í nokkur skipti hafa
hinsvegar borist ábendingar frá nágrönnum eða
öðrum um að íbúðir félagsins væru framleigðar. All-
ar slíkar ábendingar eru kannaðar. Tvisvar hefur
það gerst að sannað þótti að íbúð væri leigð út til
ferðamanna,“ sagði í svarinu. Í fyrra tilvikinu var
viðkomandi leigjanda send aðvörun og í því síðara
var leigusamningi rift.
Framleiga er brot á húsaleigusamningi
Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Fé-
lagsbústaða hf., sagði að leigutökum yrði sent bréfið
til að árétta að framleiga íbúða í eigu félagsins væri
óheimil. Hann sagði erfitt að fylgjast með því hverj-
ir héldu til í íbúðunum nema að fara í heimsóknir.
„Við treystum svolítið á nágrannagæsluna í
þessu sambandi,“ sagði Auðun. „Við höfum ekki
mörg staðfest dæmi um svona, en þau geta verið
fleiri en við vitum af. Þetta er brot á húsaleigusamn-
ingnum sem við gerum við leigutaka.“ Auðun sagði
slæmt ef kerfi Félagsbústaða væri misnotað, t.d.
með því að leigja íbúðir til ferðamanna eða lána þær
langtímum saman á meðan leigutakar dvelja annars
staðar.
„Við erum alltaf vakandi fyrir því að þetta getur
verið freistandi því leiguverð Félagsbústaða er hag-
stætt. Slíkt er ótvírætt brot á leigusamningi og get-
ur kostað það að honum sé rift,“ sagði Auðun.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Félagsbú-
staða er leiguverð tveggja herbergja íbúðar á al-
mennum markaði á höfuðborgarsvæðinu ríflega
60% hærra en hjá Félagsbústöðum. Leiguverð
þriggja herbergja íbúðar á almennum markaði er
tæplega 50% hærra en hjá Félagsbústöðum.
Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða
Félagsbústaðir hf. taka hart á framleigu íbúða félagsins Tvö staðfest dæmi
um framleigu íbúða til ferðamanna Brot getur valdið riftun húsaleigusamnings
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn Tvö staðfest dæmi um
ferðamenn í íbúðum Félagsbústaða.
Tvær vel klæddar konur gengu ákveðnar eftir
Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur í rigning-
unni í gær. Önnur þeirra hélt á regnhlíf sem
framleidd var til í tengslum við hátíðarhöldin 17.
júní 1994, 50 ára afmæli lýðveldisins. Þann dag
skunduðu tugþúsundir Íslendinga og fjöldi er-
lendra boðsgesta á þjóðhátíð á Þingvöllum og
hlýddu á ræðuhöld í miklu votviðri. Von er á
frekari vætutíð í borginni í dag.
Morgunblaðið/Golli
Með lýðveldisregnhlífina á göngu
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra
flutti ræðu á alls-
herjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna
í gær. Þar gagn-
rýndi hann eld-
flauga- og
kjarnorkuvopna-
tilraunir í Norð-
ur-Kóreu og
efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar.
Kemur þetta fram í tilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu. Þar kom
einnig fram að Guðlaugur áréttaði
það að Ísland myndi standa við Par-
ísarsamkomulagið um loftslags-
breytingar. Hann sagði að breyt-
ingar væru sýnilegar á norður-
slóðum. Hann ræddi um valdeflingu
kvenna og benti á að mannréttindi
væru samofin sjálfbærri þróun og
væru undirstaða friðar.
Gagnrýndi tilraunir
Norður-Kóreumanna
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Vilja lög til
að verkið
fari af stað
„Við viljum brjóta
upp þá kyrrstöðu
sem hefur ríkt í
málinu alltof
lengi,“ segir Teitur
Björn Einarsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, en
hann er fyrsti
flutningsmaður
frumvarps sem sjö þingmenn Norð-
vesturkjördæmis leggja fram á
næsta þingfundi um að veita Vega-
gerðinni leyfi til framkvæmda á leið
Þ-H á Vestfjarðavegi (60), sem ligg-
ur um Teigsskóg í vestanverðum
Þorskafirði. Ásamt Teiti flytja frum-
varpið Haraldur Benediktsson, Þór-
dís Kolbrún R. Gylfadóttir, Gunnar
Bragi Sveinsson, Elsa Lára Arn-
ardóttir, Eva Pandóra Baldursdóttir
og Guðjón S. Brjánsson.
Brýn nauðsyn er að ráðast í vega-
bætur á svæðinu, að mati flutnings-
manna, enda ber gamli malarveg-
urinn um Gufudalssveit ekki lengur
þá umferð sem um hann fer og skap-
ar alvarlega hættu. Málið hefur
velkst í kerfinu í um 15 ár og útlit er
fyrir frekari tafir. „Það eru slíkir al-
mannahagsmunir í málinu að óvið-
unandi er að íbúar þurfi að líða fyrir
það að stjórnsýslan hefur hingað til
ekki ráðið fram úr málinu,“ segir
Teitur. hdm@mbl.is
Teitur Björn
Einarsson
Þingmenn berjast
fyrir Vestfjarðavegi