Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 samningshækkunina sem var í maí. Það er eitthvert launaskrið í gangi,“ segir hann. Viðar segir að svo mikil hækkun á þrem- ur mánuðum bendi til þónokkurra launa- breytinga. ,,Ef við heimfærum þessa hækk- un seinustu þrjá mánuði yfir á heilt ár þá jafngildir þetta 5% árstakti, sem er mikið launaskrið sögulega séð,“ segir Viðar en hefur þó þann fyrirvara á að óvissa fylgi oft því þegar hækkanir yfir stutt tímabil eru umreiknaðar yfir á heilt ár. ,,En það eru al- veg augljósar vísbendingar núna um að það er launaskrið í gangi,“ segir hann. Mikil þörf fyrir vinnuafl Allt fram til síðasta vors bar lítið sem ekkert á launaskriði í landinu þrátt fyrir uppgang og merki um þenslu í hagkerfinu. Atvinnurekendur virtust geta mætt vaxandi þörf fyrir vinnuafl með því að flytja inn starfsfólk. Aðspurður segir Viðar að það að eitthvert launaskrið sé í gangi komi ekkert sér- staklega á óvart þegar uppsveifla eigi sér Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Seinustu kjarasamningsbundnu launa- hækkanirnar á vinnumarkaði voru í maí þegar almenn laun hækkuðu um 4,5%. Þess sá stað í launavísitölunni, sem hækkaði þá um 3,2% á milli mánaða en vísitalan hefur svo haldið áfram að stíga aðeins upp á við í sumar. Viðar Ingason, hagfræðingur hjá VR, bendir á að frá því í lok maí og til ágústloka hefur launavísitalan hækkað um 1,2%. „Það sýnir áframhaldandi hækkun eftir kjara- stað í efnahagslífinu. Í sumarkönnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins eru stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins spurðir um þörf á vinnuafli og kvörtuðu margir yfir að erfitt væri að fá starfsfólk í seinustu könnun. 42% þeirra töldu sig búa við skort á starfsfólki í könnuninni í sumar. Viðar segir að við svo- leiðis aðstæður þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli reyni starfsmenn að ýta sín- um launum aðeins hærra upp eins og eðli- legt sé vegna þess að þeir vita að vinnuveit- andinn vill ekki missa þá þegar hann á í erfiðleikum með að fá nýtt starfsfólk. Kaupmáttur launa hefur á umliðnum mánuðum verið sá mesti sem mælst hefur. Hann stóð nánast í stað á milli júlí og ágúst skv. tölum Hagstofunnar í gær. ,,Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%,“ segir í umfjöllun Hag- stofunnar. Vísbendingar um nokkurt launaskrið  Launavísitalan hækkaði um 1,2% sl. 3 mánuði þó laun hafi ekki hækkað skv. samningum í sumar Morgunblaðið/Ómar Stórframkvæmdir Mikill uppgangur og spenna var á vinnumarkaði í sumar og atvinnu- rekendur hafa þurft að flytja inn starfsfólk. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi, segir marga framsóknar- menn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Gunnar Bragi segir markvisst unnið að því að koma honum úr efsta sæti flokksins í kjördæminu. Flokk- urinn fékk tæplega 21% atkvæða og tvo menn kjörna í kjördæminu í þingkosningunum í fyrrahaust. Það er að sögn Gunnars Braga með betri árangri flokksins í kjördæminu. Fátt varð um svör Gunnar Bragi leiddi listann 2016, líkt og í þingkosningunum 2013. „Það er fyrir nokkrum dögum sem ég verð þess áskynja að það sé verið að útbúa lista og reyna að fá fólk til að mæta á kjördæmisþing til að kjósa gegn mér. Það sem ég geri vit- anlega er að hringja í einn þessara aðila og spyrja hvort þetta sé málið. Það verður frekar fátt um svör en svo er það viðurkennt. En ég geri aldrei neinar athugasemdir við að það sé boðið fram gegn mér. Það á enginn neitt í þessu. Það sem ég geri athugasemdir við er undirferlið og að menn skuli sífellt vera að búa til einhver átök, án þess að geta horft framan í menn,“ segir Gunnar Bragi. Aðrar leiðir brot á lögum Kjördæmisþingið fer fram í Reykjaskóla í Hrútafirði í dag. Spurður hvort raðað verði á lista, í ljósi þess hversu stutt er til kosn- inga, segir Gunnar Bragi að sam- kvæmt lögum flokksins virðist sá kostur einn í boði. „Aðrar leiðir eru klárlega brot á lögum flokksins. Samt virðast menn ætla að reyna að koma því þannig fyrir og réttlæta það að vegna stutts tímafrests verði að fara aðrar leiðir í uppstillingu á lista. Það er að segja að fara í tvöfalt kjördæmisþing. Ég hræðist ekki aðrar aðferðir af sjálfsögðu. Það sem er í gangi er að það er verið að velja og smala réttu fólki og útiloka þá aðra sem eru ekki þóknanlegir til að fara á þetta kjördæmisþing,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir aðspurð- ur að bakland hans taki þessu illa. „Menn eru algjörlega æfir yfir því að það sé þetta baktjaldamakk og að menn séu að fara í þessi átök rétt fyrir kosningar. Það er kosið eftir fimm vikur og flokkurinn virðist ætla að fara í innanflokksátök aftur. Og koma stórskaddaður inn í kosninga- baráttuna, í stað þess að einbeita sér að því sem meira máli skiptir sem er að ná góðum árangri í kosningun- um,“ segir Gunnar Bragi. Spurður um hvað sé deilt í Skaga- firðinum segir Gunnar Bragi ekki tekist á um málefni. „Þetta virðist fyrst og fremst snúast um að ég er mjög sjálf- stæður maður og tek ekki við skip- unum frá neinum. Ég held að það sé aðalmálið.“ Röng kenning Hann segir að- spurður það rangt sem haldið hafi verið fram að aðförin gegn honum sé tilkomin vegna þess að hann sé flokkaður í liði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fv. formanni flokksins. Segir Gunnar Bragi alvitað að traustustu banda- menn hans í Skagafirði hafi verið traustustu bandamenn Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi for- manns flokksins. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða listann í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, leiddi listann í kjördæminu í síðustu kosningum. Þórunn segist aðspurð hafa sterkt bakland. Það komi í ljós á kjördæma- þingi Framsóknarflokksins á Breiðumýri, skammt hjá Laugum, á morgun hvaða aðferð verður valin til að stilla upp lista í kjördæminu. Fengið mikla hvatningu „Ég hef fengið mikla hvatningu og mikinn stuðning. Ég ákvað að verða við því. Ég hef verið í framvarðasveit flokksins, sem þingflokksformaður og einn af varaforsetum þingsins. Ég er tilbúin að axla meiri ábyrgð,“ seg- ir Þórunn. Spurð um áherslur segir Þórunn mörg tækifæri í þessu kjördæmi og að margt þurfi að laga. „Kjördæmið er með mikla sauðfjárrækt og það eru mörg veik svæði sem þarf að verja sem fráfarandi ríkisstjórn hef- ur ógnað með sínum fyrirhuguðu að- gerðum,“ segir Þórunn. Ekki náðist í Sigmund Davíð. Á fundi landsstjórnar Framsókn- ar sl. þriðjudag var samþykkt að beina því til kjördæmastjórna að hvert kjördæmisþing hefði það á valdi sínu að ákveða framboðsleiðir. Undiralda í Framsóknarflokknum  Gunnar Bragi segir að vegna baktjaldamakks kunni flokkurinn að fara „stórskaddaður“ í kosningar  Þórunn Egilsdóttir vill leiða listann í Norðausturkjördæmi  Sigmundur Davíð hefur leitt listann Gunnar Bragi Sveinsson Þórunn Egilsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigtryggur Sigryggsson sisi@mbl.is Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferð- areyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavík- urborg segir að sveppurinn sé mjög vel ætur. Hann þyki raunar fínn þegar hann er ungur, hvítur, en verði síðan óætur þegar hann eld- ist, verði eins og „blek“. Þórólfur kveðst hafa það á tilfinningunni að ullserkurinn sé að verða algengari í borginni en áður en hann hafi eng- ar staðfestar upplýsingar um það. Þórólfur varar fólk við að tína sveppinn of nálægt umferðargötum þar sem hann gæti innihaldið mengandi efni. Á vefnum floraislands.is segir að sveppurinn sé eflaust gamall slæð- ingur á Íslandi og vaxi nær ein- göngu í grennd við hýbýli eða með- fram vegum. Hann sé oft á gömlum sorphaugum, inni í húsagörðum en langoftast vaxi hann í vegbrúnum víða um land. „Þegar sveppurinn fyrst kemur upp á sumrin, er hann hvítur, í lög- un eins og votheysturn. Hann er flösugur utan, og þegar hann þroskast dökknar hann að ofan, einkum flösurnar sem verða brún- leitar. Hattbarðið víkkar að neðan, og svartar fanirnar verða sýni- legar. Hattbarðið brettist síðan upp, verður svart og kvoðukennt, líkist þá tjöru. Gróin berast með þessum þykka vökva, líklega oft með bílhjólum meðfram vegunum,“ segir á floraislands.is Þar segir ennfremur að vegna vaxtarstöðu sveppsins, sem oft sé í útblásturslofti bifreiða, forðist margir að snerta hann. Ljósmynd/Jón Ármann Steinsson Ullserkur Sveppurinn hefur verið áberandi á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eins og flest undanfarin haust. Ullserkur setur svip á borgina  Vel ætur en varað er við því að tína sveppi nálægt umferðargötum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.