Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 6

Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna Könnunin var gerð dagana 19. til 21. september 2017. Eftirfarandi flokkar eða listar voru að auki nefndir á nafn í svörum þátttakenda: Alþýðufylkingin, Dögun, Húmanistaflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin og „annar flokkur eða listi“, en allir með hverfandi fylgi. Úrtakið var 2.000 manns. Um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 908, sem er 46% þátttökuhlutfall. Úrslit kosninga 29. október 2016 Fylgi í % og fjöldi þingmanna Könnun 19.-21. september 2017 Fylgi í % og fjöldi þingmanna 30% 25% 20% 15% 10% 3,5% 5 9% 4 7,2% 3% 8 11,5% 7 11% 7 10,5% 3 6% 10 14,5% 6 10% 3 5,7% 5 8% 10 15,9% 22 30% 21 29,0% 15 23% A Björtframtíð B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins P Píratar S Samfylkingin V Vinstrihreyfingin– grænt framboð Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 0 0 Gífurleg fylgisaukning VG  Ný könnun Félagsvísindastofnunar  VG stærsti flokkurinn með 30% fylgi  Fengi 22 þingmenn  Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegri lægð með 15 þingmenn  Flokkur fólksins fengi 5 þingmenn Guðmundur Magnússon Höskuldur Daði Magnússon Ný skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. sept- ember sýnir mikla fylgisaukningu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Flokks fólksins. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi og Björt framtíð fengi ekki mann kjörinn. VG nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 30% kjósenda og fengi sam- kvæmt því 22 þingmenn. Flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra 15,9% at- kvæða og 10 þingmenn. VG hefur því meira en tvöfaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er næst- stærsti flokkurinn. Hann nýtur stuðnings 23% kjósenda og fengi 15 þingmenn. Í kosningunum 2016 fékk flokkurinn 29% atkvæða og 21 þing- mann. Tapið er því umtalsvert. Minnsta fylgið í sögu flokksins var í þingkosningunum 2009 þegar hann fékk 23,7% atkvæða og 16 þingmenn. Framsóknarflokkurinn og Píratar eru með álíka fylgi í könnuninni. Framsókn nýtur stuðnings 11% kjós- enda og fengi 7 þingmenn. Í kosning- unum í fyrra fékk flokkurinn 11,5% atkvæða og 8 þingmenn. Píratar lækka flugið frá síðustu kosningunum þegar þeir fengu 14,5% atkvæða og 10 þingmenn. Nú njóta þeir stuðning 10% kjósenda og fengju 6 þingmenn. Samfylkingin er með 8% fylgi og fengi 5 þingmenn. Það er aukning frá síðustu kosningum þegar hún fékk 5,7% fylgi og 3 þingmenn. Viðreisn mælist með 6% fylgi og næði samkvæmt því inn 3 mönnum. Það er talsvert tap frá kosningunum í fyrra þegar fylgið var 10,5% og þing- mennirnir 7 að tölu. Flokkur fólksins fær verulegan byr í seglin, en hann hefur fram að þessu verið utan þings. Hann nýtur nú stuðnings 9% kjósenda og fengi 5 þingmenn kjörna. Í kosningunum í fyrra fékk flokkurinn 3,5% atkvæða. Þegar hugað er að stjórnar- samsetningum ef þetta yrðu nið- urstöður þingkosninganna kemur í ljós að aðeins einn möguleiki er á tveggja flokka stjórn. Það er sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG með mjög ríflegan þingmeirihluta, 37 þingmenn. Ýmsir möguleikar eru á þriggja flokka stjórnum. Þannig gætu t.d. VG, Samfylkingin og Fram- sóknarflokkurinn myndað ríkisstjórn sem nyti stuðnings 34 þingmanna. Eins gætu Píratar eða Flokkur fólks- ins komið inn í slíka stjórn í stað Sam- fylkingarinnar. Ekki yrði hægt að mynda neina stjórn án þátttöku ann- aðhvort Sjálfstæðisflokksins eða VG. Konur styðja VG Bakgrunnsgreining á tölum Fé- lagsvísindastofnunar leiðir ýmislegt athyglisvert í ljós. Verulegur munur er til dæmis á fylgi kynjanna við VG. 40% kvenna styðja flokkinn, en 20% karla. Mest er fylgið við flokkinn í aldurshópnum 30-44 ára, 39%. Í þeim sama hóp er minnst fylgi við Sjálf- stæðisflokkinn, 18%. Stærsti hópur væntanlegra kjósenda Flokks fólks- ins kemur úr röðum fólks sem er 60 ára og eldri. Ef horft er á menntun væntanlegra kjósenda VG er stærsti hluti þeirra háskólamenntaður, 38%. Stærsti hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er framhaldsskólamenntaður, 29%. Hjá Flokki fólksins er stærsti hópurinn aðeins með grunnskólamenntun, 18%. Þegar litið er til búsetu kjósenda er eini verulegi munurinn hjá Fram- sóknarflokknum. Stuðningur við hann á höfuðborgarsvæðinu er 7% en á landsbyggðinni 18%. Þá er nokkru meira fylgi við VG á höfuðborg- arsvæðinu, 31%, en á landsbyggðinni þar sem hann er 26%. Rétt að slíta stjórninni Fleiri spurninga var spurt í könn- uninni og verður hér getið þriggja þeirra. Spurt var um afstöðu til þess að slíta stjórninni eða að hún sæti áfram. Reyndist mikill meirihluti þátttakenda, 57%, telja rétt að slíta stjórnarsamstarfinu. Áberandi var að konur og yngra fólk vildi ekki að stjórnin sæti áfram, en ekki var marktækur munur á milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar. Minnstur stuðningur við stjórnarslitin var með- al þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokk- inn í fyrra, 14%, en mestur úr röðum kjósenda Bjartar framtíðar, Samfylk- ingarinnar og VG. Meirihluti kjós- enda Viðreisnar vildi ekki slíta stjórn- inni eða 61%. Þá voru þátttakendur spurðir að því hvort réttara hefði verið að rjúfa þing og ganga til kosninga eða mynda nýja stjórn. Studdu 77% þingrof og kosningar. Ekki var áberandi munur á viðhorfum eftir aldri, búsetu og menntun, en nokkru fleiri karlar en konur vildu kjósa. Minnstur var stuðningur við kosningar meðal kjós- enda Viðreisnar en þó yfirgnæfandi, 63%. Þegar spurt var að því hvort þátttakendur ætluðu að kjósa í þing- kosningunum í október svöruðu 87% því að það væri „mjög líklegt“ og 7% „frekar líklegt.“ Könnunin var bæði síma- og net- könnun. Tvö þúsund manns voru í úr- takinu og fjöldi svarenda 908. Þátt- tökuhlutfall var 46%. „Í þessari könnun erum við á svipuðum slóðum og við höf- um verið að undanförnu. Könnunin er tekin þegar við er- um í miðri hringiðu atburða undanfarinna daga. Þeir hafa smám saman verið að skýrast og nú er að renna upp fyrir fólki að það var ekkert raunverulegt tilefni til stjórnar- slita. Við erum einfaldlega að safna liði og hlökkum til að fara á fund kjósenda og sækja fram,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa valdið uppþoti og óróa í stjórnmálunum fá á baukinn. Mér finnst gott ef þessar kosningar geta meðal annars snúist um það hverjir láta ekki hrekjast þó þeir fái vind í fangið.“ Bjarni Benediktsson Hlökkum til að fara á fund kjósenda „Það kemur ánægjulega á óvart að sjá þetta, en ég neita því ekki að við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og meðbyr á undanförnum dögum. Þetta er hins vegar bara skoðanakönnun og við þekkjum að þær geta sveiflast hratt og mikið til. Við munum halda okkar striki áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segist vera þakklát fyrir þann meðbyr sem flokksmenn hafi orðið varir við. „Það er engu að síður langt í kosningar og við látum þetta ekki stíga okkur til höfuðs. Ég tel nú að við eigum enn eftir að sjá breytingar á fylgi flokka,“ segir Katrín ennfremur. Katrín Jakobsdóttir Finnum fyrir miklum stuðningi og meðbyr „Þessi mæling sýnir að það er talsverð hreyfing á fylgi. Við fram- sóknarmenn virðumst liggja á svipaðri línu og við höfum gert undanfarna mán- uði, en ég vona svo sannarlega að við náum að auka fylgið í kosningabaráttunni. Ég held að við eigum það inni,“ seg- ir Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Þessi könnun sýnir hreyfingu á fylgi og þá hljóta að vera tækifæri fyrir alla flokka og þar með okkur framsóknarmenn líka.“ Telur Framsóknar- flokkinn eiga inni Sigurður Ingi Jóhannsson „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Inga Sæ- land, formaður Flokks fólksins. „Þessi kosn- ingabarátta byrj- aði mjög snögg- lega, en hún byrjar alla vega stórkostlega vel. Í rauninni höfum við ekki sett okkur nein markmið um fylgi. Við höfum hins vegar sett okkur það markmið að vera með heiðarlega kosningabaráttu. Þeir sem vilja breytingar og þeir sem vilja útrýma fátækt kjósa Flokk fólksins. Öðrum er ekki treystandi.“ Gefur okkur byr undir báða vængi Inga Sæland „Þetta er kannski eins og mann grunaði og þessi könnun sýnir að það er mikið flot á fylginu. Það er margt óljóst í pólitíkinni. Hvað okkur í Bjartri framtíð varðar þá hafa atburðir síðustu daga haldið okkur upp- teknum og frá einhverjum getgát- um um fylgi. Fylgið hefur verið upp og niður hjá okkur en auðvitað vill maður alltaf sjá góðar tölur þegar maður er í pólitík,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar. Sýnir að það er mikið flot á fylginu Óttarr Proppé „Þetta eru miklar sveiflur á fylgi sem mér finnst sýna að fólk er ekki búið að ákveða sig hvar það lendir. Varðandi okkur þá erum við með ívið meira fylgi en við höfum haft að undanförnu. Það er ánægjulegt að sjá þetta færast í rétta átt,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við Morgunblaðið. „Það er kominn baráttuhugur í okkur. Við vorum slegin fyrstu dagana og að jafna okkur á fréttunum, en við vorum með opið hús í gær á skrifstofunni. Menn eru að gíra sig upp í baráttuna,“ segir hann ennfremur. Benedikt Jóhannesson Fylgið á uppleið og baráttuhugur í okkur „Það er ljóst að við þurfum að berja í klárinn. Við ætlum okkur meira fylgi en þetta í komandi kosningum,“ seg- ir Logi Már Ein- arsson, formaður Samfylking- arinnar, um nið- urstöður könn- unarinnar. „Hér þarf að mynda stjórn um jöfnuð, félagslegan stöðugleika og stórsókn í menntamálum. Það er mikilvægt að Samfylk- ingin stækki til að hér verði mynd- uð félagshyggjustjórn,“ segir Logi ennfremur. Við ætlum okkur meira fylgi en þetta Logi Már Einarsson „Það er alltaf leiðinlegt að fara niður og alltaf gaman að fara upp. Þessar tölur endurspegla rót- ið sem er í ís- lenskum stjórn- málum almennt og óstöðugleik- ann sem einkenn- ir þau,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati. „Það hefur oft verið erfitt að sjá fyrir nánustu framtíð en sjaldan ef nokkurn tímann erfiðara en núna. Það verður að segjast eins og er að þessi ákvörðun um kosningar kom mjög skyndilega en við erum samt komin á fullt.“ Tölurnar endur- spegla rótið Helgi Hrafn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.