Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Dagur B. Eggertsson borg-arstjóri segir það ekki póli- tískt mál að fjölga borgarfulltrúum. Þó er það svo að vinstrimenn hafa í gegnum tíðina verið afar áhuga- samir um fjölgun borgarfulltrúa en aðrir hafa ekki verið það.    Þegar vinstri-menn náðu meirihluta í borg- arstjórn á áttunda áratugnum fjölguðu þeir til að mynda borgarfulltrúum úr 15 í 21. Sjálfstæð- ismenn leiðréttu það strax á næsta kjörtímabili og hafa þeir verið 15 síðan.    Vinstristjórn Jóhönnu og Stein-gríms breytti svo lögum á þann veg að borgarfulltrúar skuli eftir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar ekki verða færri en 23.    Jón Gunnarsson, ráðherra sveit-arstjórnarmála, reyndi að af- nema þessa skyldu en líklegt er ótímabærar þingkosningar hafi komið í veg fyrir að það mál nái fram að ganga.    Meirihluti borgarstjórnar sam-þykkti í vikunni, gegn at- kvæðum sjálfstæðismanna, að fjölga borgarfulltrúum í 23. Sjálf- stæðismenn vildu í stað fjölgunar óska þess af Alþingi að það afnæmi skylduna til fjölgunar svo að hægt væri að halda óbreyttum fjölda.    Þetta mega vinstrimenn í borg-arstjórn ekki heyra á minnst. Þeir telja fjölgun fulltrúa með til- heyrandi útþenslu kerfisins og auknum kostnaði jákvæða þróun.    Auðvitað er þessi útþenslustefnapólitískt mál þó að borgar- stjóri vilji ekki kannast við það. Dagur B. Eggertsson Kerfið þanið út STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 14 skýjað Kaupmannahöfn 13 súld Stokkhólmur 11 þoka Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 14 skýjað London 17 léttskýjað París 19 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 18 léttskýjað Vín 15 heiðskírt Moskva 11 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 19 heiðskírt Chicago 23 þoka Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:15 19:26 ÍSAFJÖRÐUR 7:20 19:31 SIGLUFJÖRÐUR 7:03 19:14 DJÚPIVOGUR 6:44 18:56 Veðurspá dagsins í dag býður upp á krappa lægð með hlýju lofti, miklum raka, mikilli rigningu, hvassviðri og stormi. Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, segir að mesta hvassviðrið verði nokkuð staðbundið meðfram suðurströndinni, einkum í nágrenni við Skaftafell og undir Eyjafjöllum. Reiknað er með að hvassviðrið standi yfir í tvo til þrjá klukkutíma og ætti það að vera gengið yfir um klukkan tvö eða þrjú. Theodór Freyr hvetur ferðafólk við suðurströndina til að fylgjast vel með veðri fyrir hádegi og gera við- eigandi ráðstafanir. Huga þurfi sér- staklega að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind og eru létt. Það sama eigi við um tengivagna. Að sögn Theodórs Freys verður væta víða um land, mest á Suðvest- urlandi og í fjalllendi Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls. Rigning verður um mest allt land og spáð er töluverðri rigningu á Austurlandi. Á morgun er gert ráð fyrir rign- ingu, sérstaklega á Suðausturlandi, og hita á bilinu 7 til 13 stig. Þurrt verður að mestu á Norðausturlandi. Suðlægri átt er spáð fram eftir viku. Hvassviðri og storm- ur í dag Morgunblaðið/Eggert Suddi Það má gera ráð fyrir leið- indaveðri í borginni með vætu.  Kröpp lægð gengur yfir landið Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2018 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi:  Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.  Árangursríkar áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.  Árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði.  Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði svefni og hreyfingu.  Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.  Verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar. Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016) Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang: - Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu. - Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.