Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 12

Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Skógarbændur Rúna ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum í Nýja-Sjálandi þar sem þau reka eigið fyrirtæki. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is L jósmyndarinn Rúna Lind Krist- jónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja- Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. „Upphaflega ætluðum við bara að vera hér á meðan maðurinn minn væri að klára sitt nám en síðan ílengdumst við og erum hér enn,“ segir Rúna og hlær enda hafa árin á Nýja-Sjálandi verið góð þó hún segist ekki hafa getað flutt hálfa leiðina yfir hnöttinn fyrir 20 árum. „Við Arana kynntumst og byrjuðum saman árið 1998 þegar hann flutti til Íslands. Á þeim tíma hefði ég ekki getað flutt alla leið til Nýja- Sjálands en í dag er þetta orðið svo lítið mál, þ.e. að vera í samskiptum við vini og ættingja. Við mamma og fleiri erum t.d. alltaf með opið spjall á samfélagsmiðlum og svo má alltaf taka skype- símtal til Íslands.“ Skógræktin og ljósmyndun Rúna hefur ásamt vinkonu sinni, Holly, stillt upp og tekið ljósmyndir í anda blóma- málverka frá fyrri tíð en hún tekur jafnframt fjölskyldumyndir ásamt því að reka skógrækt- ar- og skógarhöggsfyrirtæki með eiginmanni sínum. Það er því í nægu að snúast hjá Rúnu sem segist í það minnsta ekki leiðast meðan verkefnin eru næg. „Auk þess að sinna rekstrinum með mann- inum mínum er ég að taka ljósmyndir. Ég tek töluvert af fjölskyldumyndum en mynda auk þess listrænni myndir með vinkonu minni. Síð- an er það bara reksturinn. Ætli ég kallist ekki bara skógarbóndi á íslensku eða skógræktar- bóndi. Í stuttu máli þá vinnum við timbur úr svokölluðum nytjaskógi fyrir timburiðnaðinn.“ Eiginmaður Rúnu er verkfræðingur og þau keyptu tækjabúnað og hófu reksturinn fljótlega eftir að þau fluttu út til Nýja-Sjálands en töluverð iðnaðarstarfsemi er á svæðinu sem þau búa á en þó aldrei langt í náttúruna og ströndina. „Við búum í litlum bæ á norðureyjunni sem heitir Gisborne en hér minnir margt á Ísland.“ Menningin ekki svo ólík Þrátt fyrir að vera komin hálfa leiðina í kringum hnöttinn segir Rúna margt í menningu Nýsjálendinga vera svipað og á Íslandi. „Samfélagið hér er að mörgu leyti líkt, t.d. er sterk samkennd með fólki þegar eitthvað bjátar á eða mikið er um að vera. Kannski svo- lítið smábæjarsamfélag enda fólkið vinalegt og viðkunnanlegt.“ Menningarsjokkið var því ekki mikið við flutninginn út, það voru helst árstíðirnar sem Rúnu þótti í byrjun ekki eins og þær áttu að vera. „Hér er allt öfugt,“ segir hún og hlær. „Jól- in eru um hásumar og veturinn harðastur um miðjan júlí. En eins og með allt annað venst þetta þó mér finnst enn hálfsérkennilegt að halda upp á jólin á miðju sumri.“ Hún bendir jafnframt á að á Nýja-Sjálandi er eftirsóknarvert að vera í norðurhlíð og talað sé um heitan norðanvindinn en kaldan sunnan- vindinn. „Það er voðalega notalegt hérna þó það geti orðið nokkuð kalt á veturna. Það snjóar lítið sem ekkert en það er rakt og kuldinn sker alveg inn að beini. Margir spyrja mig hvort ég sé ekki vön þessu frá Íslandi en þetta er einhvern veg- inn öðruvísi. Það hjálpar heldur ekki til að húsin hér eru ekki eins vel byggð og heima eða þau eru ekki jafn vel einangruð.“ Lambið eins og heima Stutt er í einstaka náttúru en Nýja-Sjáland líkt og Ísland skartar mikilli náttúrufegurð og segir Rúna stutt að fara í kyrrðina og fegurðina sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða. „Mér finnst þetta ekki ósvipað og heima á Íslandi. Það þarf ekki að fara langt til að komast í einstaka og fallega náttúru. Síðan er stutt nið- ur á strönd og við stundum það töluvert að veiða, snorkla og fara í útilegur við ströndina. Einnig er rík matarmenning hér með hvers konar sjávarrétti,“ segir Rúna og bendir á að alls staðar sé að finna kindur á Nýja-Sjálandi, líkt og á Íslandi. En er lambakjötið jafn gott og á Íslandi? „Já, ég finn í það minnsta engan mun á ís- lenska lambinu og því nýsjálenska. Kannski er það vegna þess að ég elda það nákvæmlega eins og ég elda lambið heima á Íslandi.“ Þá segir hún Nýsjálendinga ekki nota sós- ur í sama mæli og Íslendingar og minna sé um hvers konar sælgæti og sæta drykki. „Óhollustan er hér líkt og víðar en börn drekka meira af vatni en borða á móti miklu meira af alls konar snakki. Svipar margt til þess sem maður kynnist í Bretlandi.“ Lífið á Nýja-Sjálandi er gott að sögn Rúnu og ekki nema 22 tíma flug til Íslands. Hún mæl- ir því tvímælalaust með Nýja-Sjálandi fyrir ævintýragjarna Íslendinga. Lífið er gott á Nýja-Sjálandi Rúna Lind Kristjónsdóttir rekur skógarhöggsfyrirtæki á Nýja-Sjálandi og tekur listrænar ljósmyndir með vinkonu sinni. Hún segir lífið á Nýja-Sjálandi ekki svo ósvipað því sem hún átti á Íslandi, mikil samkennd og lambakjötið jafn gott. List Rúna tekur myndir af blómaskreytingum. Ferðalög Það er ekki langt í fallega náttúru og það nýtir fjölskyldan sér. Í Póllandi er rík hefð fyrir veggspjaldagerð þar sem frumleg notkun á myndmáli er einkennandi og húmor eða hið gróteska getur oft verið undirliggjandi. Í dag, laugardag, verður opnuð í Gerðubergi í Breiðholti sýning á pólskum veggspjöldum. Þrír pólskir samtímalistamenn sýna þar: Leszek Zebrowski, Sebastian Kubica og Mon- iku Starowicz. Zebrowski vinnur með „fátæka vegg- spjaldið“ þar sem það hefur verið „hreinsað“ af öllum óþarfa. Aðferð hans felst í að teikna beint á offset- plötu sem síðan er fjarlægð þannig að eftir stendur svart-hvítt prent. Myndefni veggspjalda Kubica eru smá- sögur. Í þeim skapar hann veröld sem er full af dulúð og göldrum sem áhorfendum gefst kostur á að stíga inn í. Hið kvenlega hrifnæmi er rauði þráðurinn í verkum Starowicz. „Veggspjöld eiga að vera falleg en um leið Sýning á pólskum veggspjöldum Undirliggjandi er bæði húmor og gróteska Frumlegt Eitt af verkum Sebastian Kubica. senda skýr skilaboð. Ég fylgi minni innri rödd og í hverju veggspjaldi sem ég geri er hluti af mér sjálfri. Ég leik mér með liti, áferð og form í veggspjaldinu sem hreyfir vonandi við áhorfandanum og hvetur hann til að- gerða.“ Opnunin er kl. 14 í dag, laugardag, og er að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Álfahátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði fer fram í dag, laugardag, og hefst klukkan 14 en um er að ræða barna- og fjölskylduhátíð til styrktar sam- tökunum Hugarafli. Samfelld og skemmtileg dagskrá verður alveg til fimm en meðal þess sem boðið er upp á er tásunudd fyrir börnin, andlitsmálning, álfaleit, álfa- sögustund ásamt því að hljómsveitin Ylja tekur nokkur lög. Þá verður álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Karlsdóttur eða Sibbu sagnakonu eins og hún er bet- ur þekkt og Björgvin Franz kemur og tekur nokkur lög með Benedikt bú- álfi. Veitingasala verður á staðnum og rennur allur peningurinn til Hug- arafls og ekki er heldur ólíklegt að Siggi sæti og Solla stirða fræði börn- in um hollt og gott mataræði og hreyfingu en þau verða að sjálfsögðu á staðnum. Allir hjartanlega vel- komnir að njóta og skemmta sér. Álfahátíð til styrktar Hugarafli í Hellisgerði í dag Tásunudd, álfaleit og Ylja mætir Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.