Morgunblaðið - 23.09.2017, Qupperneq 18
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veiði lýkur þessa dagana í hverri lax-
veiðiánni á fætur annarri, eftir sumar
sem vart fer í sögubækur fyrir met-
tölur – þrátt fyrir að veiðimenn hafi
upplifað ótal ævitýri eins og önnur
sumur og sumir náð sannkölluðum
metfiskum. Veiðin tekur iðulega kipp
í september þegar haustregnið eykur
vatnsmagn ánna og fiskurinn fer á
kreik. Og þá er von á þeim stóru eins
og heldur betur hefur sýnt sig síðustu
daga. Tveir kunnir stangveiðimenn
veiddu í vikunni stærstu laxa sumars-
ins á Íslandi; fágæta fiska sem báðir
vega yfir þrjátíu pund samkvæmt
kvörðum þar sem reiknað er út frá
lengd og ummáli, en fiskunum var
báðum sleppt eins og vera ber.
Á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal setti
staðarhaldarinn Árni Pétur Hilm-
arsson í tröllvaxinn hæng á Skriðufl-
úð, á fluguna Erling special, og land-
aði eftir langa viðureign sínum
stærsta laxi til þessa. Var hann vand-
lega mældur 111 cm langur.
Í sumar hafa veiðimenn séð, reynt
mikið við og jafnvel sett í nokkra slíka
ofurlaxa á Nesveiðum, meðal annars í
Höfðahyl, á Hólmavaðsstíflu, í Móra
og á Skriðuflúð – og einn þeirra náð-
ist að lokum.
106 og 111 cm sama morguninn
Nils Folmer Jörgensen er afar
lunkinn við að setja í þá stóru og á
síðustu árum hefur hann veitt tvo af
stærstu löxum sem veiðst hafa hér á
landi, 109 og 112 cm langa, og báða á
Nesveiðum. Í vikunni var hann í Víði-
dalsá ásamt Jóhanni Hafnfjörð
Rafnssyni staðarhaldara og segist
hafa lent á síðustu vaktinni í einhverri
brjálæðislegustu reynslu sinni við
veiðar. Á hinum fræga stórlaxastað
Dalsárósi byrjaði hann á að missa á
að giska 95 cm hæng í löndun en hafði
síðan hendur á 86 cm hrygnu. Í næsta
rennsli tók svo sannkallaður stórlax
og eftir langa viðureign var 106 cm
hæng landað í næsta hyl fyrir neðan,
stærsta laxi sumarsins í Víðidal, og
var það annar 106 cm laxinn sem Nils
landaði í sumar. En hann var ekki
hættur, átti eftir að setja í tvo og
missa áður en hann fékk þunga töku
á fluguna Radian rétt fyrir lok vakt-
arinnar í Harðeyrarstreng. Eftir
mikil tog og langa glímu tókst Jó-
hanni að háfa laxinn, sem reyndist
vera hrygna – mjög stórar hrygnur
eru fágætari en hængar – og reyndist
hún 111 cm löng og ummálið 57 cm.
Annar metfiskur morgunsins í ánni,
sá stærsti þar árum saman, og Nils
segir að hrygnan hafi verið svo þung
að erfitt hafi verið að halda henni upp
fyrir myndatöku.
„Jói hafði rétt fyrir sér þegar hann
sagði að það væri 110 cm lax í ánni en
við töldum það vera hæng, hrygnur
yfir 100 cm langar eru fágætar og
þær eru þyngri en hængarnir, sem
gerir þær enn stærri,“ skrifaði Nils í
færslu á Facebook og bætti við að síð-
ustu laxar sumarsins hjá sér hefðu
því verið 106 og 111 cm langir. „Báðir
metlaxar – hversu bilað er það? Stór-
kostlegt!“
Þess má geta að dagana áður en
hann veiddi í Víðidalsá var Nils í
Vatnsdalsá ásamt dönskum veiði-
manni og fengu þeir tólf laxa á stöng-
ina við erfiðar aðstæður, hinir veiði-
mennirnir fengu saman einn.
Í vikunni hafði veiðimaður síðan
hendur á 110 cm löngum hæng sem
tók flugu – rauða Frances-keilutúpu
– í Gilárósi í Vatnsdalsá; enn einn
stórlaxinn sem landað er í dalnum á
síðustu árum.
Umtalað er meðal veiðimanna að
stærstu laxar síðustu ára hafi veiðst í
ám þar sem stórlaxi hefur um árabil
verið sleppt aftur og erfitt er að
rengja að sleppingarnar auki líkur á
að veiðimenn nái að hafa hendur á
þrjátíupundurum; fiskum sem ná að
lifa af í ánum eftir hrygningu og snúa
síðan aftur eftir að hafa haldið til hafs
að vori.
Frábær veiði í Miðfirði
Þrátt fyrir að veiðitölur sumarsins
í Miðfjarðará séu ekki alveg jafn æv-
intýralegar og síðustu tvö sumur, þá
hefur veiðin engu að síður verið frá-
bær og veiðimenn segja mjög mikið
af laxi á veiðisvæðinu. Holl sem var
við veiðar í ánni í liðinni viku fékk til
að mynda yfir 60 laxa og þar á meðal
tvo yfir eins metra langa en á annan
tug laxa af þeirri stærð hefur veiðst
þar í sumar, sá stærsti 103 cm.
Ljósmynd/Jóhann Hafnfjörð Rafnsson
Hrygnan Nils Folmer Jörgensen með 111 cm hrygnuna
sem hann veiddi í Harðeyrarstreng í Víðidal.
Þrjátíu punda stórlax-
ar veiðast í stórlaxaám
111 cm laxar í Aðaldal og Víðidal og 110 cm í Vatnsdal
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is * Lokatölur ** Tölur liggja ekki fyrir
0 1.500 3.000 4.500 6.000
Staðan 20. september 2017
Veiðivatn
Stanga-
fjöldi Veiði
21. 9.
2016
23. 9.
2015
Ytri-Rangá&Hólsá,vesturbakki 18 6.526 8.379 5.631
Miðfjarðará 10 3.627 4.195 4.978
Þverá/Kjarrá 14 2.060* 1.902* 2.120
Eystri-Rangá 18 2.030 3.149 2.379
Norðurá 12 1.719* 1.342* 2.480
Langá 10 1.540 1.312 4.538
Blanda 14 1.433* 2.386* 2.021
Grímsá og Tunguá 8 1.214 574 1.540
Haffjarðará 6 1.167* 1.305* 1.100
Laxá á Ásum 4 1.108* 620* 1.472
Norðlingafljót 5 975 609 1.005
Selá í Vopnafirði 6 937* 830* 769
Elliðaárnar 6 890* 675 **
Urriðafoss í Þjórsá 2 765 ** **
Víðidalsá 8 722 1.053 1.012
Ljósmynd/Hermóður Hilmarsson
Hængurinn Árni Pétur Hilmarsson við Skriðuflúð í
Aðaldal með 111 cm hæng sem tók Erling special.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Flutningur ljósastaurs við Oddfel-
lowhúsið í Vonarstræti er óæskileg-
ur, að mati umhverfis- og skipu-
lagssviðs borgarinnar. Þetta kemur
fram í bréfi Þorsteins R. Her-
mannssonar samgöngustjóra sem
kynnt var í borgarráði í fyrradag.
Upphaf málsins er það að á fundi
borgarráðs 2. febrúar sl. lögðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að
umræddur ljósastaur yrði færður í
því skyni að bæta aðkomu fatlaðra
og hreyfihamlaðra að hjólastóla-
braut við aðalinngang hússins.
Í bréfi samgöngustjórans kemur
fram að yfir sex metrar séu frá
ljósastaurnum að skábraut við Odd-
fellowhúsið. „Handan götunnar, við
ráðhúsið, eru stæði þar sem hægt
er að stöðva í stuttan tíma og
hleypa út farþegum sem geta þver-
að götuna á upphækkaðri göngu-
leið. Ljósastaurinn stendur við mik-
ilvæga gönguleið yfir Vonarstræti
sem leiðir vegfarendur beint að að-
alinngangi ráðhúss Reykjavíkur.
Gönguleiðin er upphækkuð og fyr-
irhugað er að merkja hana sem
gangbraut með formlegum hætti.
Góð lýsing við gönguleiðina er ör-
yggismál. Með uppbyggingu á al-
þingisreitnum vestan Oddfellow-
hússins eykst mikilvægi
gönguleiðarinnar sem verður meg-
inleið milli Ráðhússins og Austur-
vallar,“ segir í bréfinu.
Ítreka tillögu sína
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gefa sig ekki og lögðu
fram svohljóðandi bókun í borgar-
ráði í fyrradag: „Borgarráðsfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins ítreka til-
lögu sína um að ljósastaur við
Oddfellow-húsið við Vonarstræti
verði færður í því skyni að bæta að-
komu fatlaðra og hreyfihamlaðra að
hjólastólabraut við aðalinngang
hússins. Minnst skal á að húsið er
eitt mest sótta samkomuhús borg-
arinnar og að aðkoma fatlaðra og
hreyfihamlaðra að því yrði bætt
verulega ef umræddur ljósastaur
yrði færður. Þótt hann yrði færður
yrði engum vandkvæðum bundið að
tryggja góða lýsingu á gangbraut
yfir Vonarstræti.“
sisi@mbl.is
Borgin vill ekki
færa ljósastaur
í Vonarstræti
Sjálfstæðismenn vilja færa staurinn
Óæskilegt, að mati samgöngustjóra
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Vonarstræti Staurinn umdeildi er rétt við gangbrautina yfir götuna.
Það fjármagn sem rennur til Land-
spítala (LSH) er minna en ekkert
þegar öll kurl eru komin til grafar.
Þetta segir Páll Matthíasson, for-
stjóri LSH, í vikulegum pistli sem
birtur er á heimasíðu spítalans.
Segir Páll að af hálfu LSH liggi
fyrir ítarleg greining á fjárþörf
spítalans til næstu ára sem ekki
hafi verið hrakin. „Við fyrstu grein-
ingu metum við það svo að það
vanti um 3.000 m.kr. til að viðhalda
óbreyttum rekstri á spítalanum á
árinu 2018 og tryggja framgang
þeirra verkefna sem við sinnum nú
þegar. Þá vantar 1.200 m.kr. til við-
bótar í bráðnauðsynlegt viðhald á
húsnæði spítalans, 500 m.kr. til 1.
áfanga endurbóta á húsnæði geð-
sviðs og 1.000 m.kr. aukalega í
nauðsynleg tækjakaup,“ ritar Páll.
Morgunblaðið/Ómar
Spítali Forstjóri LSH segir þörf á auknu
fjármagni til viðhalds og reksturs.
Fjármagnið til LSH
minna en ekkert